Útvarpsþáttur í verðlaun á Útvarpi Sögu

OldTimeRadio 

Þeir sem eru þjakaðir af innbyrgðri tjáningarþörf ættu að leggja við hlustir á Útvarp Sögu á morgun milli klukkan 13 og 16 en þá gefst heppnum hlustanda tækifæri á að vinna sinn eigin útvarpsþátt í tónlistargetraun í laugardagsþætti stöðvarinnar.

Umsjónarmennirnir Markús Þórhallsson, Halldór E. og Sverrir Júlíusson munu leika brot úr þremur íslenskum lögum og sá hlustandi sem ber kennsl á lögin fær eina klukkustund í loftinu á Sögu þar sem hann getur stjórnað sínum eigin útvarpsþætti.

Félagarnir í laugardagsþættinum eru gjarnir á að fara eigin leiðir og finnst ekki nóg að verðlauna hlustendur sína með flatbökum og rjómaís og gefa því heppnum hlustanda að auki tækifæri til að láta gamminn geysa í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Segðu mér Markús er innifalinn akstur frá Selfossi til Reykjavíkur? Skyldi ég hreppa hnossið, þú væntanlega veist að ég hef ekki bílpróf. Sé krafan sú að viðkomandi verði að koma sér á milli staða á sínu ökutæki, þá getur þú að mínu áliti stungið þessari færslu þinni á stað sem ég vil síður nefna.

Eiríkur Harðarson, 18.7.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Semsé undir stól?  Það er hefð fyrir því að fólk sem ekki hefur bílpróf starfi á Sögu

Markús frá Djúpalæk, 18.7.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Eru fleiri en ein verðlaun. - Ég meina svona fyrstu, önnur og þriðju verðlaun. - Eftir því hvað þú getur upp á mörgum lögum. -  Klukkutími - háltími og korter í verðlaun.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nei hér eru aðeins veitt fyrstu verðlaun, en kannski verða bara aukaleikir fyrir hina...

Markús frá Djúpalæk, 18.7.2008 kl. 23:00

5 Smámynd: Beturvitringur

Ekki vildi ég hneppa hrossið. Betra að hlusta á bullið í ykkur

Beturvitringur, 19.7.2008 kl. 00:18

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Verð með. Enn ef illa fer vantar þá ekki svona rugludall  eins og mig í loftið? Er reyndar með bílpróf, vona að það skemmi ekki fyrir.

Kjartan Pálmarsson, 19.7.2008 kl. 00:59

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Iss, klukkutími er ekki upp í nös á kettling...   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.7.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband