Færsluflokkur: Bækur
Guð minn góður, hvað hefur verið gert við Egil Helgason?
29.10.2008 | 11:33
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vangaveltur um æviskeið..
27.9.2008 | 11:39
"....sem hefði orðið níræður um þessar mundir ef honum hefði enst aldur til."
Svona svipað að ég væri fimmtugur hefði ég fæðst sex árum fyrr. Eða hvað?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ólafur Jóhann: Við feðgar vorum mjög nánir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
No one would have believed...
26.9.2008 | 17:53
...in the last years of the nineteenth century that this world was being watched keenly and closely by intelligences greater than man's and yet as mortal as his own; that as men busied themselves about their various concerns they were scrutinised and studied, perhaps almost as narrowly as a man with a microscope might scrutinise the transient creatures that swarm and multiply in a drop of water. With infinite complacency men went to and fro over this globe about their little affairs, serene in their assurance of their empire over matter. It is possible that the infusoria under the microscope do the same.
(War of the worlds - H.G. Wells)
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Fréttaskýring: Björgunarpakkinn blandast inn í kosningabaráttuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vönduð vinnubrögð
9.8.2008 | 11:05
Ég fór nú ekki að sjá Clapton því hann hefur ekki náð að heilla mig kallinn, þó hann hafi átt ágætisspretti inn á milli. Kannski mistök, ég veit það ekki.
Nýlega kom út ævisaga hans í þýðingu Orra Harðarsonar og mun að sögn vera hin áhugaverðasta lesning. Þýðingin ku víst líka vera nokkuð góð bara en á heimasíðu Dr. Gunna rakst ég þessa mynd af saurblaði bókarinnar sem er víst það eina sem Orri skipti sér ekki af fyrir útgáfuna. Þrjár hroðvirknisvillur á einni síðu, er eitthvað sem bókaútgáfa með snefil af sjálfsvirðingu vill ekki láta sjást.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Um 12.000 hlýða á Clapton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er að lesa svakalega bók
24.7.2008 | 11:47
Mikael Torfason færði mér eintak af fyrstu bókinni sinni Falskur Fugl, sem hann endurútgaf nýverið. Hún kom út árið 1997 og er frásögn hins 16 ára Arnaldar sem lifir heldur skrautlegu lífi, kannski fullmikill töffari miðað við aldur en hann hefur ekki átt neitt sérstaklega góða ævi strákurinn. Hann er á kafi í eiturlyfjum og í sárum eftir sviplegt andlát bróður hans. Bókin er gríðarvel skrifuð og er þeirrar náttúru að ég á erfitt með að leggja hana frá mér, hún er gróf, ofbeldisfull og grimm, en undirniðri kraumar harmurinn og sú vissa að töffarinn Arnaldur er raunverulega bara barn sem vill ekkert vera í þeirri stöðu sem hann er kominn í. Það kvað við nýjan tón þegar bókin kom út fyrir rúmlega áratug, en ég er rosalega feginn að sjá ekki þennan heim sem Arnaldur lifir í, í dóttur minni 16 ára og hennar vinum. Ég er rétt rúmlega hálfnaður með bókina og hlakka til að halda áfram lestrinum í kvöld.
Ég sá í fréttum í vor að til stendur að gera kvikmynd eftir bókinni og þá stóð til að vinna við hana hæfist nú í haust. Jón Atli Jónasson leikskáld og fyrrverandi útvarpsmaður, hefur skrifað kvikmyndahandrit sem byggir á bókinni og mun Þór Ómar Jónsson leikstýra myndinni.
Mikael mun vera bjartsýnn á að myndin eigi eftir að koma vel út. Ég reikna með að hún verði svona einhverskonar íslensk útgáfa af Trainspotting mætir Fight Club, afþví hann er náttúrulega mikill töffari hann Arnaldur, aðalpersónan í bókinni. Að öðru leyti segist Mikael ætla að halda sig á hliðarlínunni við gerð kvikmyndarinnar og gefa Jóni Atla og Þór algjört frelsi með hana.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Yrsa hafði rétt fyrir sér
20.6.2008 | 17:46
Yrsa Sigurðardóttir glæpasagnahöfundur var í stuttu spjalli hjá mér í Síðdegisútvarpi Sögu í dag og reyndist sannspá þegar hún veðjaði á Harðskafa Arnaldar sem sigurvegara í keppninni um Blóðdropann þetta árið.
Harðskafi er fín bók og Arnaldur ágætlega að þessu kominn. Nú verð ég bara að fara að grípa þær sem ég á ólesnar af hinum tilnefndu bókum og bera þetta allt saman. Ég hef lengi haft gaman að bókum Ævars Arnar Jósepssonar, sem ekki átti bók á þessum lista og ef ég man rétt á að fara að gera sjónvarpsþætti eftir þeim. Það er spennandi tilhugsun.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Arnaldur hlaut Blóðdropann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Merkileg nýjung - en spurning um gagnsemi
14.4.2008 | 15:52
Lögregluembætti víða um heim hafa tekið upp þá nýlundu er kallast fingrafaraskoðun. Með þeim hætti munu menn telja að hægt verði að greina hver skilur eftir sig húðfitu á hlutum sem finnast eða eru skildir eftir á glæpavettvangi. Vísindamenn telja að engin tvö fingraför séu eins og því muni þessa nýja tækni reynast bylting við að hafa uppi á brotamönnum. Ég verð að segja að ég er efins um þessa nýju tækni, ekkert mun reynast þeim sem eltast við glæpamenn jafn haldgott við lausn glæpamála og gamla góða hyggjuvitið og innsæið. Allt raup um aðferðir vísindanna er oftast nær bóla sem engu skilar til lengri tíma litið.
Góðar stundir.
Fingrafarið kom upp um þjófinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Úr hvaða bók er þetta?
5.4.2008 | 09:45
...hann stóð þarna grafkyrr, beinn og alvörugefinn og horfði á, er kisturnar þrjár voru teknar um borð í kössum sínum. Þegar þriðji kassinn sveif inn yfir borðstokkinn lyfti hann hattinum eins og hann fagnaði svalandi andvaranum sem kom úr norðri - utan af hafinu. Svo lyfti hann hægri hendi og gerði krossmark. En þó voru einhver ólíkindi í þessari hreyfingu, og þrátt fyrir hitann fann ég kattarloppu kynlegs hrolls fara sem snöggvast um herðar mínar og niður bakið. Ég veit ekki vel, hvernig á því stóð, en mér var ekkert um það gefið að hugsa mér fjórðu lestina sem opna gröf. Önnur amma mín var skozk. Ef til vill hafði ég einhverjar dulargáfur eða sjötta skilningarvit, eins og það var kallað í Hálöndunum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mannaveiðar
24.3.2008 | 19:59
Á fáeinum dögum eru þrír gæsaveiðimenn myrtir og lögreglan stendur frammi fyrir því að raðmorðingi gengur laus. Sú skoðun staðfestist þegar lögreglunni berst orðsending frá morðingjanum sem segir: "Ég veiði menn og sleppi aldrei ...
Fyrsti þáttur íslensku glæpaþáttaraðarinnar Mannaveiðar hefst í ríkissjónvarpinu í kvöld. Ég er mikill aðdáandi glæpasagna og -þátta, einkum af breska skólanum. Það sem ég hef séð úr þessum þætti lofar góðu þó ekki sé efnið mjög breskt að sjá, fínir leikarar og greinilega allmikil spenna á ferðum. Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson leika aðalhlutverkin, lögreglumennina Hinrik og Gunnar sem annast rannsókn málsins.
Björn Brynjúlfur Björnsson leikstýrir Mannaveiðum en hann gerði spennumyndina Köld slóð árið 2006 og sjónvarpsmynd byggða á Njálssögu árið 2003.
En þá er komið að smá játningu. Ég verð þrátt fyrir áhuga minn á glæpasögum nefnilega að viðurkenna að ég hef ekki lesið Aftureldingu, bók Viktors Arnars Ingólfssonar frá 2005, sem Mannaveiðar eru byggðar á. Ástæðan er sú að ég reyndi að lesa Flateyjargátu eftir sama höfund og mér leiddist. Hrikalega. Samt hafði sagan sú fengið mjög fína dóma þannig að kannski gef ég henni bara annan séns. Og höfundinum. Kannski verður líka ágætt að kynnast sagnaheimi hans á sjónvarpsskjánum.
Viktor Arnar sem er menntaður byggingatæknifræðingur hefur gefið út nokkrar glæpasögur, þá fyrstu árið 1978 og aðra árið 1982. Síðan liðu 16 ár þar til hann kvaddi sér hljóðs á ný, þá með sögunni Engin spor sem hlaut mjög góðar viðtökur lesenda. Flateyjargáta kom út 2003 og Afturelding 2005. Hann hefur tvívegis verið tilnefndur til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Bækur hans hafa verið gefnar út víða í Evrópu, meðal annars í Þýskalandi, Austurríki, Hollandi og Sviss.
Heimasíða eða vefdagbók Viktors Arnars er hér: http://www.mmedia.is/vai/vaidagbok.htm
Til gamans eru hér útdrættir úr ritdómum um Aftureldingu:
*Bókin byrjar firnavel á spennandi lýsingu á skotbardaga morðingjans og fyrsta fórnarlambsins. Viktor grípur lesandann traustataki, tekur á rás og gerir sig ekki líklegan til að sleppa . . . Viktor Arnar slær sjaldan slöku við og heldur lesandanum á tánum allt til loka. Viktor Arnar hefur enn sem komið er vaxið með hverju verki sínu og Afturelding gefur enga ástæðu til annars en að hlakka til næstu bókar. Bergsteinn Sigurðsson Fréttablaðið 23. nóvember 2005.
*Afturelding er vel skrifuð skáldsaga . . . með því að gera dýraveiðar að umgjörð frásagnarinnar tekst Viktori á snjallan hátt að réttlæta notkun skotvopna og sviðsetningu skotbardaga. Björn Þór Vilhjálmsson Mbl. 15. nóvember 2005.
*Fléttan er ekki eins stórkostleg og í Engin spor, persónur ekki eins lifandi og skemmtilegar og í Flateyjargátu, en samt er hér um fyrirtaks skemmtun að ræða. Alls konar smærri atriði hjálpa frásögninni áleiðis en verða aldrei fyrirferðarmikil. Höfundur lætur ekkert trufla sig í þeirri viðleitni að skrifa góða glæpasögu. Niðurstaðan er enda sú að Afturelding er góð glæpasaga. Aðdáendur Viktors munu þó hugsanlega sakna skrýtilegheitanna úr hinum sögunum, þessara atriða sem lyftu þeim upp en færðu þær kannski um leið í átt frá hefðbundnum glæpasögum. En þessi lesandi hérna var eldfljótur að gleypa í sig Aftureldingu og naut lestursins í hvívetna.
Ingvi Þór Kormáksson, nóvember 2005.
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Skipið
29.2.2008 | 13:08
- mögnuð spennusaga.
Ég ligg heima í flensu og hef notað hitamókið til að lesa hina mögnuðu spennusögu Skipið eftir Stefán Mána, sem út kom árið 2006. Og nú er lestrinum lokið.
Fólk hefur verið óspart á lofið á þessa bók og ég er sammála, hún er æsispennandi frá upphafi til enda, það er mjög sjaldgæft líka að spennusaga haldi áfram að velkjast í kollinum á manni löngu eftir að síðustu setningarnar hafa síast inn í kollinn.
Í upphafi fléttar Stefán Máni saman lífi nokkurra manna sem lenda fyrir gráglettni örlaganna saman um borð í manndrápsfleyinu Per Se. Hver hefur sinn djöful að draga og hver tekur á því með sínum hætti. Sumir eru mjög sterkir og einn eða tveir gætu bókstaflega kallast illir, á meðan einn eða tveir aðrir væru það sem flestir myndu bara kalla eymingja.
Það gerist margt skuggalegt á þessarri feigðarsiglingu sem kannski borgar sig ekki að rekja hér en Stefáni tekst snilldarlega að halda manni við efnið allan tímann og rúmlega það. Ég mæli með að fólk lesi þessa bók í flensu eða öðrum veikindum því þá lifir maður sig enn betur inn í vanlíðan skipverjanna.
Ég er enn að reyna að skilja endi bókarinnar og verð örugglega að því þar til rennur upp fyrir mér ljós og ég átta mig á hvernig þetta fór allt saman.
Bara eitt nöldur í lokin, heita gluggar á skipum ekki kýraugu?
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)