Færsluflokkur: Bækur
Mig vantar nýjan frakka
16.2.2008 | 11:57
Mér finnst voða gaman að landi okkar Arnaldur sé orðinn svona vinsæll glæpasagnahöfundur út um víða veröld. Samt eru að mínu mati margir íslenskir glæpasagnahöfundar jafngóðir ef ekki betri en Arnaldur með fullri virðingu fyrir honum. Þar má nefna fólk eins og Yrsu Sigurðardóttur, Ævar Örn Jósepsson og Árna Þórarinsson. Stíll Arnaldar er miklu þurrari og tilþrifaminni en þessarra höfunda, en kannski er það þunglyndið í Erlendi sem fólki finnst svona heilandi. Ég veit það ekki. Sögur Arnaldar eru samt fín afþreying og ljómandi áhugaverðar oft.
Frakkar vilja Arnald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)