Skipið

- mögnuð spennusaga.

Ég ligg heima í flensu og hef notað hitamókið til að lesa hina mögnuðu spennusögu Skipið eftir Stefán Mána, sem út kom árið 2006. Og nú er lestrinum lokið.

Fólk hefur verið óspart á lofið á þessa bók og ég er sammála, hún er æsispennandi frá upphafi til enda, það er mjög sjaldgæft líka að spennusaga haldi áfram að velkjast í kollinum á manni löngu eftir að síðustu setningarnar hafa síast inn í kollinn.

Í upphafi fléttar Stefán Máni saman lífi nokkurra manna sem lenda fyrir gráglettni örlaganna saman um borð í manndrápsfleyinu Per Se. Hver hefur sinn djöful að draga og hver tekur á því með sínum hætti. Sumir eru mjög sterkir og einn eða tveir gætu bókstaflega kallast illir, á meðan einn eða tveir aðrir væru það sem flestir myndu bara kalla eymingja.

Það gerist margt skuggalegt á þessarri feigðarsiglingu sem kannski borgar sig ekki að rekja hér en Stefáni tekst snilldarlega að halda manni við efnið allan tímann og rúmlega það. Ég mæli með að fólk lesi þessa bók í flensu eða öðrum veikindum því þá lifir maður sig enn betur inn í vanlíðan skipverjanna.

Ég er enn að reyna að skilja endi bókarinnar og verð örugglega að því þar til rennur upp fyrir mér ljós og ég átta mig á hvernig þetta fór allt saman.

Bara eitt nöldur í lokin, heita gluggar á skipum ekki kýraugu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Per Se

Jú þeir heita kýraugu og eru kringlóttir - eða eru þeir hringlóttir? Fer svolítið eftir hvort þeir eru í hring eða um kring......

Láttu þér batna

Hrönn Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sé að það er einhver sem deilir skoðun minn á morðingjanum í Forbrydelsen.....

....en hvaða bullukollum dettur í hug að Sarah Lund hafi myrt stelpuna. Hún svona heilsteypt og hjartahlý

Hrönn Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Takk fyrir það Hrönn En hver heldur þú að sé morðinginn?

Markús frá Djúpalæk, 29.2.2008 kl. 14:39

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held að það sé Rie Skovgård. Hún er svo mikil tæfa.

Annað en ég

Hrönn Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hver heldur þú að það sé?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe - ég held mig hafi grunað alla einhvern tíma, meira að segja lögguna sem dó. En nú beinist grunur minn að aðstoðarmanni Hartmanns eða Lennart Brix.

Markús frá Djúpalæk, 29.2.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband