Úr hvaða bók er þetta?

...hann stóð þarna grafkyrr, beinn og alvörugefinn og horfði á, er kisturnar þrjár voru teknar um borð í kössum sínum. Þegar þriðji kassinn sveif inn yfir borðstokkinn lyfti hann hattinum eins og hann fagnaði svalandi andvaranum sem kom úr norðri - utan af hafinu. Svo lyfti hann hægri hendi og gerði krossmark. En þó voru einhver ólíkindi í þessari hreyfingu, og þrátt fyrir hitann fann ég kattarloppu kynlegs hrolls fara sem snöggvast um herðar mínar og niður bakið. Ég veit ekki vel, hvernig á því stóð, en mér var ekkert um það gefið að hugsa mér fjórðu lestina sem opna gröf. Önnur amma mín var skozk. Ef til vill hafði ég einhverjar dulargáfur eða sjötta skilningarvit, eins og það var kallað í Hálöndunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Er þetta úr íslensku spennusögunni Ógn?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.4.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Gott gisk...en samt ekki rétt..

Markús frá Djúpalæk, 5.4.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband