Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Greinilega menntaskólakrakkar

Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum. Hann lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu. Hann bætti svo við að hann myndi fara ítarlega í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væri ef dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið.
Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:,,En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf, kennari?"
Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með að hafa valtað yfir kennarann.
Þegar nemendurnir höfðu jafnað sig eftir hláturinn , leit kennarinn á gæjann og sagði:
"Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni hendinni."

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Settu brunaboða í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd

Tökum upp vaðmál sem gjaldmiðil....

Sem dæmi um verðgildi veðmáls má nefna að þegar Hallgerður langbrók og Bergþóra létu drepa menn hvor fyrir annarri voru bæturnar þannig:

  • Fyrir Kol og Svart:  12 aurar silfurs = 144  álnir vaðmáls (tæp hálfsársvinna í vefnaði), fyrir hvorn þræl;
  • Fyrir Atla og Brynjólf rósta:  Hundrað silfurs = 20 aurar silfurs = 240 álnir vaðmáls, fyrir hvorn húskarl;
  • Fyrir Þórð leysingjason og Sigmund Lambason:  Tvö hundruð silfurs =  40 aurar silfurs = 480 álnir vaðmáls, fyrir hvorn frjálsborinn karl.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Krónan niður ullin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manhattan Pylsuhagfræðin

Pylsustandur 

Maður nokkur ákvað að opna pylsuvagn á Manhattan, þar sem átti nú að vera aldeilis bisniss í slíkum rekstri. Það gekk nú ekkert sérlega vel, þannig að gæinn lagði hausinn í bleyti og velti fyrir sér hvað hann ætti að gera til að rétta reksturinn við. Hann fékk snilldarhugmynd, fór að bjóða tvær pylsur á verði einnar en smurði aðeins ofan á verðið á meðlætinu og gosinu. Skyndilega tók reksturinn við sér, allt blómstraði og gekk pylsusalanum í hag. Það gekk svo vel að hann gat sett upp nokkur auglýsingaskilti víða um borgina og enn jókst hagsæld pylsuvagnseigandans. Hann hafði meira að segja efni á að kosta son sinn til háskólanáms í frábærum skóla. Guttinn valdi hagfræði og gekk bara vel í náminu.

Í einu jólafríinu kom strákur heim og ræddi við föður sinn pylsusalann, um hvernig reksturinn gengi. Sá gamli bar sig vel, enda gekk ljómandi vel hjá honum sem fyrr. En strákurinn, orðinn nærri fullnuma í hagfræði vildi föður sínum vel og varaði hann við að kreppa væri framundan. Það yrði aldeilis að gæta aðhalds og sparnaðar á næstu árum og hvatti hagfræðistúdentinn föður sinn eindregið til að fylgja þeim ráðum.

Vitandi að sonurinn væri að verða sprenglærður hagfræðingur fór sá gamli að ráðum hans, hætti að bjóða tvær fyrir eina og lækkaði verðið á meðlætinu. Að því búnu slökkti hann á auglýsingaskiltunum og hætti við fyrirætlanir um að opna nýjan pylsuvagn.

Að nokkrum vikum liðnum hringdi hann í son sinn og þakkaði honum ráðin; "Þú hafðir alveg rétt fyrir þér sonur sæll, það er skollin á kreppa. Það hefur barasta dregið verulega saman í pylsusölunni síðustu vikurnar. Mikið var gott að ég fór að ráðum þínum."

Mórall sögunnar: Borgar sig alltaf að hlusta á hagfræðingana?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Deila um stöðu íslenskra efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögð manns sem sem hefur engin svör

Geir H. Haarde forsætisráðherra sakaði fréttamann Markaðarins um dónaskap þegar hann innti ráðherra eftir aðgerðum í efnahagsmálum, í morgun, föstudaginn 13. júní 2008.

Hlutabréf halda áfram að lækka, krónan veikist, skuldatryggingaálag á bankana er farið að stíga á ný og sífellt verður dýrara fyrir fyrirtæki sem og ríkið að taka lán.

Eftir skellinn um páskana batnaði ástandið og forsætisráðherra státaði sig af því að ríkið hefði sparað peninga með því að fresta lántöku, líklega var beðið enn betri tíma. Þeir hafa hins vegar versnað sem og kjörin. Fjölmargir sem Markaðurinn hefur haft samband við hafa sagt að ríkið þurfi að ráðast í lántöku, þó svo kjör séu slæm, og það áður en þjóðfélagið fer á hliðina.

Sindri Sindrason, fréttamaður Markaðarins, beið eftir forsætisráðherra við Stjórnarráðið í morgun og hugðist spyrja hann um hugsanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hér á eftir fara samskipti þeirra.

Sindri: „Jæja, hvar eru peningarnir sem eiga að komast inn í landið?"

Geir: „Á þetta að vera viðtal?

Sindri: „Já, ég myndi vilja heyra aðeins um þetta..."

Geir: „Þú verður að hafa samband fyrir fram."

Sindri: Geir, þjóðin náttúrlega bíður eftir einhverjum aðgerðum frá ríkisstjórninni. Geturðu ekki gefið okkur smá komment?"

Geir: „Ég vildi gjarnan gera það, Sindri, ef þú hagaðir þér ekki svona dónalega."

Síðan skellti Geir hurð á nefið á Sindra. (visir.is)

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Minna um óhöpp á föstudaginn 13. en aðra föstudaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlit

Hér er yfirlit frá Forbes um forstjóralaun:

http://www.forbes.com/leadership/compensation/2008/04/30/ceo-pay-compensation-lead-bestbosses08-cx-sd_0430ceo_land.html

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Sjöfaldar ævitekjur á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahérna

Það eiga nú fleiri í erfiðleikum en ungt fólk, er slíkt bara merki um vanþroska? Geta þeir sem eldri eru og í vanda bara farið í rass og rófu? Og beinustu leið á hausinn.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Bankar slaki á kröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur til Noregs? Örlítil hræódýr söguskýring

ralph-viking

Einu sinni tók hópur af heimskustu sonum Noregs sig til og ákvað að yfirgefa landið sem síðar átti eftir að verða eitt auðugasta ríki veraldar.  Þeir skást gefnu ákváðu að verða eftir í Færeyjum, og komu sér ágætlega fyrir það. Hópur af örlítið heimskari Norðmönnum sigldi áfram og tók land þar sem tvö prik rak að ströndu og hokraði þar í kulda og vosbúð í ellefu aldir, alltaf nær dauða en lífi úr skyrbjúg og beinkröm. Örfáum vesalingum leist nú ekki betur en svo á þetta land að þeir ákváðu að sigla áfram í vestur, þar sem þeir fundu hið gjöfula Vínland. Land þar sem smjörið draup af hverju strái og ávextir uxu á hverju tré. Þeir voru þó ekki betur gefnir en svo að þeim tókst öllum að drepast þar hver um annan þveran, hvernig sem þeir nú fóru að því. Samt eru þeir sem urðu eftir í miðlandinu enn að monta sig af vesturförunum.

Nú stendur til, eftir aldalangan aðskilnað að sameinast Noregi á ný og tengjast föðurlandinu forna tryggðarböndum.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Fyrsti þáttur í lengra ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nastí bankaskrímsli

Nú ætla ég að spyrja einnar einfaldrar spurningar, hversu mikið hefði þurft að skera niður í mannahaldi nú, ef bankinn hefði ekki dreift peningum í allar áttir eins hann ætti prentvél í kjallaranum á liðnum árum? Aðhald og sparnaður lendir bara á litla starfsmanninum þegar illa árar en milljörðunum er dreift á toppana þegar vel gengur.

Asnar Guðjón!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is 88 sagt upp hjá Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur yfirstjórn bankans í opna skjöldu

tennis

Myndin sem tekin er á innanhústennismóti Seðlabankans, sýnir viðbrögð tveggja af æðstu stjórnendum bankans við þessum spádómi Glitnis.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Glitnir spáir frekari stýrivaxtahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, það er munur að vera vel stæður....nokkur gullkorn

Við höfum verið að safna fyrir nýjum bíl, um tíma. En í gærkvöldi tók konan mín peningana og fór í bíó fyrir þá.

Það er nefnilega engin skömm að því að vera fátækur - það er bara svo fjári óþægilegt.

Sparnaður er að komast af án einhvers sem maður þarfnast til að eiga peninga fyrir einhverju sem maður kemst af án.

Í gamla daga var sá sem sparaði peningana sína kallaður nirfill og nízkupúki. Nú er hann kallaður kraftaverkamaður.

Þegar maður er orðinn nógu ríkur til að geta sofið út er maður orðinn of gamall til að njóta þess.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband