Viðbrögð manns sem sem hefur engin svör

Geir H. Haarde forsætisráðherra sakaði fréttamann Markaðarins um dónaskap þegar hann innti ráðherra eftir aðgerðum í efnahagsmálum, í morgun, föstudaginn 13. júní 2008.

Hlutabréf halda áfram að lækka, krónan veikist, skuldatryggingaálag á bankana er farið að stíga á ný og sífellt verður dýrara fyrir fyrirtæki sem og ríkið að taka lán.

Eftir skellinn um páskana batnaði ástandið og forsætisráðherra státaði sig af því að ríkið hefði sparað peninga með því að fresta lántöku, líklega var beðið enn betri tíma. Þeir hafa hins vegar versnað sem og kjörin. Fjölmargir sem Markaðurinn hefur haft samband við hafa sagt að ríkið þurfi að ráðast í lántöku, þó svo kjör séu slæm, og það áður en þjóðfélagið fer á hliðina.

Sindri Sindrason, fréttamaður Markaðarins, beið eftir forsætisráðherra við Stjórnarráðið í morgun og hugðist spyrja hann um hugsanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hér á eftir fara samskipti þeirra.

Sindri: „Jæja, hvar eru peningarnir sem eiga að komast inn í landið?"

Geir: „Á þetta að vera viðtal?

Sindri: „Já, ég myndi vilja heyra aðeins um þetta..."

Geir: „Þú verður að hafa samband fyrir fram."

Sindri: Geir, þjóðin náttúrlega bíður eftir einhverjum aðgerðum frá ríkisstjórninni. Geturðu ekki gefið okkur smá komment?"

Geir: „Ég vildi gjarnan gera það, Sindri, ef þú hagaðir þér ekki svona dónalega."

Síðan skellti Geir hurð á nefið á Sindra. (visir.is)

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Minna um óhöpp á föstudaginn 13. en aðra föstudaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Geir Haarde. Þú ert ekki bara raggeit í algerum rökþrotum heldur einnig verulega dónaleg raggeit í algerum rökþrotum!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Nákvæmlega, Ingunn. Nákvæmlega. Í mínu nágrenni væri sagt: How sad!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Skattborgari

Svona verða stjórnmálamenn þegar þeir eru búnir að vera of lengi.

Skattborgari, 13.6.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband