Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Úbs...
18.4.2008 | 11:51
Tapaði 5,1 milljarði dala á þremur mánuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég er nöldurskjóða
15.4.2008 | 10:18
..og tuða svo oft í búðum að ég sé stundum afgreiðslufólk sem hefur séð mig áður, drífa sig í kaffi svo það lendi ekki á mér á kassanum. En eina virka verðverndin er að tuða og vera leiðinlegur við starfsfólkið á kassa og jafnvel elta uppi starfsfólk og spyrja um verð á ómerktum vörum. Það er ekkert kúl að láta hafa af sér fé, þó svo að hingað til hafi íslendingar verið þeirrar skoðunar að þeir verði að sýnast svo ríkir að þeir geti nú ekki verið að væla yfir smáaurum í verslunum.
En safnast þegar saman kemur!
Neytendasamtökin með átak í verslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vitiði...
10.4.2008 | 09:05
Seðlabankinn hækkar stýrivexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bruðlið
10.4.2008 | 09:01
- og seini fattarinn í mér
Það er auðvitað ekki í tízku að tala um fréttir gærdagsins en mér er pínulítið ofboðið. Kannski degi of seint en ég læt mig bara hafa það.
Í gær var tilkynnt hver kostnaðurinn við einkaþotu þotuliðsins Ibbu og Geira hefði verið. Upphæðin er fjórarkommatværmilljónir íslenskra króna. Við eina ferð til Rúmeníu fyrir tvo ráðherra og átta manna fylgdarlið. Nú spyr ég bara, hvaða helvítis bruðl er þetta með peningana mína? Til hvers þurftu 10 manns að fara til Búkarest? Og hvernig dettur fólki í hug að það sé ásættanlegt að nokkura daga ferð geti kostað 420 þúsund á mann? Svo leyfir forsætisráðuneytið sér að stæra sig af því að hafa sparað fimm vinnudaga metna á 200 þúsund kall og dagpeninga upp á 100 þúsund og fær út að kostnaðaraukinn við að nota einkaþotu í stað áætlunarflugs hafi aðeins verið 200 þúsund krónur. Crap!
Ég mótmæli allur!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hækkun um næstum heila bíóferð
6.4.2008 | 08:30
Það rann upp fyrir mér ljós rétt áðan. Svona bíóljós. Ég fattaði allt í einu að ég fer rosalega sjaldan í bíó. Alltof sjaldan því bíóferð getur verið ágætis skemmtun ef frá eru taldar 20 mínúturnar sem notaðar eru til að auglýsa flatbökur og fjallareiðhjól á undan bíómyndinni. Aftur á móti pirra sýnishorn úr væntanlegum myndum mig eiginlega ekki neitt, nema ef sýnishornapakkinn er alveg úr takti við myndina sem berja á augum, til dæmis ef maður er á barnamynd og það er sýndur fjöldi búta úr þeim ofbeldis- og spennumyndum sem bíóið hyggst sýna á næstunni. Eins og hefur gerst.
En svo sjaldan fer ég í bíó, og þá oftast í boði kvikmyndahússins starfs míns vegna, að ég veit eiginlega varla lengur hvað það kostar stunda þessa hollu skemmtun. Nema stundum um helgar hafa kvikmyndahúsin auglýst það sem þau hafa kallað Sparbíó. Ekki sparibíó, neinei, Sparbíó. Það á semsagt að vera ódýrara fyrir heilu fjölskyldurnar að fara í bíó saman á þeim sýningum sem kallaðar hafa verið Sparbíó. Um síðustu helgi kostaði hver miði á slíka sýningu 450 krónur. Sem þýddi að bíóferðin, fyrir utan popp og kók og allan þann pakka, kostaði 1800 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Vel sloppið svona miðað við annað á Íslandi.
Í helgarblöðunum núna sýnist mér verið að auglýsa nákvæmlega sömu myndirnar og um síðustu helgi, en núna kostar 550 krónur í Sparbíóið. Sem gerir 2200 krónur fyrir sömu fjögurra manna fjölskylduna og áður var nefnd. Semsé hækkun um næstum heilan Sparbíómiða fyrir fjölskylduna, fyrir viku hefði verið hægt að taka Sigga frænda með fyrir sama pening. Þetta er hækkun um rúm 22%. Á að mestu sömu myndir og fyrir viku, maður hefði kannski skilið hækkun á nýinnkeyptar myndir. Nei, menn eru fljótir að hækka allt þegar krónan fellur, en einhvern veginn virðist alltaf vera meiri tregða til að lækka vörunar þegar kvikindið styrkist aftur.
Það er ekki mikið dýrara, og sennilega ódýrara ef fjölskyldan kaupir slikkerí í bíóinu, að kaupa bara myndina á DVD og horfa á hana í heimabíóinu.
Ég fékk í hendurnar í gær upplýsingar um mjög skuggalega hækkun láns hjá einu lánafyrirtækjanna sem ég ætla að skoða betur og blogga um eftir að ég hef skoðað það betur. Það virðist vera sem einhvers staðar, jafnvel víða, hafi fyrirtæki nýtt sér panikástandið í þjóðfélaginu og hækkað vörur og þjónustu mun meira en sem nemur því sem hægt er að skýra með gengisbreytingunni. Verum á verði gagnvart slíku, það er allt reynt.
Útskýring á hvernig markaðarnir virka
5.4.2008 | 17:58
Þetta hefur auðvitað birst áður en sjaldan er góður vísareikningur of oft borgaður
Once upon a time in a village, a man appeared and announced to the villagers that he would buy monkeys for $10 each. The villagers seeing that there were many monkeys around, went out to the forest, and started catching them.
The man bought thousands at $10 and as supply started to diminish, the villagers stopped their effort. He further announced that he would now buy at $20. This renewed the efforts of the villagers and they started catching Monkeys again.
Soon the supply diminished even further and people started going back to their farms. The offer increased to $30 each and the supply of monkeys became so little that it was an effort to even see a monkey, let alone catch it!
The man now announced that he would buy monkeys at $50 ! However, since he had to go to the city on some business, his assistant would now buy on behalf of him.
In the absence of the man, the assistant told the villagers. 'Look at all these monkeys in the big cage that the man has bought and collected. I will sell them to you at $35 and when the man returns from the city, you can sell them to him for $50 each.'
The villagers rounded up with all their savings and bought all the monkeys.
Then they never saw the man nor his assistant, only monkeys everywhere!
Now you have a better understanding of how the stock market works
Íslensku bankarnir að koma inn úr kuldanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Milljónamæringurinn
4.4.2008 | 13:02
Ég sem hélt ég hefði unnið fleiri milljónir króna þegar ég fékk svona póst um daginn. Vonbrigðin eru ólýsanleg.
En ég á þó alltaf inni milljónirnar sem ég fær fyrir að aðstoða heiðarlegan bankastarfsmann Robert LeBlanc við að losa stórfé út úr Credit Suisse Bank, það getur bara ekki verið lygi. Enda greinilegt að bankinn á ekkert að lúra á þessum peningum, arfi eftir moldríkan kall. Robert getur ekki verið annað en gæðasál og strangheiðarlegur, maðurinn er búinn að segja mér hvað konan hans er gömul og börnin hans tvö, þetta hlýtur að vera hinn vænsti maður. Eins og hann orðaði það sjálfur: All I need from you is your most honest, sincere and understanding co-operation. Maður sem kemst svona að orði hlýtur að vera heiðarleikinn uppmálaður. Nú. Til enn frekara marks um hve heiðarlegur Robert LeBlanc er, má ekki gleyma einu; hann er búinn að gefa mér símanúmerið sitt.
Ég ætla að hringja í hann á næstunni. Reyndar í beinni útsendingu. Fylgist með.
Ríkislögreglustjóri varar við svikapósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Pirr yfir heiðursmannasamkomulagi
2.4.2008 | 19:29
Forsætisráðuneytið ætlar ekki að gefa upp kostnað vegna leigu á einkaþotu undir Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fylgdarlið þeirra til Búkarest. Þetta staðfesti Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í dag.
Kann þetta fólk ekkert annað en eyða peningunum okkar? Mér skilst að nú sé svo komið að það sé of mikil tímasóun fyrir þau að bíða á flugvöllum þannig að einkaþota á leigu leysti það vandamálið.
Það mun víst vera heiðursmannasamkomulag sem veldur því að ekki má upplýsa þjóðina um hvað er verið að eyða peningunum okkar í. Að sögn á þessi gjörningur ekki að hafa kostað meira en almennt farþegaflug en einhverjir hafa reiknað út að kostnaðurinn hafi verið 6 milljónum króna hærri.
Ég fyrir mitt leyti gæti gert margt gott fyrir sex milljónir króna, og efast ekki um að flestir séu sammála mér um það! En það er víst betra að nota féð til að koma ráðherrum milli staða. Enda kannski eins gott að hafa þá nógu langt í burtu. Er Björn Bjarnason annars kominn frá Chile, og til hvers í ósköpunum fór hann þangað, hvað kostaði ferðin? Og þarf hann nokkuð að koma til baka?
Pirr.is
Evrópu ekki skipt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eyjólfur að hressast - aðrir kannski óhressari
2.4.2008 | 10:36
Þetta er auðvitað góð tíðindi en betur má ef duga skal. Vonandi réttir krónugreyið meira úr kútnum, það er gott fyrir þjóðina.
En hvernig dettur ráðamönnum þjóðarinnar í hug að ætla að taka lán til að redda gæjunum sem eru búnir að vera að græða á góðærinu, byggjandi sumarhallir, haldandi afmælisveislur fyrir hundruð milljóna, kaupandi einkaþotur og annan óþarfa meðan lýðurinn horfir á? Eigum við nú að bjarga mönnunum sem fengu bankana og önnur fyrirtæki á silfurfati?
Verða menn sem gekk svona vel fyrir hálfu ári ekki bara að bjarga sér sjálfir, það þarf sá að gera sem horfir á húsnæðis- og bílalánið sitt hækka um helming á örstuttum tíma. Hvers vegna ekki hinir?
Hvar er réttlætið?
Krónan styrkist um 2,36% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú fer allt til ...
1.4.2008 | 13:15
... æ sjáum bara hvað setur.
Gengi íslensku krónunnar er ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag. Einu sinni á dag skráir Seðlabanki Íslands opinbert viðmiðunargengi krónunnar gagnvart ofangreindum erlendum myntum til viðmiðunar í opinberum samningum, dómsmálum og öðrum samningum milli aðila þegar önnur gengisviðmiðun er ekki sérstaklega tiltekin, sbr. 19. gr. laga nr. 36/2001um Seðlabankann, og um leið er skráð opinber gengisskráningarvísitala. Þetta er gert á milli kl. 10:45 og 11:00 á hverjum morgni sem skipulegir gjaldeyrismarkaðir eru almennt starfandi. Þegar sérstaklega stendur á getur Seðlabankinn tímabundið fellt niður skráningu á gengi krónunnar.
Lánshæfi bankanna endurskoðað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |