Nastí bankaskrímsli

Nú ætla ég að spyrja einnar einfaldrar spurningar, hversu mikið hefði þurft að skera niður í mannahaldi nú, ef bankinn hefði ekki dreift peningum í allar áttir eins hann ætti prentvél í kjallaranum á liðnum árum? Aðhald og sparnaður lendir bara á litla starfsmanninum þegar illa árar en milljörðunum er dreift á toppana þegar vel gengur.

Asnar Guðjón!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is 88 sagt upp hjá Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hér ætla ég að rembast við að krota eitthvað svar. Væri ekki ráð að þú litir á hina hliðina, setjum sem svo að niðurskurðinum væri einungis beint til hinna(HÁU) Herra. Væri staðan þá ekki enn verri Bí Bí=Björn Bjarna ætti nú að vita hvernig höfuðlaus her funkerar. Hins vegar er ekkert grín hvernig þessir efnahagserfiðleikar eru löngu löngu farnir að bíta.

Eiríkur Harðarson, 14.5.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Maður spyr sig hvort ekki væri frekar ráð að lækka launin hjá bankastjórum og halda í staffið?

Af hverju dettur engum það í hug? Ég kom til dæmis í Iðnaðarbankann um daginn og ætlaði að tala við bankastjórann. Ég mátti doka í fimm mínútur því hann þurfti að hringja heim og spjalla við börnin sín áður en hann mátti vera að því að tala við mig! Hefði mér að meinalausu mátt lækka launin við hann!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 00:06

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hrönn, þetta hefur nú verið fyrir svolítið löngu. Er ekki Iðnaðarbankinn löngu hættur?  Eiríkur, verður maður samt ekki bara að gera grín að þessu öllu saman?

Markús frá Djúpalæk, 15.5.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sagði nú bara sisvona..... hef ekki geð í mér að auglýsa hinn bankann ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Pistill eins og talaður út úr  mínu hjarta

Sigþrúður Harðardóttir, 15.5.2008 kl. 11:37

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hrönn. Nú skil ég hvað þú ert útsmogin . Sigþrúður, gott að einhver er sammála mér. Það er alltaf svo notalegt

Markús frá Djúpalæk, 15.5.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband