Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Hugmynd
23.7.2008 | 16:02
Tökum upp vaðmál sem gjaldmiðil....
Sem dæmi um verðgildi veðmáls má nefna að þegar Hallgerður langbrók og Bergþóra létu drepa menn hvor fyrir annarri voru bæturnar þannig:
- Fyrir Kol og Svart: 12 aurar silfurs = 144 álnir vaðmáls (tæp hálfsársvinna í vefnaði), fyrir hvorn þræl;
- Fyrir Atla og Brynjólf rósta: Hundrað silfurs = 20 aurar silfurs = 240 álnir vaðmáls, fyrir hvorn húskarl;
- Fyrir Þórð leysingjason og Sigmund Lambason: Tvö hundruð silfurs = 40 aurar silfurs = 480 álnir vaðmáls, fyrir hvorn frjálsborinn karl.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Krónan niður ullin upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Réttur maður?
23.7.2008 | 12:11
Það er eins og mér sýnist að Jólasveinninn hafi verið handtekinn í misgripum fyrir Karadzic nokkurn sem er langt í frá frægur fyrir það sama og Sveinki. Þarf ekki að leiðrétta mistökin?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Hyggst verja sig sjálfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Til hamingju með daginn
20.7.2008 | 14:44
Hann pabbi minn, Þórhallur Eiríksson er sjötugur í dag. Innilega til hamingju með daginn elsku pabbi minn. Hann er strákurinn í hvítu skyrtunni. Þessi mynd er ekkert rosalega gömul, kannski svona 56 ára.
Ó, pabbi minn
ég dáði þína léttu lund
Leikandi kátt
þú lékst þér a þínn hátt
Útvarpsþáttur í verðlaun á Útvarpi Sögu
18.7.2008 | 22:19
Þeir sem eru þjakaðir af innbyrgðri tjáningarþörf ættu að leggja við hlustir á Útvarp Sögu á morgun milli klukkan 13 og 16 en þá gefst heppnum hlustanda tækifæri á að vinna sinn eigin útvarpsþátt í tónlistargetraun í laugardagsþætti stöðvarinnar.
Umsjónarmennirnir Markús Þórhallsson, Halldór E. og Sverrir Júlíusson munu leika brot úr þremur íslenskum lögum og sá hlustandi sem ber kennsl á lögin fær eina klukkustund í loftinu á Sögu þar sem hann getur stjórnað sínum eigin útvarpsþætti.
Félagarnir í laugardagsþættinum eru gjarnir á að fara eigin leiðir og finnst ekki nóg að verðlauna hlustendur sína með flatbökum og rjómaís og gefa því heppnum hlustanda að auki tækifæri til að láta gamminn geysa í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Lausn á miðbæjarvandanum
18.7.2008 | 18:42
Kannski að löggæsluyfirvöld ættu að huga að þeim möguleika að ráða ömmur með kústa til að hafa hemil á skrílnum í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Það mætti kalla þær miðbæjarkústa.
Hugmynd.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ræningjunum sópað út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lagið um hana Júlíu
18.7.2008 | 18:12
Myndbandið er byggt á klippum úr kvikmyndinni The man who fell to Earth sem David Bowie lék í við góðar undirtektir árið 1976. Í myndinni léku á móti Bowie meðal annarra Rip Torn sem við þekkjum úr myndunum um Svartklæddu mennina og Candy Clark sem margir muna eftir úr American Graffiti og The Blob (ekki The Blog) frá árinu 1988. Lagið er b-hlið lagsins Day-in-day-out af plötunni Never Let me Down, sem spekingar segja að sé allra versta plata Bowies. Mér fannst þetta fínt lag á sínum tíma og skildi ekkert í af hverju það var ekki á stóru plötunni, en maður skilur ekki alltaf hvað annað fólk er að hugsa. Sem betur fer.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég minni á skoðanakönnun á heimasíðu Útvarps Sögu
18.7.2008 | 12:14
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Mexíkanska snót - Smokie
17.7.2008 | 21:35
Þetta er eitthvað svo skelfilega krúttlegt. Eða bara fallegt. Nostalgískt. Njótið bara út í æsar. En mikið er Chris Norman líkur Martin Short. Ég bara var að taka eftir þessu ...
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tryggingafélögin vilja alltaf hafa belti og axlabönd
17.7.2008 | 10:59
Ég minnist þess þegar ég ungur maður tryggði bílinn minn hjá tryggingafélaginu Ábyrgð, tryggingafélagi bindindismanna. Það félag er ekki til lengur, hvort sem um er að kenna fækkun bindindismanna eða því að aðrir buðu betur.
Svo brá við eitt sumarið að ég fékk lítið lettersbréf frá þessu fína tryggingafélagi sem ég hafði tryggt hjá tjónlaust í einhver 3 ár. Sem nota bene er óratími fyrir 22 ára gamlan mann. Í bréfinu tilkynnti tryggingafélagið mér að þar sem ég væri bráðungt kvikindi, ekki orðinn 25 vetra neyddist það til að hækka hjá mér iðgjöldin um 25 af hundraði. Aðeins. Skoðuðu ekkert ökuferilinn og enn síður hvernig bíl ég ætti. Enda svona ofurbílar eins og nú eru til varla fáanlegir, einn og einn ungur sveinn átti japanskan GTi bíl, en flestir óku nú um á kraftminni farartækjum.
Mér fannst þetta mjög skrýtin ráðstöfun, talaði við tryggingafélagið sem var einart í afstöðu sinni um að hækka iðgjöldin hjá mér og öðrum ungmennum um helling. Ég sagði þeim upp í snatri, fór yfir til VÍS þar sem ég borgaði minna en hjá bindindismönnunum.
Örskömmu síðar gekk Ábyrgð í fjöll, rann saman við Sjóvá og hefur ekki til þess spurst síðan.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tryggir ekki kraftmikla létta bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Uppljóstranir á Útvarpi Sögu
17.7.2008 | 09:51
Litlir tölvupóstar hafa aldeilis getað breytt gangi sögunnar, mörg lítil og stór ævintýri hafa byrjað með tölvupósti, og eitt stærsta dómsmál íslandssögunnar átti að hluta til upphaf sitt með tölvupóstsendingum milli tveggja einstaklinga.
Ég heyrði ekki betur en að Jónína Benediksdóttir upplýsti það í þætti Sverris Stormskers, Miðjunni, á Útvarpi Sögu í gær að hæstvirtur fyrrverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson hafi átt mun meiri hlut að upphafi Baugsmála þeirra er hlutu lúkningu sína fyrir skemmstu, en hingað til hefur verið viðurkennt, þrátt fyrir að um það hafi verið pískrað árum saman. Fjöldi tölvupósta gekk milli Styrmis Gunnarssonar og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem þau veltu fyrir sér möguleikunum á að klekkja á Baugi, þar sem nafngreindir voru nokkrir traustir, innvígðir og innmúraðir menn sem gætu orðið haukar í horni við það verk. Þar á meðal eru nefndir fjármálaráðherra (á þeim tíma Geir H. Haarde), Kjartan Gunnarsson þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og einhver Davíð, sem Jónína sagði berum orðum í viðtalinu í gær að væri enginn annar en Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra.
Nú hlýtur fólk að spyrja sig hvert var hlutverk Davíðs Oddsonar í þessu máli, þarf hann ekki að fara að koma fram og skýra sinn þátt í upphafi þessa viðamesta dómsmáls Íslandssögunnar. Dómsmáli gegn mönnum sem Davíð Oddson hafði óhikað kallað götustráka í fjölmiðlum, gegn mönnum sem hann, sem forsætisráðherra, hafði sakað um að hafa reynt að bera á sig fé. Þarf almenningur í landinu ekki að fá svör við þessum orðum Jónínu Benediktsdóttur um fyrrverandi forsætisráðherra, núverandi seðlabankastjóra og einhvern valdamesta mann landsins?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Varhugaverðir tölvupóstar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)