Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Ræriræ
5.6.2008 | 14:13
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Áfengi minnkar líkur á liðagigt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veiðisumarið lítur ágætlega út
5.6.2008 | 12:51
..og byrjar ágætlega. Okkur tókst að minnsta kosti loksins að vekja athygli í útlöndum fyrir eitthvað. En mér fannst samt ljótt að fella björninn, án þess að ég hafi nokkurt vit á hvort það var eina lausnin í stöðunni eða ekki. Ég hef aldrei farið á bjarndýrsveiðar, ætla mér það ekki ótilneyddur og get ekki dæmt um hvort það var nauðsynlegt að skjóta hann. En Ísland hefur komið á nýjum Ísbjarnarblús sem án efa á eftir að óma lengi...
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Hvítabjarnarmál vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Spá dagsins
5.6.2008 | 12:33
Sporðdreki: Þú leggur þig sérstaklega fram af því að þú elskar einhvern. íhugaðu vel gjörðir þínar fyrirfram, því með þeim skapar þú fordæmi.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Lífstíll | Breytt 6.6.2008 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Húmorslaust pakk..
5.6.2008 | 11:50
..leynist víðar en í múslímalöndum greinilega. Ég get ekki ímyndað mér að það að gera grín að Rannsóknarréttinum sem allir vita að var skelfileg stofnun, argasta afturhald og bremsa á framfarir, geti talist guðlast. Þeir prelátar sem þar sátu voru eingöngu að reyna að viðhalda völdum kirkju sem var búin að fjarlægjast upphaflegt markmið sitt svo að skömm var að. Ég held að kaþólikkar ættu bara að hlæja með og gleðjast yfir því að andi mannsins lifði af tilraunir réttarins til að kæfa hann, en ekki hundmóðgast og feta í fótspor Rannsóknarréttarins. En gera þeir það? E - Nei.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Segja upp viðskiptum við Símann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einn stílhreinasti og fegursti minjagripur íslenzkrar gamallar byggingarlistar, sem til er
5.6.2008 | 09:19
Þetta sagði Dr. Kristján Eldjárn um Víðimýrarkirkju í Skagafjarðarprófastdæmi.
Hún var friðlýst árið 1936 og komst þá í eigu Þjóðminjasafnsins. Samkvæmt ákvæðum frá þeim tíma er hún einnig sóknarkirkja Víðimýrarsóknar.
Á Víðimýri hefur verið bændakirkja frá fornu fari og hafa margir merkir klerkar þjónað staðnum, þ.á.m. Guðmundur góði Arason, sem varð síðar biskup á Hólum 1203 - 1237. Fyrstu heimildir eru frá því fljótlega eftir kristnitöku árið 1000, en hún var ekki talin sóknarkirkja fyrr en árið 1096. Það er ekki vitað hver lét reisa kirkjuna. Húnn hefur verið nokkuð rúm, því að í henni voru sögð vera 4 ölturu, eitt háaltari og þrjú utar í kirkjunni. Víðimýrarkirkja var helguð Maríu mey og Pétri postula.
Núverandi kirkja var byggð 1834-35. Jón Samsonarson, alþingismaður og bóndi í Keldudal, var yfirsmiður. Byggingarefni var rekaviður utan af Skaga og torf úr landi Víðimýrar. Innviðir kirkjunnar eru að mestu leyti hinir upprunalegu, en torf hefur verið endurnýjað. Kirkjan er með spjaldþiljum í trégrind og reisifjöl á þeskju en það varð ríkjandi trésmíð á húsum hérlendis upp úr miðri 18. öld. Á stöfnum og yfir prédikunarstól eru gluggar. Kirkjugarður er ferhyrndur, var áður sporöskjulaga, hlaðinn úr torfi og grjóti. Sáluhliðið er á upprunalegum stað og í því hanga klukkurnar. Ýmsir gamlir munir eru í kirkjunni úr eldri kirkjum á staðnum, t.d. prédikunarstóllinn, sem er mjög gamall. Altaristaflan er dönsk frá árinu 1616.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frá tímum kalda stríðsins
5.6.2008 | 09:11
Þessa litlu útfærslu af trúarjátningunni fann ég vélritaða á smá snepil innan í gamalli bók sem heitir Heimurinn Þinn. Hún er auðsjáanlega frá upphafi niunda áratugarins er kalda stríðið stóð í algleymingi og Ronald Reagan og Yuri Andropov stjórnuðu heiminum. Ég vona að enginn kæri mig fyrir guðlast þó ég smelli þessu hérna inn:
Ég trúi á Andreaganopov stjórnendur himins og Jarðar. Ég trúi á kjarnorkuvopn, þeirra einkavopn, sem getin voru og fædd af vísindamönnum, prófuð, reynd og sprengd í Nevadaeyðimörkinni og Síberiu. Varpað á Hiroshima og sýndu mátt sinn í upprisu geislavirku gorkúlunnar. Eru tengd hnappi við hægri hönd Andreaganopov og munu þaðan koma til að drepa óvinininn. Ég trúi á langdrægar kjarnorkueldflaugar, eftirlitskerfið, VarNatósjávarbandalagið, að við lifum af kjarnorkustyrjöld og fáum þar með eilíft líf.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Hættiði nú alveg!
5.6.2008 | 09:04
Ég er greinilega eitthvað pirraður í dag, þessi arfavitlausa hugmynd um skylmandi, boxandi ofur Sherlock fer hrikalega í taugarnar á mér.
Sennilega verður Jackie Chan fenginn til að leika Holmes svo hann verði nú örugglega nógu liðugur og fyndinn.
Guð hjálpi mér.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Nýr Sherlock Holmes fyrir nýja kynslóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Húmorslausa pakk
5.6.2008 | 09:00
Höldum okkur fjarri þessu liði, einfalt, öruggt og þægilegt!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Al-Qaeda var að hefna fyrir Múhameðsteikningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
At worlds end
4.6.2008 | 12:37
Skeggjastaðakirkja er í Skeggjastaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Skeggjastaðir eru bær, kirkjustaður og prestssetur við Bakkafjörð á Langanesströnd. Kirkjan, sem nú stendur, er úr timbri, byggð 1845, og því ein elzta kirkja Austurlands. Hún tekur u.þ.b. 100 manns í sæti.
Þakið er úr timbri, rennisúð að utan en skarsúð að innan, póstaþil er inni. Það var enginn turn á kirkjunni upphaflega, en hann ásamt viðbyggingu bættist við, þegar hún var tekin til gagngerðrar viðgerðar 1961-62. Í viðbyggingunni er forkirkja og skrúðhús. Kirkjunni var lyft og hún stendur nú á steyptum grunni. Gréta og Jón Björnsson skreyttu hana og máluðu. Prédikunarstóllinn er danskur, líklega frá fyrri hluta 18. aldar. O. Knippel málaði altaristöfluna 1857.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þar fór það
4.6.2008 | 12:16
Mig sem langaði svo að verða þjóðvarðliði!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins
![]() |
Skrækróma menn mega ekki verða þjóðvarðliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |