Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Verður ekki allt vitlaust?

Nú er viðbúið að einhverjum þyki þetta guðlast, þó það hafi ekki verið guðir sem þarna marseruðu í einni bunu. Að minnsta kosti myndu sum trúfélög missa sig og krefjast hefndar yfir hinum guðlausu!

Er það ekki annars?

P.s. Flottur búningur hjá þeim vantrúuðu.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætið ykkar

Úr frumvarpi til laga um meðferð sakamála.
XIII. KAFLI
Handtaka.
90. gr.

    Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, til að tryggja návist hans eða öryggi hans eða annarra ellegar til að koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.
    Nú verður uppþot eða fjölmennar óeirðir brjótast út sem hafa haft eða gætu haft í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku og er þá lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða háttsemi.
    Auk þess sem kveðið er á um í öðrum lögum er lögreglu enn fremur heimilt að handtaka mann:
    a.      ef hann neitar að segja til nafns og deili á sér að öðru leyti, enda sé það nauðsynlegt í þágu rannsóknar,
    b.      ef hann hefur verið kvaddur til að gefa skýrslu hjá lögreglu sem sakborningur en ekki sinnt kvaðningu,
    c.      ef hann hefur ekki að forfallalausu sinnt fyrirkalli eða mætt til að gefa skýrslu í sakamáli,
    d.      ef hann hefur leyfislaust horfið úr gæsluvarðhaldi eða rofið bann skv. 1. mgr. 100. gr.


Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Mótmæli gegn eldsneytisverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt

Vill einhver útskýra fyrir mér hvers vegna Glitnir fær peningana úr því mennirnir voru sýknaðir í Hæstarétti? Eða er það náttúrulögmál á Íslandi að bankarnir sigra alltaf?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Peningarnir komnir til Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðabólstaður

Breiðabólstaðarkirkja 

Breiðabólsstaður hefur lengi verið er kirkjustaður eða frá árinu 1106.  Núverandi kirkja á Breiðabólsstað var byggð 1893 svo hún er meira en 100 ára gömul. Altaristaflan sýnir mynd af Jesú þegar hann er að  blessa börnin.

Tannaduld

Ég þekkti einu sinni mann sem var með duldar tennur. Hann sagðist stundum vera haldinn tannaduld.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Öfunduð af tönnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá dagsins

Sporðdreki: Þín sterka hlið er ófyrirsjáanlegar uppákomur. Þegar aðrir eru enn hissa, er þú farinn að spyrja þig hvað þú getir fengið út úr þessum aðstæðum.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Péturskirkjan

peturskirkja 

Ekki í Róm, heldur á Akureyri. Katólska kirkjan keypti tvö hús þar í bæ árið 1954.  Annað var notað fyrir kapellu og þar bjó löngum prestur.  Líknarsystir frá Írlandi hefur séð um hana síðan 1995 og safnað saman katólikkum til messu, sem prestur frá Reykjavík annast.  Söfnuðurinn stækkaði verulega og því voru gerðar áætlanir 1998 um að breyta öðru húsinu í kirkju með safnaðarsal.  Umsjón með verkinu hafði Aðalgeir Pálsson og Kristjana Aðalgeirsdóttir, arkitekt gerði teikningar að breytingunum.  Jóhannes Gijsen, biskup, blessaði kirkjuna 3. júní 2000 og nefndi hana Péturskirkju.  Jafnframt stofnaði hann Péturssöfnuðinn, sem nær til Norður- og Austurlands.  Prestur býr að Eyrarlandsvegi 26 við hlið kirkjunnar auk þriggja karmelsystra af guðlegu Hjarta Jesú.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Ljóð dagsins

Bankrobber

Þetta gamla góða Clash lag er talsvert spilað á Útvarpi Sögu þessa dagana, í acapella flutningi hljómsveitarinnar Chumbawamba. Margir kannast við þá sveit fyrir lagið Tumthumping sem var gríðarvinsælt fyrir einhverjum ellefu árum eða svo.

MY DADDY WAS A BANKROBBER
BUT HE NEVER HURT NOBODY
HE JUST LOVED TO LIVE THAT WAY
AND HE LOVED TO STEAL YOUR MONEY

SOME IS RICH, AND SOME IS POOR
THAT'S THE WAY THE WORLD IS
BUT I DON'T BELIEVE IN LYING BACK
SAYlN' HOW BAD YOUR LUCK IS

SO WE CAME TO JAZZ IT UP
WE NEVER LOVED A SHOVEL
BREAK YOUR BACK TO EARN YOUR PAY
AN' DON'T FORGET TO GROVEL

THE OLD MAN SPOKE UP IN A BAR
SAID I NEVER BEEN IN PRISON
A LIFETIME SERVING ONE MACHINE
IS TEN TIMES WORSE THAN PRISON

IMAGINE IF ALL THE BOYS IN JAIL
COULD GET OUT NOW TOGETHER
WHADDA YOU THINK THEY'D WANT TO SAY TO US?
WHILE WE WAS BEING CLEVER

SOMEDAY YOU'LL MEET YOUR ROCKING CHAIR
COS THAT'S WHERE WE'RE SPINNING
THERE'S NO POINT TO WANNA COMB YOUR HAIR
WHEN IT'S GREY AND THINNING

RUN RABBIT RUN
STRIKE OUT BOYS, FOR THE HILLS
I CAN FIND THAT HOLE IN THE WALL
AND I KNOW THAT THEY NEVER WILL

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Leikarinn og ráðherrann

Misjafnt hafast leikarinn og ráðherrann að. Leikarinn er of önnum kafinn við að láta okkur hinum líða vel til að muna að einhvern tíma þarf hann á eftirlaunum að halda. Ráðherrann hefur um margt annað að hugsa en almúgann. Eins og til dæmis að muna að einhvern tíma þarf hann á eftirlaunum að halda ...margföldum.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Leikkona fær ekki eftirlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndagagnrýni

Rétt fyrir klukkan fimm í dag datt ég inn á einhverja útvarpsstöð þar sem var á lærðan máta verið að fjalla um bíómynd. Þarna sátu þrjár manneskjur, þáttastjórnendur tveir og gagnrýnandinn. Hann talaði fram og til baka um kvikmyndina, myndina, þessa mynd og ég veit ekki hvaða orð hann notaði til að komast hjá að nefna þá mynd sem til umfjöllunar var á nafn. Auðvitað hefur það verið nefnt í upphafi spjallsins en ég hlustaði í rúmar þrjár mínútur, allt til enda og aldrei, ALDREI datt neinu af þessu fólki sem þarna sat að segja mér sem missti af innkynningunni um hvaða mynd var að ræða. Það var meira að segja látið hjá líða meðan verið var að stjörnumerkja myndina og í útkynningu var nafn hennar ekki nefnt heldur. Þetta pirraði mig rosalega þó mig hafi, af mínu alkunna hyggjuviti farið að renna í grun að um væri að ræða Beðmál í borginni. Ég er þó auðvitað ekkert alveg viss, enda sagði enginn mér það.

Garg!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband