At worlds end

skeggst

Skeggjastaðakirkja er í Skeggjastaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Skeggjastaðir eru bær, kirkjustaður og prestssetur við Bakkafjörð á Langanesströnd. Kirkjan, sem nú stendur, er úr timbri, byggð 1845, og því ein elzta kirkja Austurlands. Hún tekur u.þ.b. 100 manns í sæti.

Þakið er úr timbri, rennisúð að utan en skarsúð að innan, póstaþil er inni. Það var enginn turn á kirkjunni upphaflega, en hann ásamt viðbyggingu bættist við, þegar hún var tekin til gagngerðrar viðgerðar 1961-62. Í viðbyggingunni er forkirkja og skrúðhús. Kirkjunni var lyft og hún stendur nú á steyptum grunni. Gréta og Jón Björnsson skreyttu hana og máluðu. Prédikunarstóllinn er danskur, líklega frá fyrri hluta 18. aldar. O. Knippel málaði altaristöfluna 1857.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er fallegt á heimsenda.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.6.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Linda litla

Þetta er falleg gömul kirkja.

Linda litla, 4.6.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mjög falleg kirkja norður á hjara veraldar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hún er falleg og mjög vel við haldið.

Markús frá Djúpalæk, 4.6.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það er greinilega fallegt á heimsenda

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er þá bara enn eitt sem við bloggvinkonur þínar eigum sameiginlegt með húsunum þínum á heimsenda, Markús minn.. elskan!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.6.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband