Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Já....
19.6.2008 | 21:14
Sporðdreki: Einhver vill að þú skuldbindir þig af meiri alvöru. Hann hefur kannski ekki sagt það, en þú veist hann mun. Vertu tilbúinn með svarið.
Hux hux.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eðlileg ályktun
19.6.2008 | 13:23
..að telja að Van den Vaart (borið fram fart) sé sá seki.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Hollendingar að kafna í prumpfýlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þurfti umhverfisráðherra og hinir sex að vera þarna?
19.6.2008 | 12:19
Öll verðum við að laga okkur að hinum breyttu utanaðkomandi aðstæðum, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar og opinberir aðilar. Sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í tyllidagsávarpi sínu sautjánda júní síðastliðinn og bætti við: Eina leiðin í því efni, sem skilar varanlegum árangri, er að draga úr notkuninni með minni akstri og betri nýtingu, notkun sparneytnari ökutækja, tilflutningi yfir í aðra orkugjafa o.s.frv. en einnig ...að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú spyr ég, hvaða gagn var að stjórnmálafræðingi frá Háskóla Íslands og Johns Hopkins University, Paul H. Nitze School of Advanced International Studies ásamt sex manna fylgdarliði, við að fanga hvítabjörn? Hefði ekki verið nær að spara þær krónur sem þetta kostaði, þó ekki væri nema til að sýna gott fordæmi? Eða erum það bara við sem eigum að herða ólina og spara og spara og spara.... ?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Ráðuneytið greiðir fyrir leiguflug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spá dagsins
18.6.2008 | 11:43
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hollustan í fyrrirúmi
18.6.2008 | 09:44
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Leikskólabörn gæða sér á snúðum og kókómjólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sælan, sandurinn og sólin
13.6.2008 | 13:01
Sungið við lagið Top of the world. Gunnar Ásgeir Ásgeirsson á textann.
Sumarið er komið enn á ný
Já ég hlakka ávalt til að far´ í frí
Fljúga til útlanda
Liggja sólbaði í
Já það verður ekki mikið betra en það
Það sem að ég þarf að hafa með
Það er sundskýlan og vegabréfið mitt
Kannski smá gjaldeyrir
Einnig sólarkremið
Og þá flyt ég eflaust aldrei aftur heim
Sælan, sandurinn og sólin
Þetta er næstum eins og jólin
Því að ég þreyttur er á klakanum um sinn
Fara vinnuna í, ligg´í þunglyndi hví?
Borga bensínið og nefskattinn minn
Mig langar ekk´að flytja aftur heim
Já í útlandinu finn svo góðan keim
Góði maturinn hér
Sæta stúlkan með mér
Já er lífið ekki yndislegt í dag?
Á íslandi ég seldi húsið mitt
Einnig gæti hjólhýsið nú orðið þitt
Já ég ástfanginn er
Á heitri sólarstönd hér
Það er brúðkaup hér á benídorm í haust
Sælan, sandurinn og sólin
Þetta er næstum eins og jólin
Því að ég þreyttur er á klakanum um sinn
Fara vinnuna í, ligg´í þunglyndi hví?
Borga bensínið og nefskattinn minn
Sælan, sandurinn og sólin
Þetta er næstum eins og jólin
Því að ég þreyttur er á klakanum um sinn
Fara vinnuna í, ligg´í þunglyndi hví?
Borga bensínið og nefskattinn minn.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Hillur verslana á Spáni að fyllast á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Viðbrögð manns sem sem hefur engin svör
13.6.2008 | 12:36
Geir H. Haarde forsætisráðherra sakaði fréttamann Markaðarins um dónaskap þegar hann innti ráðherra eftir aðgerðum í efnahagsmálum, í morgun, föstudaginn 13. júní 2008.
Hlutabréf halda áfram að lækka, krónan veikist, skuldatryggingaálag á bankana er farið að stíga á ný og sífellt verður dýrara fyrir fyrirtæki sem og ríkið að taka lán.
Eftir skellinn um páskana batnaði ástandið og forsætisráðherra státaði sig af því að ríkið hefði sparað peninga með því að fresta lántöku, líklega var beðið enn betri tíma. Þeir hafa hins vegar versnað sem og kjörin. Fjölmargir sem Markaðurinn hefur haft samband við hafa sagt að ríkið þurfi að ráðast í lántöku, þó svo kjör séu slæm, og það áður en þjóðfélagið fer á hliðina.
Sindri Sindrason, fréttamaður Markaðarins, beið eftir forsætisráðherra við Stjórnarráðið í morgun og hugðist spyrja hann um hugsanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hér á eftir fara samskipti þeirra.
Sindri: Jæja, hvar eru peningarnir sem eiga að komast inn í landið?"
Geir: Á þetta að vera viðtal?
Sindri: Já, ég myndi vilja heyra aðeins um þetta..."
Geir: Þú verður að hafa samband fyrir fram."
Sindri: Geir, þjóðin náttúrlega bíður eftir einhverjum aðgerðum frá ríkisstjórninni. Geturðu ekki gefið okkur smá komment?"
Geir: Ég vildi gjarnan gera það, Sindri, ef þú hagaðir þér ekki svona dónalega."
Síðan skellti Geir hurð á nefið á Sindra. (visir.is)
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Minna um óhöpp á föstudaginn 13. en aðra föstudaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Snemma beygist krókurinn
12.6.2008 | 22:09
En það sem ekki kemur fram í fréttinni er hvernig þetta byrjaði allt.
Það getur nefnilegaa gengið á ýmsu þegar reynt er að fá yngstu kynslóðina til að
borða það sem er á boðstólnum og klára af disknum. Frakkinn sem hér er sagt frá var
orðinn langþreyttur á stríðinu í kringum matarborðið og þrjósku
sonarins sem vildi ekki klára matinn.
Hann sagði því við strákinn: Ég kæri þig til lögreglunnar ef þú
klárar ekki af disknum. (á frönsku að sjálfsögðu)
Strákur lét ekki segjast en til að kanna alvöruna á bak við orð föður
síns gekk hann niður á lögreglustöð og spurði: Hefur pabbi verið
hérna til að kæra mig fyrir að klára ekki af disknum?
Lögreglumaðurinn á vakt var fljótur að fatta um hvað málið snérist og
sagði: Mais Oui, vinur minn, hann gerði það.
Þá setti strákur í brýrnar og sagði hinn fúlasti: Það var týpískt
(le typical)
Hann kærir mig en svíkst sjálfur um að borga afnotagjaldið af
sjónvarpinu, keyrir um á óskoðuðum bíl og eimar spíra í kjallaranum.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Eftirlýstur maður handtekinn hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndbirtingar
12.6.2008 | 10:41
Nú hafa birst myndir af sakborningi þessa máls í nokkrum fjölmiðlum. Það er búið að kveða upp dóm og konan sannanlega sek, en ég held að almenningi stafi ekki mikil hætta af henni. Ég sé ekki alveg tilganginn með því að birta af henni þessar myndir, þegar aðrir eru látnir óáreittir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins
![]() |
13 sakfelldir í Tryggingastofnunarmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hugsaði einmitt...
11.6.2008 | 13:51
...þegar ég sá fyrirsögnina: "Ekki láta þessa frétt vera um Madonnu". Mér finnst hún of ung til að vitnað sé í hana með svona fyrirsögn. Ég spyr bara næstum eins og hún: Á maður bara að fá sér pípu og flókaskó og bíða eftir að deyja, þegar maður verður fertugur?
Garg í sólskini.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Ekki of gömul til að vera kynvera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)