Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Skipið

- mögnuð spennusaga.

Ég ligg heima í flensu og hef notað hitamókið til að lesa hina mögnuðu spennusögu Skipið eftir Stefán Mána, sem út kom árið 2006. Og nú er lestrinum lokið.

Fólk hefur verið óspart á lofið á þessa bók og ég er sammála, hún er æsispennandi frá upphafi til enda, það er mjög sjaldgæft líka að spennusaga haldi áfram að velkjast í kollinum á manni löngu eftir að síðustu setningarnar hafa síast inn í kollinn.

Í upphafi fléttar Stefán Máni saman lífi nokkurra manna sem lenda fyrir gráglettni örlaganna saman um borð í manndrápsfleyinu Per Se. Hver hefur sinn djöful að draga og hver tekur á því með sínum hætti. Sumir eru mjög sterkir og einn eða tveir gætu bókstaflega kallast illir, á meðan einn eða tveir aðrir væru það sem flestir myndu bara kalla eymingja.

Það gerist margt skuggalegt á þessarri feigðarsiglingu sem kannski borgar sig ekki að rekja hér en Stefáni tekst snilldarlega að halda manni við efnið allan tímann og rúmlega það. Ég mæli með að fólk lesi þessa bók í flensu eða öðrum veikindum því þá lifir maður sig enn betur inn í vanlíðan skipverjanna.

Ég er enn að reyna að skilja endi bókarinnar og verð örugglega að því þar til rennur upp fyrir mér ljós og ég átta mig á hvernig þetta fór allt saman.

Bara eitt nöldur í lokin, heita gluggar á skipum ekki kýraugu?


Glæpurinn

Ertu einlægur aðdáandi dönsku þáttanna um glæpinn? Hefur þú núna velt fyrir þér í gegnum 19 þætti hver geti hugsanlega verið morðinginn? Taktu þátt í þessarri litlu könnun sem ég setti hér til hliðar - hver er eiginlega morðinginn?

 


Maðurinn er snillingur

Takk fyrir að vera til, Ómar Ragnarsson.
mbl.is Ómar rímar við Kírgistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt af ruv.is

Eigum við að vera róleg?

 

Lögregla í Svíþjóð og Noregi hefur handtekið 6 menn grunaða um að safna fé til hryðjuverkastarfsemi. 3 mannanna voru teknir í Ósló og 3 í Stokkhólmi í samræmdum aðgerðum lögreglu. Lögreglan á báðum stöðum segir málið mjög alvarlegt en vill ekki upplýsa um hvar átti að vinna ódæðisverk. Hjá einum mannanna fundust upplýsingar um verustað manns sem teiknað hefur myndir af Múhameð í þarlend blöð.

Lögreglan í Ósló segir að málið sé sérlega alvarlegt vegna þess að á síðustu vikum hafa komið fram upplýsingar um að hryðjuverkamenn láti unglinga af afrískum uppruna safna fé í landinu til að fjármagna ódæðisverk í Austur-Afríku.

Í morgun var látið til skarar skríða og lykilmenn í þessari starfsemi, að því er lögregla telur, handteknir.

Lögreglan vill ekki upplýsa um hvar nota átti féð en segist þess fullviss að hryðjuverk hafi verið á döfinni - þó ekki endilega á Norðurlöndum. Þó vekur það óhug að hjá einum mannanna fannst teikning sem sýnir hvar Svínn Lars Vilks býr. Hann hefur teiknað myndir af spámanninum Múhameð í sænsk blöð og verið hótað lífláti og fer nú huldu höfði.

Allir hinna handteknu eru frá Sómalíu og tengja peningasendikerfi sem kallast Hawala og byggir á að koma söfnunarfé úr ýmsum löndum heim til Sómalíu. Lögreglu hefur lengi grunað að þetta kerfi væri notað til að standa straum að illvirkjum einkum meðal múslíma í Austur-Afríku.

Yfirmaður norsku leynilögreglunnar, Jörn Holm, sagði í morgun að full ástæða væri til að ætla að hættulegir hryðjuverkahópar störfuðu í landinu. Þó væri um fáa menn að ræða en þeir reyndu að fá saklausa unglinga í lið með sér við að safna fé með betli og smáránum.

 


камень хочу ракета

жизнь цвет рука дерево рука камень хочу ракета живот мода шея борщ палец.нога суп вот тарелка обувь цвет человек мода жизнь борщ рот крот.хочу вилка мир камень рот борщ шея камень мир кран жизнь танк.


10

0corvetteTil að fara um svona svöl gatnamót þarftu að eiga svalan bíl. Hér er listi sem ég fann einhvers staðar yfir 10 svölustu bíla sögunnar:

10. Jaguar E

9. Aston Martin DB5
8. Lancia Stratos
7. Mercedes-Benz 300SL Gullwing
6. Duesenberg J/SJ/SSJ
5. Citroen DS
4. Jaguar XK120
3. Shelby Cobra
2. Porsche 911
1. 1963-1967 Chevrolet Corvette Sting Ray

Svo er bara að velja sér einn svalan.


mbl.is Vilja umferðarmengunina í göng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Who cares?

...hennar ákvörðun. Kemur mér ekkert við.
mbl.is Ekkert kynlíf í hálft ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegur fréttaflutningur

Á visi.is er frétt um þvagleggsmálið svokallaða sem átti sér stað á Selfossi. Það mál átti sér stað í mars á síðasta ári, þegar tekið var þvagsýni úr konunni með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar.

Þetta mál er bloggurum og öðrum auðvitað, án efa í fersku minni. Enda viðbrögðin við hamagangingum í sýslumanni og fulltrúum hans við að ná þvagsýni úr konunni mjög sterk.

Nú hefur visir.is bætt um betur.  Fréttin þar fjallar um að dómur hafi fallið í málinu gær og konan svift ökuleyfi í eitt ár og til eins árs skilorðsbundins fangelsis auk þess sem hún er dæmd til að greiða sakarkostnað. Kannski þungur dómur veit það ekki, en þyngsta dóminn yfir konunni kveður ritstjórn visis.is því þeir birta mynd af henni ásamt fullu nafni. Það vantar ekkert nema heimilisfang og skóstærð.

Svo veigra menn sér við að birta myndir af nauðgurum og barnaníðingum, á grundvelli einhverrar persónuverndar...

Sem dæmi um það er ný frétt á þessum sama vefmiðli:

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórtán ára stúlku sem gætti tveggja sona hans.

Síðan eru málsatvik rakin en ekkert meir... engin mynd, ekkert nafn.

 


Dauðans vitleysa er þetta!

03pigs0grisliÞað er engum greiði gerður með svona ákvörðunum. Sparigrísir hafa verið til næstum eins lengi og fólk hefur sparað peninga, og ef það á að fara að breyta grísunum þremur í gömlu evrópsku ævintýri í kettlinga og Grislingi hinum síhrædda í veit ekki hvað held ég að sé kominn tími til að við hugsum okkar gang!

Það að við megum ekki halda í einhverjar hefðir okkar til þess að móðga ekki einhverja með aðra siði er meiri rasismi en sá sem verið er að reyna að eyða með þessum kjánalegu ákvörðunum.

Hættiði þessu!

Viðbót kl. 12:54 27.febrúar 2008. Nú er því haldið fram að hér sé flökkusaga á ferð og stólpagrín gert að moggabloggurum fyrir að missa sig yfir þessu. En hvort sem þetta er grín, flökkusaga eða eitthvað annað, breytir það ekki þeirri staðreynd að við Vesturlandabúar erum búnir að gefa eftir á mörgum sviðum af ótta við að móðga fólk af öðrum uppruna, af annarri trú. Nægir þar að nefna x-mas og holiday þvæluna hjá enskumælandi og fjarlægingu svínakjöts af matseðli grunnskólanemenda víða um lönd. Margvísleg önnur dæmi má örugglega nefna, og þessi frétt var ekkert ólíklegri en annað varðandi þjónkun okkar við aðflutta. Þessum orðum mínum má ekki taka taka þannig að ég hafi eitthvað á móti innflytjendum eða öðrum trúarbrögðum en kristni, en það er alger óþarfi að steingelda allt til þess eins að komast hjá því að móðga nokkurn mann. Það gengur ekki upp, sá sem ætlar að þóknast öllum, þóknast engum.


mbl.is Sótt að gríslingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Barack Obama Messías?

"... a light will shine through that window, a beam of light will come down upon you, you will experience an epiphany ... and you will suddenly realize that you must go to the polls and vote for Obama" - Barack Obama Lebanon, New Hampshire.
January 7, 2008.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband