Undarlegur fréttaflutningur

Á visi.is er frétt um þvagleggsmálið svokallaða sem átti sér stað á Selfossi. Það mál átti sér stað í mars á síðasta ári, þegar tekið var þvagsýni úr konunni með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar.

Þetta mál er bloggurum og öðrum auðvitað, án efa í fersku minni. Enda viðbrögðin við hamagangingum í sýslumanni og fulltrúum hans við að ná þvagsýni úr konunni mjög sterk.

Nú hefur visir.is bætt um betur.  Fréttin þar fjallar um að dómur hafi fallið í málinu gær og konan svift ökuleyfi í eitt ár og til eins árs skilorðsbundins fangelsis auk þess sem hún er dæmd til að greiða sakarkostnað. Kannski þungur dómur veit það ekki, en þyngsta dóminn yfir konunni kveður ritstjórn visis.is því þeir birta mynd af henni ásamt fullu nafni. Það vantar ekkert nema heimilisfang og skóstærð.

Svo veigra menn sér við að birta myndir af nauðgurum og barnaníðingum, á grundvelli einhverrar persónuverndar...

Sem dæmi um það er ný frétt á þessum sama vefmiðli:

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórtán ára stúlku sem gætti tveggja sona hans.

Síðan eru málsatvik rakin en ekkert meir... engin mynd, ekkert nafn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Manneskja ekur undir áhrifum, slæst og rífst við gæslumenn og heilbrigðisstarfsfólk. Neitar svo að leyfa að sanna eða afsanna það sem hún er sökuð um. Engin miskunn eða vorkunn frá mér.

Beturvitringur, 27.2.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei mér finnst þetta nú óþarfi.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst þetta í einu orði sagt ÖMURLEGT.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband