Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Kemur kannski ekki á óvart

Það er orðið svo mikið af kvikmyndahátíðum út um allt sem eru jafnvel áhugverðari og nær fólki en þessi Óskarsverðlaunahátíð, þeir sem sitja heima í stofu eru búnir að sjá þetta allt 32 sinnum áður með mismunandi leikurum. Svo hefur verkfall handritshöfunda örugglega sett strik í reikninginn, því menn gerðu því allt eins skóna að engin hátíð yrði haldin þetta árið. Af þeim sökum var fólk og fjölmiðlar ekki eins mikið að velta fyrir sér vali Kvikmyndaakademíunnar. En niðurstaða liggur fyrir, en það eru breyttir tímar. Áður voru myndir sem unnu til verðlauna á þessarri hátíð auglýstar í hástert sem Óskarsverðlaunamyndir, en það virðist skipta minna máli nú um stundir.

Kannski er það bara ég sem er orðinn gamall. En kannski ekki.

Vonandi verður meira stuð í kringum Óskarinn að ári, Eyjólfur þarf að hressast!


mbl.is Áhorf á Óskarsverðlaun í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forbrydelsen

0forbrydelsenErtu einlægur aðdáandi dönsku þáttanna um glæpinn? Hefur þú núna velt fyrir þér yfir 19 þáttum hver geti verið morðinginn? Langar þig að setjast niður og spjalla við aðra um hvernig þér finnst þættirnir og hver geti hugsanlega verið morðinginn? Ef þú ert á þessarri línu langar mig að biðja þig að hafa samband við mig því mig langar að fá tvo forfallna Glæps-aðdáendur í Síðdegisútvarpið á Sögu á morgun til að spjalla um þættina, hugsanlegan morðingja og annað sem tengist þessum frábæru þáttum. Hafðu samband við mig hér, eða í netfangið markusth@internet.is .

 


Það eru ekkert allir framsóknarmenn slæmir...

Þetta hefur auðvitað ekkert með fréttina að gera, mig langaði bara að létta ykkur lundina:
Nemandi í samvinnuskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í kaupfélagi út á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt að var fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á unga manninn þótt hann væri óreyndur og ákvað að ráða hann til reynslu. Hann sagði unga manninum að mæta næsta morgun og um kvöldið myndi hann síðan ákveða hvort hann fengi vinnuna eða ekki. 
Kvöldið eftir spurði kaupfélagsstjórinn unga manninn hvernig hefði gengið og hvað hann hefði afgreitt marga. "Bara einn" sagði drengurinn. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið og spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið. "Fimm miljónir, eitthundrað níutíu og þjúþúsund" sagði afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann.
                               
"Hvað seldir þú honum eiginlega", spurði kaupfélagsstjórinn hissa? "Jú, sjáðu til" sagði drengurinn. "Fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstórann öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo að ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Land Rover".  
                          
Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði: "Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn litinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl!"                                                                                                                                    

"Nei,nei" sagði strákurinn. "Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða.... 

mbl.is Geir nýtur mests trausts en Vilhjálmur minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fer fólk svona illa með börn?

Hvernig stendur á því að fólk sem er ráðið til að annast minnstu og hjálparlausustu þegna þessa og annarra landa getur fengið af sér að koma svona hræðilega fram við þá?

Hérna er ein skelfileg frétt af ruv.is 

Grunur leikur á að 7 börn hafi verið myrt á bresku upptökuheimili fyrir nokkrum áratugum síðan. Líkamsleifar eins þeirra fundust um helgina en rannsókn á illri meðferð barna sem þar voru vistuð hefur staðið yfir í hálft annað ár.

Í nóvember síðastliðnum höfðu 140 gefið sig fram og lýst hvernig þau voru misnotuð á kerfisbundinn hátt af starfsmönnum. Fyrir um mánuði var svo karlmaður ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur barnungum stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu á árunum 1969-1979.

Eyjan Jersey á Ermarsundi er vettvangur þessara óhugnanlegu atburða en á þessu upptökuheimili voru börn með félagslega erfiðleika vistuð allt til ársins 1986.

Síðan þá hefur farfuglaheimili verið starfrækt á staðnum. Haustið 2006 vaknaði grunur um að ekki hefði verið allt með felldu á heimilinu og hófst þá rannsókn á hvort börnin hefðu sætt illri meðferð. Í nóvember síðastliðnum höfðu 140 gefið sig fram og lýst hvernig þau voru misnotuð á kerfisbundinn hátt af starfsmönnum.

Fyrir um mánuði var svo karlmaður ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur barnungum stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu á árunum 1969-1979. Um helgina komst hins vegar rannsóknin á nýtt stig þegar sporhundur fann hauskúpu af barni undir steinsteyptu gólfi í aðalbyggingu heimilisins. Aldur og nafn barnsins er ennþá óþekkt en talið er að það hafi látist snemma á níunda áratugnum.

Þá hefur sporhundurinn sýnt 6 öðrum stöðum á lóð heimilisins mikinn áhuga og óttast lögregla að þar séu líkamsleifar fleiri barna að finna. Yfirmaður rannsóknarinnar sagði í samtali við fjölmiðla í gær að á næstu dögum verði grafið á þessum stöðum og allt svæðið fínkembt að öðru leyti í leit að vísbendingum. Erfitt gæti hins vegar reynst að bera kennsl á beinin þar sem upplýsingar um börnin sem hafi verið vistuð á heimilinu séu oft ófullkomnar. Á annan tug manna er grunaður um aðild að málinu og verða þeir yfirheyrðir eins fljótt og kostur er.


Eurovision lokafærsla - í bili

Eigum við að gamni að fara yfir þau lög og flytjendur sem við Íslendingar höfum sent í Eurovision keppnina og hvernig okkur hefur gengið hingað til?  Skoðum þetta aftur á bak:

2008 - This is my life - Eurobandið - keppir í síðari undanúrslitaþætti 22.maí næstkomandi.

2007 - Valentine Lost - Eiríkur Hauksson - 13.sæti undanúrslita með 77 stig.

2006 - Congratulations - Silvia Night - 13. sæti undanúrslita með 62 stig.

2005 - If I had your love - Selma Björns - 16.sæti undanúrslita með 52 stig.

2004 - Heaven - Jónsi - 19. sæti með 16 stig.

2003 - Open your heart - Birgitta Haukdal - 8. sæti með 81 stig.

2002 - Vorum við ekki með.

2001 - Angel - Two Tricky - 22. sæti með 3 stig.

2000 - Tell me - Einar Ágúst & Telma - 12. sæti með 45 stig.

1999 - All out of luck - Selma Björns - 2. sæti með 146 stig.

1998 - Vorum við ekki með.

1997 - Minn hinsti dans - Páll Óskar - 20. sæti með 18 stig (öll fengin frá þjóðum sem kusu með símakosningu).

1996 - Sjúbídú - Anna Mjöll Ólafsdóttir - 13. sæti með 51 stig.

1995 - Núna - Björgvin Halldórsson - 15. sæti með 31 stig.

1994 - Nætur - Sigga Beinteins - 12. sæti með 49 stig.

1993 - Þá veistu svarið - Ingibjörg Stefánsdóttir - 13. sæti með 42 stig.

1992 - Nei eða Já - Sigga Beinteins & Sigrún Eva - 7. sæti með 80 stig.

1991 - Draumur um Nínu - Stebbi & Eyvi - 15. sæti með 26 stig.

1990 - Eitt Lag enn - Stjórnin - 4. sæti með 124 stig.

1989 - Það sem enginn sér - Daníel Ágúst - 22. sæti með ekkert stig.

1988 - Þú og Þeir (Sókrates) - Sverrir Stormsker & Stefán Hilmarsson - 16. sæti með 20 stig.

1987 - Hægt og Hljótt - Halla Margrét - 16. sæti með 28 stig.

1986 - Gleðibankinn - ICY - 16. sæti með 19 stig.

Og eigum við ekki að láta vangaveltum um Eurovision lokið fram í maí?


Veðmálið

0socrates0Palli2Hann var nú alveg ágæt skemmtun, þessi löngu tímabæri lokaþáttur Laugardagslaganna. Gísli var ekkert alltof pínlegur og Ragnhildur Steinunn var í eftirtektarverðum kjól. Selma lék Silvíu Nótt ágætlega og Eyvi var ágætur Grétar Örvars. Annað kom nú ekki neitt verulega á óvart. Nema kannski Stefán Hilmarsson...

Eða hvað? 

Málið er nefnilega það, að nú skuldum við Sverrir Stormsker Páli Óskari sinn hvorn konfektkassann nr. 5 frá Nóa Síríus. Hann var sá eini okkar sem hafði rétt fyrir sér um hver hefði sigur í þessarri umdeildu keppni eftir viðtalið í Síðdegisútvarpi Útvarps Sögu síðastliðinn föstudag. Það kom svosem ekki á óvart að þau þrjú lög sem tróndu á toppnum skyldu gera nákvæmlega það. Röðin á þeim kom afturámóti (hugsanlega) mörgum í opna skjöldu, ég held að flestir hefðu veðjað á sigur Merzedes Club og Hey-lagsins Hó, það gerði Sverrir allavega. Ég veðjaði á sigur Doktoranna tveggja, kannski meira af vilja en mætti.  En Palli stóð með sínu fólki og uppskar eftir því. Nú á hann von á tveimur risastórum og rándýrum konfektkössum að launum fyrir það. Það verður að hrósa íslenzku þjóðinni fyrir að stuðla að því að Palli fengi konfektið sitt með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni.  Palli fær allavega slikkeríið í næstu viku. Kannski í beinni.

Nú verður bara að vona að Eurobandið standi sig í Serbíu og hverfi ekki innan um svipaða flytjendur með keimlík lög. Krossleggjum fingur og vonum það besta!

Ef illa gengur gætum við leitað til Stefáns Hilmarssonar í Vogunum að ári, hann virtist luma á ágætis lagi. Það þarf bara aðeins að vinna í textanum.


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saman eru þau ósigrandi

Skrifað á vegg á kvennaklósetti: "Maðurinn minn eltir mig
hvert sem ég fer"

 

Skrifað rétt fyrir neðan: " Nei það er ekki satt"


Afmæliskveðja

0JakobMig langar til að óska honum frænda mínum og bloggvini, Jakobi J. Jónssyni sem er búsettur á Trinidad innilega til hamingju með fertugsafmælið í dag! Lifðu vel og lengi frændi.

Allt að verða vitlaust

Nú hefur þeim Merzedes Club liðum borist liðsinni frá þekktu fólki. Myndband þar sem Pétur Jóhann, Sveppi, Auddi og knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson lýsa yfir stuðningi við lagið er nú að finna á YouTube.

Egill  Einarsson, einn forsprakka sveitarinnar, segir þá félaga afar hrifna af laginu, enda sé það stórgott, með afar grípandi texta.

Þeim Merzedes-mönnum er full alvara með framlaginu, og leiðist samanburðurinn við Silvíu Nótt. „Við leggjum mikinn metnað í þetta. Við ætlum ekkert að haga okkur eins og fífl þarna úti og verða þjóðinni til skammar" segir Egill, sem ætlar alla leið með lagið. „Eurovision 2009 verður haldið í Kórnum í Kópavogi ef við förum út."

Metnaðurinn nær ekki bara til söngæfinga og tónlistanáms. „Liturinn þarf að smella. Við vorum of brúnir síðast og ætlum ekki að láta það ekki gerast aftur," segir Egill, sem hefur þó langt því frá lagt vaxtarræktarbrúnku brúsann frá sér. „Það var ein umferð í gær, ein í dag, og önnur á morgun," segir Egill um smurningsáætlunina. Hann bætir við að það sé þó helmingi minna en síðast.

Heilsuátak

0solSennilega er hér á ferðinni áður óþekktur hópur manna sem er að berjast fyrir aukinni húð-heilsu dana. Allavega dettur mér það helst í hug...
mbl.is Kveikt í þriðju sólbaðsstofunni í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband