Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Volaða land

skitavedurgottvedurÉg slysaðist út í myrkrið og hraglandann og hugsaði allt í einu með mér hvað maður væri eiginlega að hanga hér á hjara veraldar í kulda og vosbúð, fátækur, hrakinn og smáður. Um það bil að verða skuldsettur næstu 200 árin, hið minnsta. Mér varð hugsað um að það eru lönd þar sem sólin skín, fuglarnir syngja í trjánum og hitastigið fer sjaldan niður fyrir 20 gráður. Lönd þar sem mér skilst að maturinn nánast vaxi á trjánum. Hvað er svona merkilegt við Ísland?

Nú ætla ég að leyfa þjóðskáldinu Matthíasi Jochumsyni sem þrátt fyrir allt, var nú oftar ansi kátur með Ísland, að eiga orðið, hann var frekar pirraður þarna kallinn:  

Volaða land,
horsælu hérvistar-slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!

Tröllriðna land,
spjallað og sprungið af eldi,
spéskorið Ránar af veldi,
tröllriðna land!

Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land!

Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!

Stórslysa land,
fóstrað af feiknum og raunum,
fóðrað með logandi kaunum,
stórslysa land!

Blóðrisa land,
mölvað af knútum og köglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land!

Vandræða land,
skakt eins og skothendu kvæði
skapaði Guð þig í bræði,
vandræða land!

Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!

Drepandi land,
hvað er það helzt sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land!

Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er,
vesæla land!

Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er bent vorum stöfnum,
hrafnfundna land!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðing

dongeir

Hér sést Geir Haarde votta Doninum virðingu sína. Erfðaprinsinn stendur álengdar.

Myndinni stal ég af flickr síðu og vona að höfundurinn verði ekki snarvitlaus yfir þjófnaðinum, þess utan er bloggfærslan alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is 100 þúsund kröfur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bóksali kveður þingsali

bjarniharðarson 

Ég hef alltaf kunnað vel við Bjarna Harðarson, sem manneskju og sem þingmann. Hann hefur virzt sannur maður, trúr eigin sannfæringu og hefur að mínu mati æ staðið vel fyrir sínu máli. Nú segir hann okkur að pólítízkt kapp hafi hlaupið sér í kinn, sem varð til þess að hann ákvað að vega að varaformanni Framsóknarflokksins, úr launsátri. Annað er því miður ekki hægt að kalla það sem gerðizt í gærkveldi. Bjarni kann að hafa sínar ástæður til að fara svona að, og auðvitað er það hans að útskýra það.  Mezta klúðrið var auðvitað að fleiri fengu skeytið en lagt var upp með í upphafi.

Það sem kemur upp í hugann þegar svona "slys" verða er hversu margvíslegt og mikið baktjaldamakk á sér stað í þingheimi og í öðrum valdastofnunum allt í kringum okkur. Mál sem við komumst aldrei á snoðir um, því fæstir eru jafn óheppnir og Bjarni Harðarson. Pukur og leynimakk virðist nefnilega vera alfa og omega þeirra sem völdin hafa. Hvað ætli sé til dæmis langt síðan Geir Haarde sagði okkur alveg satt?

Það hefur verið að renna upp ljós. Ljós sem kastað hefur verið á hvernig veröld valdanna gengur fyrir sig. Mig grunar að nú nálgist óðfluga sú stund að flestir gömlu íslenzku stjórnmálaflokkarnir liðist í sundur, hverfi jafnvel alveg, og til verði kraftmiklar hreyfingar fólksins í landinu. Fólks sem er löngu búið að gefast upp á því hvernig landinu er stjórnað með undirferli og bakstungum. Leyndarhjúpurinn er svo ægilega gamaldags.

En Bjarni Harðarson er maður að meiri vegna afsagnar sinnar. Nú er komið að öllum hinum, taki þeir til sín sem eiga.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zeitgeist í vikulokin

markúsáHalldór eGHV 

Aðalgestur okkar Halldórs E í Vikulokunum á Útvarpi Sögu í dag er Guðjón Heiðar Valgarðsson. 

Guðjón Heiðar er talsmaður 2000 manna Facebook hóps sem biðlar til Rúv um að sýna kvikmyndina Zeitgeist Addendum. Hann segir einhverja þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina hafa opnað blogg á mbl.is til þess að kynna myndina. Í vikunni var mörgum bloggum þeirra lokað. Guðjón  segist ekki vera reiður heldur hissa á viðbrögðunum. Guðjón segir kvikmyndina snerta á flestum flötum samfélagsins, hún fjalli um peningakerfið sem sé rót þess vanda sem nú ríki í heiminum.

Guðjón segist persónulega telja það vera lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga að sjá kvikmyndina. Hann segir að hann telji þær hugmyndir og upplýsingar sem komi fram í myndinni taki á rót þess vanda sem þjóðin standi nú frammi fyrir. Guðjón segir að hópurinn sé einungis að biðja um það að ein mynd verði sýnd og að þau séu nógu mörg til að réttlæta að það sé gert.

Auk heimsóknar Guðjóns fylgjumst við með mótmælum í miðborg Reykjavíkur, hlustendur velja mann vikunnar og James Bond verður að sjálfsögðu á sínum stað, svo eitthvað sé nefnt.

Sperrið eyrun og hlustið á Útvarp Sögu milli 13 og 16 í dag!


Bezta ávöxtunarleiðin - sú rússnezka?

vodka_putinka 

ЛИЧНО Я ВКЛАДЫВАЮ ДЕНЬГИ В ВОДКУ! ГДЕ ЕЩЕ МОЖНО ПОЛУЧИТЬ 40%?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Glitnir keypti hluti í verslanakeðjum af Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ræður á Íslandi?

Framan af degi kannaðist Geir Haarde ekki við 200 milljón dollara lán frá Pólverjum sem hann tilkynnti þjóðinni síðan um á blaðamannafundi klukkan 16. Annað hvort er hann orðinn ruglaður af stressi eða einhverjir aðrir en hin svokallaða ríkisstjórn Íslands annast viðræður um lán til landsins.

En kannski höfum við bara ekki gott af því að vita neitt, fyrr en Geir hentar.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur þetta verið tilviljun? Tvífarar dagsins

tvifarar

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Allar hliðar séu skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum við það svo skítt?

Ég fékk þessa frásögn, eins og svo margt annað, senda með tölvupósti og finnst hún þurfa að komast á framfæri.  

Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn
að því að hann fengi áframhaldandi styrk.

Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, og að það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin.
En ef reynt væri að útskýra hið Íslenskakreppuástand fyrir honum gæti það samtal orðið áeftirfarandi nótum.

*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!

Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?

*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.

Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þið þá ekki þak yfir höfuðið lengur!

*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáirheimilislausir á Íslandi.

En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?

*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.

Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.

*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.

Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.

*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð. En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að fara í stríð.

Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.

*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.

Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir.
Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?

*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru
á nýlegum bílum.

Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.

*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.

Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?

*Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.

Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.

Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Klanið burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfríið 2009?

sumarfri09

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Pólverjar munu lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Haarde gleðst

„Ég óska Barack Obama til hamingju með sögulegan sigur hans í bandarísku forsetakosningunum. Þátttakan í þeim er til marks um áhuga almennings og ákall eftir breytingum,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í DV í dag.

Skyldi Geir ekki hafa dottið í hug að fólk annars staðar í veröldinni, til dæmis á Íslandi kallaði líka eftir breytingum? Pæling.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Svipmynd: Maðurinn frá Kogelo skekur heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband