Zeitgeist í vikulokin

markúsáHalldór eGHV 

Aðalgestur okkar Halldórs E í Vikulokunum á Útvarpi Sögu í dag er Guðjón Heiðar Valgarðsson. 

Guðjón Heiðar er talsmaður 2000 manna Facebook hóps sem biðlar til Rúv um að sýna kvikmyndina Zeitgeist Addendum. Hann segir einhverja þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina hafa opnað blogg á mbl.is til þess að kynna myndina. Í vikunni var mörgum bloggum þeirra lokað. Guðjón  segist ekki vera reiður heldur hissa á viðbrögðunum. Guðjón segir kvikmyndina snerta á flestum flötum samfélagsins, hún fjalli um peningakerfið sem sé rót þess vanda sem nú ríki í heiminum.

Guðjón segist persónulega telja það vera lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga að sjá kvikmyndina. Hann segir að hann telji þær hugmyndir og upplýsingar sem komi fram í myndinni taki á rót þess vanda sem þjóðin standi nú frammi fyrir. Guðjón segir að hópurinn sé einungis að biðja um það að ein mynd verði sýnd og að þau séu nógu mörg til að réttlæta að það sé gert.

Auk heimsóknar Guðjóns fylgjumst við með mótmælum í miðborg Reykjavíkur, hlustendur velja mann vikunnar og James Bond verður að sjálfsögðu á sínum stað, svo eitthvað sé nefnt.

Sperrið eyrun og hlustið á Útvarp Sögu milli 13 og 16 í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég man ekki til þess að RUV og Mogginn hafi verið sérstaklega  tekin fyrir.

Ég var immit að pæla af hverju þessi mynd væri ekki sýnd.....

Ég held að Skjárin sé tilvalin til þess, svona rétt áður en hannn hverfur.

Ég verð sperrtur

Þórður Helgi Þórðarson, 8.11.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Jens Guð

  Strax eftir fréttir klukkan 3 spiluðuð þið létt rokklag með skemmtilega rifnum gítarhljóm.  Þið kynntuð ekki lagið.  Mér þótti þetta assgoti viðkunnanlegt lag og fannst sem ég kannaðist við söngstílinn.  Mér tókst þó ekki að kveikja á perunni og beið spenntur eftir að lagið yrði afkynnt. 

  Ég er forvitinn að vita hver flytjandinn var. 

Jens Guð, 8.11.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Jens, Þetta var hljómsveit gests þáttarins Guðjóns Heiðar Valgarðssonar. Flott grúppa greinilega!

Markús frá Djúpalæk, 8.11.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband