Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sakbitin sæla

Snillingar tveir halda úti útvarpsþætti kenndum við kvenkynsveru úr sæ, þar sem gestir eiga að viðurkenna sín hjartans mál. Þar á meðal nokkuð sem stjórnendur þáttarins kalla sakbitna sælu; tónlist sem viðkomandi gestur skammast sín kannski pínulítið fyrir að fíla í botn. Hér er dæmi um sakbitna sælu úr mínum ranni. Mér finnst þetta lag alveg yndislegt.

Þetta er fínasta söngkona amrísk, Juice Newton að nafni og hér syngur hún af hjartans list um hjartadrottninguna...

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins, og allt það kjaftæði.


Úrræði í kreppunni

Tveir félagar, þeir Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í
lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram.

Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur.
Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði. "Hvað er
rökfræði?" spyr Jói. Námsráðgjafinn svarar: "Leyfðu mér að koma með dæmi.
Áttu sláttuvél?" "Hana á ég," svarar Jói. "Þá geri ég ráð fyrir; og nota
rökfræði, að þú eigir garð," svarar námsráðgjafinn. "Mjög gott," segir Jói
hrifinn. Námsráðgjafinn hélt áfram, "rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú
átt garð, þá áttu líka hús." Yfir sig hrifinn hrópar Jói: "FRÁBÆRT!" "Og
fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu." "Hana Mæju!
Þetta er ótrúlegt!" "Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera
ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður," segir námsráðgjafinn. "Það er alveg
hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki
beðið eftir að byrja í rökfræði."

Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá. "Hvaða fög tekurðu?"
spyr Siggi. "Stærðfræði, sögu og rökfræði," svarar Jói. "Hvað í veröldinni
er rökfræði?" spyr Siggi. "Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?"
spyr Jói.
 
"Nei."
 
"Þá ertu hommi"

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Mest áhætta á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband