Volaða land

skitavedurgottvedurÉg slysaðist út í myrkrið og hraglandann og hugsaði allt í einu með mér hvað maður væri eiginlega að hanga hér á hjara veraldar í kulda og vosbúð, fátækur, hrakinn og smáður. Um það bil að verða skuldsettur næstu 200 árin, hið minnsta. Mér varð hugsað um að það eru lönd þar sem sólin skín, fuglarnir syngja í trjánum og hitastigið fer sjaldan niður fyrir 20 gráður. Lönd þar sem mér skilst að maturinn nánast vaxi á trjánum. Hvað er svona merkilegt við Ísland?

Nú ætla ég að leyfa þjóðskáldinu Matthíasi Jochumsyni sem þrátt fyrir allt, var nú oftar ansi kátur með Ísland, að eiga orðið, hann var frekar pirraður þarna kallinn:  

Volaða land,
horsælu hérvistar-slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!

Tröllriðna land,
spjallað og sprungið af eldi,
spéskorið Ránar af veldi,
tröllriðna land!

Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land!

Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!

Stórslysa land,
fóstrað af feiknum og raunum,
fóðrað með logandi kaunum,
stórslysa land!

Blóðrisa land,
mölvað af knútum og köglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land!

Vandræða land,
skakt eins og skothendu kvæði
skapaði Guð þig í bræði,
vandræða land!

Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!

Drepandi land,
hvað er það helzt sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land!

Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er,
vesæla land!

Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er bent vorum stöfnum,
hrafnfundna land!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Átthagafjötrar. Hæfileikar Houdinis myndu ekki duga sumum til að slíta sig lausa.

En það er hægt. Raunar alveg sáraeinfalt: Pakka niður, kveðja og fara.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.11.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vænlegt til vinsælda að vízitera tjallaveldið fazd, þessar vikurnar,,

Steingrímur Helgason, 12.11.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Beturvitringur

Helv. var Matti góður þegar hann var pisst. (ssh, yfirleitt alltaf)

Beturvitringur, 13.11.2008 kl. 01:57

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hér eiga sumir fasteignir sem ekki er hægt að koma í verð!

Það er að mínu mati ekki einfalt. 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 11:26

5 identicon

Þetta er ástæðan...


Ísland er land þitt og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér hvar sem þú fer.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir.
Ísland í vonanna birtu þú sér.
Ísland í sumarsins algræna skrúði.
Ísland með blikandi norðljósatraf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði.
Ísland er foldin sem lífið þér gaf.

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir.
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk sú lind sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin albjört sem dagur.
Íslensk er lundin með karlmennsku þor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.

Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma.
Íslandi helgar þú krafta og starf.
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf.

Margrét Jónsdóttir

NN (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Nei, ég skil að þeir sem eiga fasteignir séu í djöfuls dilemmu. Þeir gætu lent í því að leigja Pólverjum eða einhverjum útlendingaandskotum í hreinu ógáti. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.11.2008 kl. 15:06

7 Smámynd: Vignir Arnarson

ÉG GEF SKÍT Í LAND OG LÝÐ

LANGAR ÚT MEÐ FRÚNA

Á HEITUM SANDI HENNI "RUGGA"

VIÐ MEIGUM ALVEG MISSA TRÚNNA.

Vignir Arnarson, 13.11.2008 kl. 16:12

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég skil að fólk verði þungt og hrætt en mér líkar andinn í seinna ljóðinu mun betur. Enda ekki landið okkar sem hefur komið þjóðinni í það ástand sem að það er í núna....

Sporðdrekinn, 13.11.2008 kl. 20:38

9 identicon

Sæll Markús!!  Mg langar bara að þakka þér fyrir hjálpuna i sumar. Ferðin gekk vel miðað við aðstæður. Ég vona að þu ert ennþá að fylgast med siðubbi minn. Slóðin er  ra.bloggar.is  

Rakel Árnadóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 02:26

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Eg var heppin...  For af landinu i september, fyrir hrunid heima. Hef tad alveg agaett herna i Thailandi. Kvedja til ykkar heima i snjokomunni

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.11.2008 kl. 12:28

11 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu Markús!

Ósköp er þetta dapur texti. Komdu þér í jákvæða gírinn og fjærlægðu svona nokkuð um landið okkar yndislega.Þu átt að hafa aðeins meira þjóðarstolt

Að öllu gamni slepptu þá bið ég Guð að vera með þér og þínum.

   Næst þegar þú kemur verður kaffi og með því

         Kveðja úr Garðabæ  Halldóra Ásgeirsdóttir

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.11.2008 kl. 15:02

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Happybirthdayaquafairy.gif Happy birthday aqua fairy image by jdfangman

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.11.2008 kl. 10:22

13 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

MySpace and Orkut Flower Glitter Graphic - 7Til hamingju með afmælið

Sigríður Þórarinsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:31

14 Smámynd: Snorri Magnússon

Svona er ég slappur að muna afmælisdaga!!!  Þremur dögum síðar, nokkrum bloggfærslum og glitrandi jákvæðni myndunum hér að ofan man ég það eins og gerst hafi í gær minn kæri vin.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!  :-)  :-)

Snorri Magnússon, 20.11.2008 kl. 23:59

15 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ástarþakkir öll

Markús frá Djúpalæk, 21.11.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband