Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Viti vonarinnar!

Við vonum að það sem Nelson Mandela þurfti að upplifa meðan hann var í haldi stjórnarinnar í Suður-Afríku þurfi ekki að koma fyrir mjög marga, auðvitað helst engan. En það má samt ekki gleyma því að margir vitar vonar sitja fastir í varðhaldi víða um heim og því miður virðist því oft of lítill gaumur gefinn. Við megum ekki gleyma okkur þó málin komist í farsælan farveg á einum stað því víða eru verkin að vinna.
mbl.is Stytta af Mandela afhjúpuð í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert stefnum við?

Er Ísland kannski orðið þannig að 10% íbúanna búi við fátækt? Viðmiðið hvað fátækt er hefur líka breyst svo mikið á undanförnum árum og áratugum að einhver sem hefði kannski haft það takk bærilegt árið 1967 jaðraði kannski við að vera fátækur í samanburði við aðra í dag.

Þetta snýst nefnilega allt um samanburð.


mbl.is Ríflega tíundi hver Bandaríkjamaður býr við fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallelúja

Ég ætla bara að vona að öll öryggisgæsla sé í hæsta gæðaflokki þannig að Bleiki Pardusinn endurtaki sig ekki á Íslandi.
mbl.is Fyrsta demantasýningin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðslegt!

squattersÉg hef lent í því að það var brotist inn í bílinn minn. Það er skuggaleg tilfinning! Vita að einhver annar hefur vaðið yfir allt mitt á skítugum skónum til þess eins að ná sér í 5000 króna virði. Ég get ekki ímyndað mér hvernig fólki sem hefur haft einhvern óþjóðalýð HEIMA hjá sér, ruslandi og draslandi í öllu, gramsandi í verðmætum, skoðandi fjölskyldualbúmin og ég veit ekki hvað og hvað.  Nú er bara spurning hvernig þetta pakk komst inn í húsið og hvernig það gat vitað að fjölskyldan væri ekki væntanleg innan skamms. Það hefði nú verið huggulegt að koma heim til sín og vaða inn á svona lýð. Ógeðslegt drasl.
Undarlegt samt að nágrannar skyldu ekki taka eftir neinu.

 


mbl.is Voru uppi í rúmum og sófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsið ykkur

Ef það munar bara þessum tveimur dögum  milli feigs og ófeigs þeirra þjóðverjanna!
mbl.is Leitað á ný á Svínafellsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð minn góður

Þurfum við endilega að fá svona fréttir í fjölmiðli allra landsmanna? Nægur er hryllingurinn samt!
mbl.is Grunur um mannát í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fagna

fagnadarlaetiÞetta orðalag veldur því alltaf að ég sé menn fyrir mér dansandi villtan stríðsdans með ógurlegum fagnaðarlátum.
mbl.is Bush fagnar samkomulagi Íraksleiðtoga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndband dagsins

http://www.youtube.com/watch?v=YNJbJAjM5Ho

Nákvæmlega - kjarni málsins

DrukkinnHefði ekki bara átt að hneppa manninn strax í varðhald eftir fyrra brotið? Það vantar bara úrræði til að taka á svona málum og á meðan þau eru ekki til staðar,verða svona atburðir, og jafnvel alvarlegri þegar slys eiga sér stað!

Þangað til hægt verður að taka á svona málum af fullri alvöru  halda fyllibytturnar áfram að gefa lögreglunni langt nef og hlæja framan í hugsanleg fórnarlömb sín!

Við verðum bara að fara að koma slíku í kring þannig að þeir sem að koma geti stöðvað svona háskaframkomu í umferðinni!


mbl.is Tekinn tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti

Einelti í allri sinni mynd er eitthvað það versta sem mannskepnan hefur látið sér detta til hugar að framkvæma. Kannski hugsa þeir sem stunda það bara alls ekki neitt. Þeir hugsa án efa ekki um afleiðingarnar sem eineltið hefur fyrir þolandann. - Stundum fer allt vel og þolandinn stendur uppi sem sterkari manneskja fyrir vikið. Því miður verður hitt oftar uppi á teningnum  að út úr eineltinu komi brotin manneskja með skerta sjálfsmynd og sjálfstraust. Þess vegna verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að berjast gegn einelti í hvaða mynd sem það kann að birtast, og gæta okkur á því að taka alls ekki þátt í því, þó það virðist saklaust meðan á því stendur. Mér var sendur þessi litli texti eftir Magnús Þór Sigmundsson, falleg vísa sem í einfaldleik sínum færir okkur inn í heim þess sem orðið hefur fórnarlamb eineltis. Ég ætla að stelast til að birta hann hér:

Upp á nýttSkólinn – kennarinn,Kvíðin – geng ég inn.Taskan – þung sem blý,Ókunn – enn á ný. Allra augu á mig staramig langar til að hlaupa – fara, aftur þangað sem ég átti heima en ég verð að gleyma – byrja alveg upp á nýtt.Hér veit enginn – hve mér var strítt. Feimin – við eigin rödd, dreymin – hvar er ég stödd – Hjartað – ótt og títt,hamast – allt er nýtt. Allra augu á mig stara...... Ég sit og veit af mér við þetta borðsamt er ég ekki hér – ekki við,heyri’ekki orðsvo utan við mig. Allra augu á mig stara...... En mér líður betur því er ekki að leyna,því hér er ekkert sem ég vil gleyma,allt svo nýtt – mér er ekki strítt – og við næsta borð er sætur strákur – sem brosir blítt.Ég ætla’að byrja upp á nýtt. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband