Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Það þætti nú fínt víðast hvar

Að vera studdur af 8 af hverjum 10 kjósenda. Vonum svo bara að þessi ríkisstjórn verði þeirrar gæfu aðnjótandi að standa sig svo vel að þetta fylgi haldist. Fylgið kemur nefnilega utan frá en ekki innan. Það er eins gott að ríkisstjórnin muni það!
mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæruleysi

Hvernig dettur mönnumí hug að geyma eiturefni á svona stað?
mbl.is SÞ hefja rannsókn á hættulegum efnum sem fundust í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjör í Reykjanesbæ....

Fólk í þeim bænum kann nú aldeilis að skemmta sér! Ég held það væri nú ráð að bruna suðureftir og taka þátt í gleðskapnum með þeim suðurnesjamönnum.  Ljósalagið í ár er óvenjuflott, og mér finnst snilldarhugmynd að setja stjörnur í gangstéttina til heiðurs valinkunnum borgurum. Það er heimsborgarlegt og flott.

Góða skemmtun allir sem fara á Ljósanótt.


mbl.is Ljósanótt hafin í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef ekki vit á því...

...en væri ekki nær að lækka ofurlaunin hjá toppunum og sjá til þess að þetta fólk haldi tryggð við fyrirtækið með því að gera því kleift að halda vinnunni sinni yfir lágannatímann? Og fyrsti des. af öllum dögum. Geggjað!
mbl.is Icelandair segir upp tugum flugmanna og flugfreyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

bulla..en ég skil dómarann vel. Það þarf hugrekki til að þora að standa á móti svona óþjóðalýð. Ég tek hatt minn ofan fyrir þessum hugdjarfa manni. Það er auðvelt að sitja í stofunni heima og segja að sjálfsögðu eigi hann að kæra. Menn verða að reyna að lenda í svona sjálfir áður en farið er að gera lítið úr því að þurfa að velta fyrir sér hvort kæra eigi eða ekki. Gott hjá þér dómari!
mbl.is Knattspyrnudómari kærir líkamsárás til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni

...er það ekki málið? Ætti þá verðið ekki að lækka til neytenda. Eða hvað?
mbl.is Stefnt að því að breyta OR í hlutafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sýnir bara og sannar...

..að hinn almenni borgari er hættur að skipta sér af öllu, hvort sem það er þjófnaður á ísbirni eða árásir á samborgarana. Verst ef menn í einkennisbúningum er hættir því líka.
mbl.is Dularfullt ísbjarnarhvarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að færa okkur nær þeim - eða þá niður?

Það varð allt vitlaust, í korter eða svo, fyrir tæpum fjórum árum þegar nýtt eftirlaunafrumvarp þingmanna og ráðherra var samþykkt. Með þeim breytingum náðu þessir tveir hópar eftirlaunaréttindum sem voru margfalt á við það sem gerist meðal almennings. Þjóðfélagið fór reyndar hamförum nokkra stund en svo gerðist eitthvað smælki sem var auðveldara að hafa skoðun á og auðveldara að rífast um og allir gleymdu þessu - að mestu. Málið hefur af og til komið upp í umræðunni en engin breyting orðið á svosem - fyrr en núna - kannski.

En. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru nefnilega breytingar á eftirlaunum þingismanna og ráðherra boðaðar.  „Eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra verði endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings." Þessu ber að fagna, en spurningin er hvort Austurvallarslektið verður fært niður eða almenningur upp.

Á sínum tíma sagði ástsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að hann vildi breyta frumvarpinu frá 2003. Hann sagði líka að allir flokkar væru sammála um slíkt. Það gerðist samt auðvitað aldrei neitt. Við hættum að skipta okkur af þessu og allir undu glaðir við sitt.  Þegar Halldór lét af embætti sagði hann að ekki hefði náðst samstaða í forsætisnefnd þingsins um umfang breytinganna, enda ekki við því að búast. Það tekur enginn heilvita maður af sér ofurlaun og ofureftirlaun baráttulaust. Fyrr en núna kannski.

Er núverandi ríkisstjórn ef til vill ekki heilvita?


Konur eru klárar

wisewoman
Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu
holu og golfkúlan lenti beint inni í runna.
Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill  sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði froskurinn:
Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að  það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af. Ella varð mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi. Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasti maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt, hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni.

KAZAM..... og hún varð að fallegustu konu heims.
Annarri ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn : Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú.

Ella svaraði : það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans.
 

KAZAM..... og hún varð ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn: Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir, hver er hún?
Ella svaraði: Ég vil fá vægt hjartaáfall.

KONUR ERU KLÁRAR, EKKI ABBAST UPP Á ÞÆR


Að vera með toppstykkið í lagi

er dásamlegt

Að fá 3000 evrur fyrir er ekki ofrausn.


mbl.is Missti hluta höfuðsins í heilaaðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband