Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Dót erum við

Það virðist vera lenska á okkar góða landi að ef hér eru stofnaðar nýjar stórverslanir sem selja dót og drasl sem við í raun höfum ekkert við að gera, myndast ástand sem ég fyrir mitt leyti get ekki skilið. Á þessum stundum er bara eins og það hafi aldrei verið til verslanir á Íslandi áður, ógnarlangar raðir myndast fyrir utan viðkomandi skranbúð og loks er dyrnar ljúkast upp liggur við handalögmálum við að komast að öllum herlegheitunum innandyra. Slíkur atburður varð nú fyrir helgi þegar ameríska dótaverslunarrisakeðjan Toys´r´us opnaði stórmarkað í Kópavogi með pompi og prakt. Það var eins og leikföng hefðu aldrei fengist á Íslandi áður og afar, ömmur, frændur, frænkur, pabbar og mömmur og aðrir fjarskyldir ættingjar þustu í Kópavoginn til að kaupa eitthvað plastdrasl sem dagar svo rykfallið uppi í dótakössum barnanna. Þarna var slegist um dúkkur og stökkbreyttar slagsmálaskjaldbökur einhverjar, sverð og leikfangabíla auk annars tilfallandi. Ég vona bara að enginn hafi slasast í hildarleiknum.

En þessi sama verslunarkeðja var með heilsíðuauglýsingu í blöðunum í liðinni viku sem var ekki síður skrautleg en það ástand sem myndaðist við opnunina. Efst í auglýsingunni var hið þjóðlega nafn verslunarkeðjunnar og skáhallt í vinstra horni auglýsingarinnar stóð "the real thing". Semsé engin gerviverslun þarna á ferðinni. Auglýsingin skartaði síðan myndum af ýmiskonar leikföngum ásamt einhverjum samsuðutexta um hverja vöru fyrir sig, á ÍslEnsku. Allt var þetta meira og minna á gjafverði, sem mér persónulega fannst  klikkað verð en það er nú bara ég.

Á rauðri slettu í miðri auglýsingunni stóð svo: Komdu og sjáðu risastóru opnunarhátíð Toys´r´us í Kópavogi. Sjáðu nýju verslunina okkar sem er stútfull af leikföngum, frábærum opnunartilboðum og skemmtilegum uppákomum. Það var semsé aldrei ætlunin að láta fólk taka þátt í opnunarhátíðinni og hreint alls ekki að kaupa neitt, heldur átti fólk bara að koma og sjá þetta allt saman. Skemmtilegt. Það vakti líka athygli mína að það var hvernig Þ í auglýsingunni, t.d. ætlaði í róttaálfurinn að kíkja í heimsókn. Þetta bendir til þess að auglýsingin er varla búin til á Íslandi. Þegar ég var svo búinn að hrylla mig í gegnum alla þessa undarlegu auglýsingu tók ég eftir að þessi nýja risadótabúð er ekki með síma, heldur tlf. Það er ábygggilega ekki síðra tæki og aldrei að vita að fleiri fyrirtæki taki upp notkun á því, sími er eitthvað svo hallærislegt orð.

Ég er ekkert viss um að ég eigi eftir að fara í þessa búð.

 


Óþolandi ástand

Það er gersamlega óþolandi hvernig endalaust er níðst á þeim sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi meðan sumir aðrir maka krókinn sem aldrei fyrr. Ég vil hvetja ykkur til að undirrita meðfylgjandi undirskriftarlista þar sem hvatt er til að leiðrétta kjör þeirra sem minnst hafa:

 http://www.petitiononline.com/lidsauki/petition.html


Skelfing

Venjuleg rök duga engan veginn til að lýsa hvaða áhrif lesturs um svona glæp hafa á mann. Maður sem gerir svona hluti hlýtur að vera stórkostlega brenglaður. Andlega. En það má alveg búast við að hann verði ekki langlífur í fangelsi ef hann verður ekki settur í algera einangrun um langan tíma. Einnig má búast við að hann líti einhvern veginn öðruvísi út þegar hann kemur fyrir rétt, því það er aldrei að vita nema lögreglumenn og fangaverðir rekist óvart í hann með kylfum eða matarbökkum. Eða öðru beittara.

Svo má alveg búast við að hann verði dæmdur til þyngstu refsingar mögulegrar - sem er munurinn á amerísku og íslensku réttarkerfi.


mbl.is Handtekinn fyrir að nauðga þriggja ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treystið þið þessum manni?

BingiEkki geri ég það.


Blessuð sé minning hans

Magnað í kosmísku samhengi að Sri Cinmoy skyldi látast daginn áður en fékk ekki Friðarverðlaun Nóbels. Sennilega leið æðri máttarvalda til að vernda hann vonbrigðunum frá. Vonandi eru þeir sem hlutu vel að þeim komnir og vonandi koma verðlaunin sér vel fyrir þá.
mbl.is Sri Chinmoy látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti?

Eins og gerist stundum fylgdi ég Heiðdísi í skólann morgun, svosem engin tíðindi. Það er leikfimi hjá henni í dag þannig að hún arkaði með bláa Latabæjarpokann sinn glöð í bragði. Þegar að skólanum kom tóku tveir strákar á hennar reki á móti henni og það fyrsta sem þeir sögðu var: "Hey, þú ert með vitlausan poka!" "Nauts" var auðvitað svarið frá henni. "Jú, þú ert með bláan poka, en þú átt að vera með bleikan. Strákar eiga að vera með bláan poka og stelpur með bleikan." Ég leyfði mér að reyna að halda uppi einhverjum vörnum fyrir það að það skipti engu máli hvort strákar væru í bláu eða stelpur í bleiku en sex ára peyjunum varð ekki haggað og stóðu fastir á sinni skoðun. Sem betur fer var Heiðdísi alveg sama um tuðið í þeim en mér varð nú ekki um sel.

Stelpur í bleiku og strákar í bláu. Árið 2007.


Brútus

...þarf að segja meira?
mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breaking news

Minnihlutinn í borgarstjórn hefur samið um að mynda nýjan borgarstjórnarmeirihluta með Framsóknarflokki. Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri, og að sjálfstæðismenn verða einir í minnihluta.

Minnihlutinn í borgarstjórn hefur samið um að mynda nýjan borgarstjórnarmeirihluta með Framsóknarflokki. Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri, og að sjálfstæðismenn verða einir í minnihluta.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag mætti Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi framsóknar, ekki til fundar í Höfða í hádeginu þar sem til stóð að ræða fjárhagsáætlun borgarinnar og ágreining meirihlutans um REI.

Björn Ingi Hrafnsson tilkynnti Vilhjálmi á fundi fyrir stundu að meirihlutasamstarfi  D og B lista hefði verið slitið og hann hygðist mynda nýjan  meirihluta með minnihlutaflokkunum þremur

fram kom á Vísi fyrr í dag mætti Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi framsóknar, ekki til fundar í Höfða í hádeginu þar sem til stóð að ræða fjárhagsáætlun borgarinnar og ágreining meirihlutans um REI. Björn Ingi Hrafnsson tilkynnti Vilhjálmi á fundi fyrir stundu að meirihlutasamstarfi D og B lista hefði verið slitið og hann hygðist mynda nýjan meirihluta með minnihlutaflokkunum þremur
mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrir margt

Auðvitað hefur Sir Paul verið of kvíðinn og áhyggjufullur til að vilja heimsækja Ísland við uppsetningu á blárri friðarsúlu Yoko. Við verðum að skilja þá sálarangist sem menn í hans stöðu hljóta að vera í á svona stundum.

 Hann þarf kannski bráðum að kveðja stjóran hluta af milljörðunum sínum.


mbl.is Skilnaðarmál Paul og Heather Mills McCartney hafið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við alveg að missa okkur...

Vitiði hvað hægt er að gera við 270 milljónir? Hafið þið einhverja hugmynd um það, þarna fólk sem er að eyða peningunum okkar vinstri hægri í utanríkisþjónustubull eitthvað? Nei ég hélt ekki.
mbl.is Skipt um sendiherrabústað í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband