Færsluflokkur: Menning og listir

Örlítil speki á engilsaxnesku

Take too many pictures, laugh too much, and love like you've never been hurt because every sixty seconds you spend upset is a minute of happiness you'll never get back. Don't be afraid that your life will end, be afraid that it will never begin.

Leiðtogar með húmor

spaugÆtli það sé ekki þannig að þeir leiðtogar sem kippa sér ekki upp við smá kerskni njóti meiri virðingar og vinsemdar þegna sinna en þeir sem láta banna grínið? Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni.

Þeir eru óteljandi brandararnir um Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Árna Johnsen og alla hina stjórnmálamennina. Ég held nú að grínið sem gert hefur verið að þessum mönnum hafi ekki minnkað virðingu þeirra. Hafi hún minnkað gæti nú ástæðan verið önnur en spaug og spé landsmanna, leikra eða lærða.

Eða hvað?


mbl.is Alls ekki neitt fyndið!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalli Tomm

0kallitomm...ekki leikurinn, heldur maðurinn, var gestur í Rödd Alþýðunnar í morgun. Hann talaði auðvitað aðeins um leikinn góða. Ef einhver fattar ekki hvað ég á við með því er þetta leikur sem hefur gengið hér á blogginu og gengur út á það að einn hugsar sér mann og aðrir reyna að giska á hvern átt er við. Það vita allir hvað þetta er.

Svo töluðum við að sjálfsögðu um Gildruna, stjórnmálin og Mosfellsbæ. Að ógleymdu öllu hafaríinu í kringum Álafoss-kvosina á sínum tíma. Sem var að sögn Karls ekkert raunverulegt hafarí heldur byggt á misskilningi. Enda vegurinn á góðri leið með að klárast og á að verða tilbúinn síðsumars.

Kalli Tomm er  jafnskemmtilegur og bloggið hans bendir til.


Rödd Alþýðunnar - má aldrei þagna!

OnAirErtu bloggari? Viltu taka þátt í umræðunni? Hjálpaðu okkur við að taka púlsinn á því sem er að gerast í heiminum, hvort sem er heima eða erlendis. Ef þú vilt koma þínu á framfæri við Rödd Alþýðunnar - bloggþáttinn á Útvarpi Sögu, sendu okkur póst á saga@utvarpsaga.is eða markusth@internet.is

Hetjur og skúrkar

0atticusÉg rakst á skemmtilegan lista á síðu Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar (AFI) yfir 100 mestu hetjur og 100 verstu skúrka (bandarísku) kvikmyndasögunnar. Ef við byrjum að líta á skúrkana vekur það athygli að af fimm verstu fúlmennunum eru tvær konur:

5.sæti - Ratched hjúkrunarkona úr Gaukshreiðrinu, sem Louise Fletcher lék. Myndin er frá 1975. Sennilega ein illkvittnasta hjúkrunarkona sögunnar.

4.sæti - Hin illa norn vestursins sem Margaret Hamilton túlkaði í Galdrakarlinum í Oz árið 1939.

3.sæti - Svarthöfði úr Stjörnustríðsbálkinum. David Prowse var í búningnum en James Earl Jones léði honum rödd sína. Ég held að allir muni þegar þeir sáu Svarthöfða fyrst, ekki beint árennilegur og illskan lak af honum.

2.sæti - Norman Bates úr Psycho eftir Hitchcock frá 1960. Anthony Perkins leikur brjálæðing sem geymir múmíu móður sinnar og fer stundum í hlutverk hennar til að slátra syndum spilltum ferðalöngum sem láta sér detta til hugar að gista á móteli fjölskyldunnar, Bates-mótelinu.

1.sæti - (Og kemur kannski ekki á óvart) Dr. Hannibal Lecter sem fyrst sást í túlkun Anthony Hopkins í Silence of the lambs árið 1991. Brian Cox hafði þó túlkað mannætuna í kvikmyndinni Manhunter, byggðri á bókinni Red Dragon árið 1986.

Og þá eru það hetjurnar:

5.sæti - Will Kane úr kvikmyndinni High Noon frá 1952. Gary Cooper leikur lögreglustjórann Kane sem lendir því á brúðkaupsdaginn sinn að þurfa einn og óstuddur að mæta versta óvini sínum.

4.sæti - Rick Blaine úr Casablanca, þarf að segja meira, þetta er einn af þeim svalari.

3.sæti - James Bond; á síðu AFI er Sean Connery nefndur sérstaklega en eins og við vitum eru þeir allnokkrir sem hafa túlkað ofurnjósnararann James Bond. Mér finnst Daniel Craig t.d. tiltölulega góður sem Bond þó svo ég hafi alist upp með Roger Moore Bondinum.

2.sæti - Indiana Jones. Við vitum öll hver hann er og hver leikur hann. Í fyrstu myndinni var Harrison Ford 39 ára en í myndinni sem frumsýnd verður í vor er það 66 ára Harrison sem þarf að sveifla svipunni. Spurning hvernig það virkar, maðurinn er náttúrulega erkitöffari sama hve mörg ár hann á að baki. Hann er samt 6 árum eldri núna en Sean Connery var þegar hann lék hálf ósjálfbjarga föður Indiana Jones í Síðustu krossferðinni árið 1989.

1.Sæti - (Þetta kann að koma einhverjum á óvart) Lögmaðurinn Atticus Finch, í fyrsta óskarsverðlaunahlutverki Gregory Peck í kvikmyndinni To kill a mockingbird. Atticus Finch tekur að sér það vanþakkláta verkefni að verja blökkumanninn Tom Robinson sem er ranglega sakaður um að hafa nauðgað hvítri konu. Myndin er byggð á metsölubók Harper Lee, og er eftir því ég best veit eina bókin sem hún skrifaði. Til gamans má geta þess að myndin verður sýnd í Ríkissjónvarpinu næstkomandi sunnudagskvöld og er skylduáhorf allra kvikmyndaáhugamanna og raunar allra held ég barasta. Til enn meira gamans má nefna það að það voru nokkrar vísanir í To Kill a Mockingbird í myndinni Mr. Deeds sem sama stöð sýndi í gærkvöldi, föstudagskvöld. "Boo" Radley var nefndur og þegar persónan sem Wynona Ryder leikur mætti nágranna sínum og hundi hennar sagði hún:"Sæl frú Finch og Atticus" .

Svo má ekki gleyma því að Jodie Foster í hlutverki Clarice Sterling er sjötta mesta hetja kvikmyndasögunnar samkvæmt þessum lista. Það sýnir okkur að það þarf ekki mestu hetjuna til að takast á við versta skúrkinn.....

Bíó getur verið svo skemmtilegt.


Rödd Alþýðunnar

0radio3Ertu bloggari? Viltu taka þátt í umræðunni? Hjálpaðu okkur við að taka púlsinn á því sem er að gerast í heiminum, hvort sem er heima eða erlendis. Ef þú vilt koma þínu á framfæri við Rödd Alþýðunnar - bloggþáttinn á Útvarpi Sögu, sendu okkur póst á saga@utvarpsaga.is eða markusth@internet.is

Rödd Alþýðunnar má aldrei þagna - Bloggþátturinn á Útvarpi Sögu


Friðþæging - Mögnuð kvikmyndaupplifun

0atonementÍ gærkvöldi fékk ég tækifæri til að sjá hina stórkostlegu mynd Atonement, eða Friðþægingu. Henni er leikstýrt af Joe Wright og byggð á  skáldsögu eftir Ian McEwans með sama nafni.

Án þess að ætla að ljóstra of miklu upp um söguþráð myndarinnar sýnir hún hvernig hæglega er hægt að rústa nokkrum mannslífium með því að bera á manneskju rangar sakir, hvort sem það er viljandi eða óviljandi. Eitthvað sem við bloggarar ættum kannski að muna stundum.

Atonement er gríðarlega sterk mynd, vel gerð og leikin enda tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Keira Knightley og James McAvoy eru feiknafín í hlutverkum sínum, en mér fannst frammistaða þeirra þriggja sem leika Briony Tallis, örlagavald sögunnar, algerlega stórkostleg, sérstaklega hinnar tólf ára gömlu Saoirse Ronan sem getur sagt heila sögu með augnaráðinu einu saman.

Ég get ekki annað en mælt með þessarri mynd, hún er hrein veisla fyrir augað. Mannleg og mögnuð mynd, stundum fyndin, stundum gríðarlega sorgleg en alltaf mjög raunveruleg og ótrúlega sláandi.


Blogg á Útvarpi Sögu

veturÍ fyrramálið kl. 7 hefst nýr þáttur á Útvarpi Sögu. Þar munum við fylgjast með því helsta sem er að gerast í bloggheimum, hvað það er sem vekur athygli bloggara hverju sinni og hvar heitustu umræðurnar fara fram.

Þarna fær grasrótin á Íslandi að tjá sig af fullum krafti um það sem hæst ber í þjóðfélaginu, við fáum bloggara í morgunkaffi, fólk fær að hringja inn og tjá skoðanir sínar um það sem til umfjöllunar er.

Því hvet ég alla bloggara til að fylgjast með á Útvarpi Sögu í fyrramálið kl. 7.


Kappið og ræðukeppnin

0ratorMikið fár hefur kviknað eftir uppákomu í ræðukeppni milli FB og Borgarholtsskóla síðastliðið föstudagskvöld. Þegar liðsmaður tapliðs Borgarholtsskóla stóð í pontu tók hann fram brjóstamynd af keppanda FB-liðsins, sem var að sögn stolið úr tölvu hennar fyrir nokkru. Á meðal viðstaddra voru móðir stúlkunnar og sex ára systir.

Þegar ég var örlítið yngri en ég er í dag tók ég iðulega þátt í ræðukeppnum af svipuðu tagi og Morfís og man eftir nokkrum uppákomum svipuðum þessari. Þó var nú aldrei gengið það langt að draga upp nektarmyndir af andstæðingunum, enda netið ekki til og nektarmyndir varla til nema í vafasömum blöðum sem yfirleitt voru höfð í efstu hillum bókaverslana.

Hvort sem myndin sem hér um ræðir er af umræddri stúlku eða ekki verða menn auðvitað að gæta sín og láta ekki kappið hlaupa með sig í gönur. Þeir sem taka þátt verða að muna að þrátt fyrir að ræðukeppnin sé sýndarveruleiki og fólk sé í ákveðnum leik um leið og í pontu er komið, er hætta á að særa fólk þó tilgangurinn hafi ekkert verið sá þegar brandarinn var búinn til. Slíkt gerðist fyrir aldarfjórðungi í Morfís keppni sem háð var á Akranesi, þar sem vegið var að persónu ákveðinnar manneskju sem ekki einu sinni tók þátt í keppninni. Agalega fyndið meðan það stóð á ræðuspjöldunum en sorglegt þegar það var komið fram af vörum ræðumannsins.

Sem betur fer olli það mál engum alvarlegum búsifjum eða álitshnekki og allir jafnvel löngu búnir að gleyma atburðinum, en ef hefndarþorstinn hefði verið látinn ráða hefði kannski ekki verið jafn auðvelt að gleyma og fyrirgefa. Þannig þurfa þeir sem nú eru fullir heiftar í garð ræðuliðs Borgarholtsskólans að finna leið til að fyrirgefa þeim barnaskapinn, þó ég skilji vel að í hita augnabliksins geti það virst fjarlægur möguleiki.

Í svona keppni þarf nefnilega að hafa aðgát í nærveru sálar, jafnt og í lífinu sjálfu.


Skemmtilegt orð

scotsmanViðskotaillur. Hvaðan ætli það komi? Hljómar eins og maðurinn hafi orðið pirraður út í þá þjóð sem býr norðarlega á Bretlandseyjum, almennt talin rauðhærð og gengur í pilsum. En sennilega á þetta einhverja allt aðra skýringu.
mbl.is Ölvaður og viðskotaillur ökumaður fluttur í járnum í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband