Færsluflokkur: Spaugilegt

Föstudagur og allt á leið til andskotans


Þegar allt er á beinustu leið til fjandans, þýðir ekkert annað en að snúa sér að elstu skemmtun mannkynsins. Hér er smá yfirlit yfir hvernig fólk í mismunandi stjörnumerkjum lætur eftir að ástarstundinni er lokið:

0scorpiogirl
Hrútur
: Ok, gerum það aftur !

Naut
: Ég er svöng - pöntum pizzu

Tvíburi
: Veistu hvar fjarstýringin er ?

Krabbi
: Hvenær giftum við okkur ??

Ljón
: Var ég ekki frábær ??

Meyja
: Ég verð að þvo rúmfötin núna

Vog
: Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka

Sporðdreki
: Hef fengið það betra sko

Bogamaður
: Ekki hringja í mig -ég hringi í þig.

Vatnsberi
: Gerum það núna í engum fötum !

Fiskur
: Hvað sagðist þú annars heita ?

Steingeit
: Áttu nafnspjald ?


mbl.is Krónan lækkar um 2,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru ekkert allir framsóknarmenn slæmir...

Þetta hefur auðvitað ekkert með fréttina að gera, mig langaði bara að létta ykkur lundina:
Nemandi í samvinnuskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í kaupfélagi út á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt að var fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á unga manninn þótt hann væri óreyndur og ákvað að ráða hann til reynslu. Hann sagði unga manninum að mæta næsta morgun og um kvöldið myndi hann síðan ákveða hvort hann fengi vinnuna eða ekki. 
Kvöldið eftir spurði kaupfélagsstjórinn unga manninn hvernig hefði gengið og hvað hann hefði afgreitt marga. "Bara einn" sagði drengurinn. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið og spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið. "Fimm miljónir, eitthundrað níutíu og þjúþúsund" sagði afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann.
                               
"Hvað seldir þú honum eiginlega", spurði kaupfélagsstjórinn hissa? "Jú, sjáðu til" sagði drengurinn. "Fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstórann öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo að ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Land Rover".  
                          
Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði: "Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn litinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl!"                                                                                                                                    

"Nei,nei" sagði strákurinn. "Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða.... 

mbl.is Geir nýtur mests trausts en Vilhjálmur minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saman eru þau ósigrandi

Skrifað á vegg á kvennaklósetti: "Maðurinn minn eltir mig
hvert sem ég fer"

 

Skrifað rétt fyrir neðan: " Nei það er ekki satt"


Fjölmenning - fjörmenning!

0fasturÞessi er alveg í anda fjölmenningarsamfélagsins sem er að verða til á Íslandi:

Tveir íslendingar eru úti í sveit að aka og sjá bíl fastan úti í kanti. Þeir ákveða að hjálpa og fara út úr bílnum.
Í fasta bílnum sitja tveir útlendingar en íslendingarnir kunna lítið í ensku en tekst að spyrja: Dú jú vant help? Útlendingarnir svara No no this is ok.
Íslendingarnir vilja samt ólmir hjálpa, gefa sig ekki og segja: Jes ví help jú. Útlendingarnir: No no this is ok. Íslendingarnir: Jes jes nó vesen - ví help jú. Þeir ná í reipi í bílinn sinn til að freista þess að draga bílinn - í versta falli að ýta honum upp á vegkantinn aftur.
Útlendingarnir: What are you gonna do?
Íslendingarnir: First ví reip jú - Þen ví ít jú.


Huggun harmi gegn

0kellySvona til að minnka tregann yfir því að  Keira kom (hugsanlega) ekki verð ég að segja ykkur frá því að Kelly McKnightley varði Valentínusardeginum hér á landi, en kærasti hennar Robert McFerrin, sem vinnur á póstdreifingarmiðstöðinni í Perth kom henni rækilega á óvart með að bjóða henni hingað.

Þau dvöldu á gistiheimilinu Svöluhreiðrinu, fóru á American Style og Players og skemmtu sér víst konunglega á Íslandi. Robert keypti handa henni litla Grýlu-styttu í Rammagerðinni og hún gaf honum knús.

Þau eru að hugsa um að koma hingað aftur eftir svona tuttugu ár þegar þau hafa náð að safna sér fyrir annarri ferð hingað. Þeim fannst nefnilega pínulítið dýrt að dvelja hér.


mbl.is Kom Keira Knightley ekki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurmamman....

...svona eru þær, ekki spurning:

http://www.youtube.com/watch?v=uFYcmZEOvW4


Kallanginn...

0cuffs..ég kunni nú ekki við annað en bjóða manngarminum inn og hella upp á kaffi fyrir hann og bjóða upp á kleinur. Hann bankaði upp á kaldur og hrakinn með snærisspotta um ökklann og sagðist hafa dottið óvart út um glugga og villst í framhaldi af því alla leið upp í Mosfellssveit, greinilega ringlaður eftir höfuðhöggið sem hann fékk við fallið úr glugganum. Hann röflaði eitthvað um afmælið sitt meðan hann maulaði kleinurnar og spurði svo hvort hann mætti ekki bóna bílinn minn. Skrýtið hvað höfuðhögg geta ruglað menn í ríminu.

Ég verð nú samt að viðurkenna að ég mér brá svolítið þegar ég heyrði í þyrlu í bakgarðinum og sírenuvæl framan til, rétt í þann mund að húsið fylltist af reyk og augu mín og gestsins af tárum.

Hvað með það þó maður bjóði upp á kleinur og kaffisopa?


mbl.is Annþór kominn í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valentínusardagur - eða hvernig sambandið breytist

Séð frá sjónarhóli konunnar:

Fyrstu sex mánuðirnir í sambandi:
- Nærfataskipti eru það sem lífið snýst um; það er bráðnauðsynlegt að skipta um nærföt a.m.k. kvölds, morgna og miðjan dag. Og alltaf að vera í pínulitlum, gegnsæjum sexý nærfötum. Sexý, gegnsæ náttföt gera líka sitt gagn.
- Sturtur eru möst a.m.k. einu sinni eða tvisvar á dag. Krem með alls konar örvandi lykt eru líka mikilvæg og háreyðing af einhverri sort á ýmsum stöðum líkamans þarf helst að fara fram daglega.
- Þarf að passa mataræðið, svo að ekki komi óæskileg búkhljóð eða lykt frá manni. Að kúka (afsakið óheflað orðbragðið, en þetta er nú eitthvað sem við gerum öll) eða leysa vind er bara eitthvað sem maður neitar sér um þessa mánuði.
- Svefn???? Hann er fyrir aumingja og lík. Það er hægt að sofa eftir dauðann. Næturnar eru fyrir æsilega ástarleiki og ef þú vaknar ekki með blóðhlaupin augu á hverjum morgni þá ertu einfaldlega ekki að stunda nóg kynlíf. Kynlíf - á þessu stigi sambandsins - er líka óbrigðul lækning við höfuðverk.
- Sögur um inngrónar táneglur eða þegar kúplingin bilaði verða allt í einu endalaust skondnar og skemmtilegar. ,,Tíhíhíhí"-hláturinn er líka ómissandi í upphafi sambands.
- Sjálfstæðar skoðanir eru óæskilegar. ,,Æi, gullið mitt, mér er alveg sama hvað við borðum, þhúú bara ræður...Pizza? Jú, það væri dásamlegt...tíhíhíhí"

Næstu sex mánuðir :
- Fjárinn, það hlýtur nú að vera nóg að skipta um brjóstahaldara annan hvern dag. Nærfötin þurfa heldur ekkert endilega að vera samstæð eða sérlega sexý.
- Óhóflegar sturtuferðir fara illa með húð og hár og þessi helvítis krem kosta haus og hönd. Nota þau bara ef eitthvað sérstakt stendur til. Háreyðingarframkvæmdir eru sosem ágætar en ekki fyrr en broddarnir eru farnir að pirra mann eitthvað að ráði.
- Allt í lagi að láta eina og eina vindlosun bara flakka - maður roðnar kannski og skammast sín smá - en þetta er nú bara eðlilegur þáttur í líkamsstarfsemi.
- Svefn er góður. Hvað er líka að því að stunda kynlíf á laugardögum og kannski stundum á þriðjudögum? Svo er ég líka með hausverk...
- Æi, á enn einu sinni að fara að segja leiðindafrægðarsögur af kúplingum og bílaviðgerðarreddingum. ,,Tíhíhíhí"-hláturinn víkur óðum fyrir þreytulegu ,,Haha-i."
- Pizza - enn og aftur?!?!? Ég hef nú kannski líka einhverjar skoðanir sjálf, þakka þér!!!

Eftir árið:
- Hvað varð eiginlega um þægilegu, hvítu bómullarömmunærbuxurnar? Þessar með slitnu teygjunni? Flegnir toppar, sexý nærföt og stutt pils mjakast smám saman aftar í fataskápinn og víkja fyrir ömmufötum, treflum, loðnum inniskóm, lopapeysum og jogginggöllum.
- Sturtur? Ha,jú, jú - en bara ef það er komin lykt. Krem eru alger óþarfi og ilmvötn líka. Bara smásvitalyktareyðir og málinu reddað! Háreyðing ?? Rakstur?? Huh, hvað er eiginlega að því að vera bara eins og maður kom af trjánum??
- Ekki vera fyrir, karlugla, ég þarf að......
- Viltu kynlíf?? Aftur?? Gerðum við það ekki bara hérna um daginn sko? Þarna á laugardaginn fyrir tveimur vikum? Er líka svoldið þreytt, langar eiginlega að lesa bara og fara svo að sofa... Já, í bómullarflannelnáttfötunum mínum!
- Ó, á að fara að tala eitthvað? Heyrðu, ég er eiginlega að lesa og svo er þáttur á eftir í sjónvarpinu... Þekkirðu annars ekki einhvern ofsalega heimskan og minnislausan sem þú getur deilt kúplingarsögunni með???
- PIZZA!!!! Heyrðu, farð þú bara í pizzu með strákunum, ég fæ mér eitthvað annað.... við hittumst svo bara seinna í kvöld...kannski...


Skýringarmyndin - konur hafa fleiri kúlur

0sigurverk

Pæling

A man has only two balls and they take up all his thought....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband