Kallanginn...

0cuffs..ég kunni nú ekki við annað en bjóða manngarminum inn og hella upp á kaffi fyrir hann og bjóða upp á kleinur. Hann bankaði upp á kaldur og hrakinn með snærisspotta um ökklann og sagðist hafa dottið óvart út um glugga og villst í framhaldi af því alla leið upp í Mosfellssveit, greinilega ringlaður eftir höfuðhöggið sem hann fékk við fallið úr glugganum. Hann röflaði eitthvað um afmælið sitt meðan hann maulaði kleinurnar og spurði svo hvort hann mætti ekki bóna bílinn minn. Skrýtið hvað höfuðhögg geta ruglað menn í ríminu.

Ég verð nú samt að viðurkenna að ég mér brá svolítið þegar ég heyrði í þyrlu í bakgarðinum og sírenuvæl framan til, rétt í þann mund að húsið fylltist af reyk og augu mín og gestsins af tárum.

Hvað með það þó maður bjóði upp á kleinur og kaffisopa?


mbl.is Annþór kominn í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taxi Driver

 góður...

Taxi Driver, 15.2.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nei sem betur fer - ekki að ráði

Markús frá Djúpalæk, 16.2.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hver var þessi voðalega hætta sem stafaði af téðum Annþóri ? Hann var ekki talinn hættumeiri en svo af lögvörslumönnum að ekki þótti ástæða til að halda honum í nema lágmarksgæslu, svona eins og stofufangelsi.

Ég held að aðal málið sé að lögvörslumenn eru með stærðar holsár í stolti sínu. Annþór nánast gekk út úr fangelsinu og enginn tók eftir því um nokkra hríð. Hann var nú ekki ´hættulegri en svo heldur að það stóð eiginlega ekki til að halda honum í gæsluvarðhaldi öllu lengur hvort eð var.

En eftir flóttann urðu menn að framlengja varðhaldið til að halda andlitinu só tú spík.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband