Færsluflokkur: Spaugilegt

Tökum pólverjana

Pólverji nokkur þurfti að endurnýja ökuskírteinið sitt, þar sem það gamla var útrunnið.

En fyrst þurfti hann að gangast undir augnskoðun hjá augnlækni, áður en sýslumannsembættið léti Pólverjanum í té nýtt ökuskírteini.

Augnlæknirinn lét hann lesa á spjald með stöfunum

'C Z W I X N O S T A C Z'.

"Getur þú lesið þetta?' Spurði augnlæknirinn.

"Lesið þetta?' Endurtók Pólverjinn. "Ég þekki manninn!"

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Gott að vera búnir með þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að fara með nirfla

There was a man who had worked all his life, had saved all of his money but was a real 'miser' when it came to his money.

Just before he died, he said to his wife..   'When I die, I want you to take all my money and put it in the casket with me. I want to take my money to the afterlife with me .'      

And so he got his wife to promise him, with all of her heart, that when he died, she would put all of the money into the casket with him.

Well, he died. He was stretched out in the casket, his wife was sitting there - dressed in black, and her friend was sitting next to her. When they finished the ceremony, and just before the undertakers got ready to close the casket, the wife said,

' Wait just a moment !'
She had a small metal box with her; she came over  to the casket  with the box and put it in the casket. Then the undertakers locked the casket down and they rolled it away.  
 
So her friend said , 'Girl, I know you were not foolish enough to put all that money in there with your husband. '

The loyal wife replied, 'Listen, I'm a Christian; I cannot go back on my word. I promised him that I was going to put that money into the casket with him.'
Her friend replied ' You mean to tell me you put that money in the casket with him!?!?!? '


' I sure did, '  said the wife.  ' I got it all together, put it into my account, and wrote him a cheque .... If he can cash it, then he can spend it. '  

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Það er ótrúlega margt sem truflar fólk

horse

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Saddam óttaðist kynsjúkdóma mest af öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjákátlegt

Var aðeins búinn að skrifa um þetta þannig að þið fáið bara skemmtisögu úr kvikmyndaheiminum í staðinn:

Helen Hunt og Colin Firth lentu í ansi skoplega atviki þegar þau voru að leika í kynlífssenu í myndinni Then She Found Me.

Þarna lágu þau nakin í faðmi hvors annars þegar einn myndatökumaðurinn prumpaði.

Helen stoppaði og sagði:„Hver var þetta eiginlega“ og þá rétti einn myndatökumaðurinn vandræðilega upp hendina og allir sprungu úr hlátri.

Colin sagði:„Það var ómögulegt að halda áfram eftir þetta, það var algjörlega búið að drepa stemminguna. Þetta var ekkert smá prump, heldur gríðarlega hátt og fnykurinn lagðist yfir allt. Við neyddumst til að hætta tökum á atriðinu og taka það aftur upp seinna.“

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, það er munur að vera vel stæður....nokkur gullkorn

Við höfum verið að safna fyrir nýjum bíl, um tíma. En í gærkvöldi tók konan mín peningana og fór í bíó fyrir þá.

Það er nefnilega engin skömm að því að vera fátækur - það er bara svo fjári óþægilegt.

Sparnaður er að komast af án einhvers sem maður þarfnast til að eiga peninga fyrir einhverju sem maður kemst af án.

Í gamla daga var sá sem sparaði peningana sína kallaður nirfill og nízkupúki. Nú er hann kallaður kraftaverkamaður.

Þegar maður er orðinn nógu ríkur til að geta sofið út er maður orðinn of gamall til að njóta þess.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að kunna íslensku...?

herman 

Það er kannski að kasta steinum úr glerhúsi að gagnrýna hvernig íslenskukunnáttu nútíma fjölmiðlamanna er háttað. Það er auðvitað ótrúlega fyndið stundum að lesa hvernig fólki sem á að heita starfandi blaða- eða fjölmiðlamenn tekst að afbaka tungumálið okkar, ástkæra, ylhýra. Stundum dettur manni hreinlega í hug að "blaðamennirnir" séu unglingar í starfskynningu, með fullri virðingu fyrir unglingum þessa lands. Eitt pínulítið dæmi um þetta var í brandaranum um Herman eftir Jim Unger, sem var á 70. síðu Sólarhringsins í gær. Þar var mynd af frekar mæðulegum manni sitjandi við borð, sem rétti matseðil að luralegri þjónustustúlku . Undir myndinni stóð brandarinn: Áttu annan matseðil? Ég á ekki efni á neinu á þessum. Þarna tókst brandarahöfundinum íslenzka að nota orðið á býsna oft í einni setningu. Að óþörfu.

Kannski er tungumálið bara að þróast í meðförum fjölmiðlamanna og þetta kannski óþarfa nöldur?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Örlögin

 

George Bush fékk hjartaáfall og dó.  Hann fór beinustu leið til helvítis, þar sem kölski sjálfur tók á móti honum og sagði: “Ég er í svolitlum vandræðum, þú ert á listanum mínum en mig bráðvantar pláss svo ég er með hugmynd.  Það eru hérna þrjár manneskjur, sem voru ekki alveg jafn vondar og þú, ég sleppi einni af þeim lausri í staðinn fyrir þig og þú færð meira að segja að velja hver það verður”.George fannst þetta góð hugmynd og kölski opnaði dyrnar á fyrsta herberginu.  Þar inni var Richard Nixon í stórri laug fullri af vatni sem hann kastaði sér ofan í aftur og aftur en kom alltaf tómhentur upp aftur.“Ekki séns!” Gargaði Goggi “Ég er ekki góður sundmaður og ég held ég gæti ekki gert þetta allan daginn”.  Kölski leiddi hann þá að næsta herbergi en þar inni var Tony Blair með sleggju í hönd og var að höggva grjót.“Nei, ég þjáist af meini í öxl og myndi vera með stöðugar kvalir ef ég ætti að höggva grjót daginn út og inn”.Þá opnaði kölski þriðju og síðustu dyrnar.  Þar inni lá Bill Clinton á gólfinu og ofan á honum var Monica Lewinsky að gera það sem hún gerir best.Gerge Bush leit á kölska í forundran og sagði: “Já, ég ætti að ráða við þetta”.Kölski brosti og sagði: “Monica, þú mátt fara”.

Vona að ég verði ekki bannaður fyrir myndbirtinguna


mbl.is SÞ ræðir mál Rússa og Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík öndvegisvitleysa

drolla 

Greifafrúin fór á góðgerðarskemmtun. Hún át, drakk og dansaði langt fram á nótt. Í morgunsárið var hún á leið út í Rollsinn sinn þegar gamall flækingur vatt sér að henni. "Afsakið frú, gætuð þér gefið mér nokkra skildinga, ég hef ekki fengið mat í þrjá daga." "Ég er búin að eyða hálfri nóttinni í þig og þína líka," svaraði greifafrúin. "Fáið þið aldrei nóg?"

Nýja þernan var mætt í vinnu hjá hertogahjónunum í hinni stórkostlegu höll þeirra. "Eitt skiptir mig mjög miklu máli," sagði hertogaynjan með þung, "og það er að við maðurinn minn borðum alltaf morgunverð á slaginu klukkan átta." Nýja þernan kinkaði kolli og sagði:"Mér líst vel á það, hertogaynja. En ekkert vera að bíða eftir mér ef ég skyldi sofa yfir mig. Byrjið þið bara, ég er hvort eð er ekkert mikið gefin fyrir morgunmat."


mbl.is Prinsinn lenti í garði kærustunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Særandi, illgirnislegt og óviðeigandi

RogerOld 

Ég hafði hugsað mér að nota myndina sem fylgir þessarri færslu með Ljóði dagsins hér að neðan. En þá uppgötvaði ég í hugskoti mínu að hún gæti verið særandi, illgirnisleg og algerlega óviðeigandi. Þannig að ég ákvað að hætta ekki á að verða bannaður hér og birti öllu hugglegri mynd af viðfanginu, leikaranum Roger Moore.

Ég var nefnilega að komast á snoðir um það hér: http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/ að það styttist óðum í að allar skopmyndir og háðsádeila verða bönnuð (allavega á moggablogginu og þá styttist í að fleiri bregðist við með sama hætti). Ástæðan virðist vera sú að einhver sérfræðingurinn var að uppgötva að slíkar myndir gætu hugsanlega sært eða móðgað einhvern. Nú hljóta ljóskubrandararnir, brandararnir um klaufsku karlmanna, hafnfirðinga, Árna Johnsen, pólverja, finna, ameríkana, lækna, bankamenn, drauga, dýr, fína fólkið, forngripi, íþróttir, lögfræðinga, hótel, jólin, leikara, foreldra, sálfræðinga, lögguna, Guð og Jesú og síðast en ekki síst múslíma (þorði ekki að segja þetta mjög hátt) að heyra sögunni til.

Mikið rosalega verður þetta tómlegur heimur sem við lifum í eftir það. En öllu skal fórnað á altari pólitískrar rétthugsunar, út með allt sem gæti hugsanlega valdið einhverjum tilfinningaviðbrögðum hjá okkur, hvort sem það er gleði, sorg, hatur eða ást.

Það má vissulega glotta að þessari mynd en hún er engu að síður meiðandi. Eða hvað?

 


Rosalega er gott...

...að vera tölvunarfræðingur 

 

Einu sinni var strákur að fara yfir götu þegar hann heyrði frosk kalla á sig, " Ef þú
kyssir mig þá breytist ég í forkunarfagra prinsessu" Strákurinn beygði sig niður og tók
froskinn og stakk honum í vasann.
Froskurinn sagði aftur við hann: " Ef þú kyssir mig þá breytist ég í forkunarfagra prinsessu þá skal ég vera hjá þér í eina viku."
Strákurinn tók froskinn úr vasanum, brosti framan í hann og stakk honum aftur í vasann.
Froskurinn ræskti sig og sagði hátt: " Ef þú kyssir mig þá breytist ég í forkunarfagra prinsessu þá skal ég vera hjá þér í eina viku og gera ALLT sem þú villt." Aftur tók
strákurinn froskinn upp úr vasanum, brosti framan í hann og stakk honum síðan í vasann. Þá
sagði froskurinn við strákinn: "Hvað er að??? Ég sagði þér að ég er forkunarfögur prinsessa, mun vera hjá þér og gera allt sem þú villt. Af hverju villtu ekki kyssa mig ?"
Strákurinn svaraði: "Sko sjáðu til, ég er tölvunarfræðingur. Ég hef ekki tíma fyrir
kærustur en talandi froskur er alveg ótrúlega kúl"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband