Þarf ekki að kunna íslensku...?

herman 

Það er kannski að kasta steinum úr glerhúsi að gagnrýna hvernig íslenskukunnáttu nútíma fjölmiðlamanna er háttað. Það er auðvitað ótrúlega fyndið stundum að lesa hvernig fólki sem á að heita starfandi blaða- eða fjölmiðlamenn tekst að afbaka tungumálið okkar, ástkæra, ylhýra. Stundum dettur manni hreinlega í hug að "blaðamennirnir" séu unglingar í starfskynningu, með fullri virðingu fyrir unglingum þessa lands. Eitt pínulítið dæmi um þetta var í brandaranum um Herman eftir Jim Unger, sem var á 70. síðu Sólarhringsins í gær. Þar var mynd af frekar mæðulegum manni sitjandi við borð, sem rétti matseðil að luralegri þjónustustúlku . Undir myndinni stóð brandarinn: Áttu annan matseðil? Ég á ekki efni á neinu á þessum. Þarna tókst brandarahöfundinum íslenzka að nota orðið á býsna oft í einni setningu. Að óþörfu.

Kannski er tungumálið bara að þróast í meðförum fjölmiðlamanna og þetta kannski óþarfa nöldur?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband