Færsluflokkur: Spaugilegt

Bótalaust golf

Fjórir eldri menn voru búnir að heyra veðurspána fyrir

aðfangadag því þeir voru vanir að spila golf einu sinni í

viku og þessi dagur var fullkominn fyrir það að fara spila

golf. Þeir ákváðu allir að slá til, en vissu það jafnframt

að eiginkonur þeirra yrðu mjög ósáttar og þeir yrðu að finna

lausn á því.

Svo kom aðfangadagsmorgun og allir félagarnir saman komnir.

"Það er nú meira sem ég þurfti að gera til að fá að koma

strákar," segir einn vinurinn og segir strákunum frá því að

hann hafi þurft að gefa konunni sinni stóran demantshring og

hún hafi verið svo ánægð að hún hafi ekkert sagt við hann

þegar hann fór í morgun, en hringurinn hafi kostað 200.000

krónur.

Annar þeirra sagðist hafa þurft að kaupa utanlandsferð með

skemmtiferðaskipi og konan hans hafi verið svo upptekin í

morgun að skoða hvað sé í boði og hvað þau ætla að gera að

hún hafi ekkert sagt þegar hann fór í morgun.

Sá þriðji sagði að þetta hafi líka verið erfitt og hann

hafi keypt bíl handa konunni sinni!

Sá fjórði var hissa á öllum félögum sínum hvað þeir þurftu

að eyða í konurnar sínar til að komast að spila golf.

"Ég vaknaði nú bara í morgun, ýtti við konunni og sagði að

þetta væri morgun til að spila golf eða stunda vilt

kynlíf!. Konan sagði mér bara að taka hlýja peysu með og

fór aftur að sofa!


mbl.is Sýknaður af bótakröfu vegna misheppnaðs golfhöggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið skil ég hana vel

Ég hef heldur engan áhuga á stefnumótum við karlmenn um þessar mundir. Ég hef engan áhuga á karlmönnum sem skilja ekki að þeir eru ekki það sem skiptir mestu máli í lífi mínu !
mbl.is Enga karlmenn, takk!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverjir fleiri eru vonlausir í kvennamálum

geitin...þegar þriðja hjónabandið fer í handaskolum og þeirri heittelskuðu er skipt út fyrir geit, er hugsanlega eitthvað að hjá eiginmanninum. Skemmtileg flökkusaga samt.
mbl.is Eiginkonuna fyrir geit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum þarf að hugsa rökrétt

Einu sinni voru tvær nunnur á gangi í gegnum skóginn.

Önnur þeirra gekk undir viðurnefninu Systir Stærðfræði (SS), En hin var kunn undir viðurnefninu Systir Rökrétt (SR).

Það var farið að dimma og þær áttu ennþá langt eftir á áfangastað.

SS: Hefurðu veitt því athygli að síðustu 38 og hálfa mínútu hefur okkur verið veitt eftirför af einhverjum manni? Ég velti því fyrir mér hvað hann ætli sér.

SR: Það liggur ljóst fyrir að hann ætlar sér að gera okkur eitthvað.

SS: Almáttugur minn! á þessum tímapunkti mun hann ná okkur innan 15 mínútna hið minnsta! Hvað getum við gert?

SR: Það eina rökrétta í stöðunni er auðvitað að labba hraðar.

Stuttu síðar:

SS: Það er ekki að ganga upp.

SR: Auðvitað er það ekki að ganga upp. Maðurinn gerði það eina rökrétta í stöðunni. Hann fór líka að labba hraðar.

SS: Hvað eigum við þá að gera? Á þessari stundu mun hann ná okkur innan einnar mínútu.

SR: Það eina rökrétta í stöðunni fyrir okkur er að fara sitt í hvora áttina. Þú ferð þessa leið og ég tek hina leiðina. Þá getur hann ekki elt okkur báðar.

Því næst ákvað maðurinn að elta Systur Rökréttu. Systir Stærðfræði komst á áfangastað heilu á höldnu en hafði áhyggjur af því hvernig Systur Rökrétt hefði reitt af. Eftir nokkra mæðu kemur Systir Rökrétt loks á áfangastað.

SS: Systir Rökrétt ! Guði sé lof að þú sért komin! Hvað gerðist?

SR : Þar sem maðurinn gat eðlilega ekki elt okkur báðar, þá valdi hann þann möguleika að elta mig.

SS: Já, Já! En hvað gerðist svo?

SR: Nú ég reyndi að hlaupa eins hratt og ég gat, en þá fór hann einnig að hlaupa eins hratt og hann mögulega gat.

SS: Og?

SR: Það eina rökrétta gerðist á þessum tímapunkti. Hann náði mér.

SS: Guð minn góður! Og hvað gerðir þú?

SR: Það eina rökrétta sem ég gat gert og gerði.. Ég lyfti pilsi mínu upp.

SS: Oh, vesalings Systir! Hvað gerði maðurinn?

SR: Það eina rökrétta fyrir hann í stöðunni. Hann gyrti niður um sig.

SS: Æii, nei!! Hvað gerðist svo?

SR : Liggur það ekki í augum uppi, Systir? Nunna með pilsið upp um sig hleypur hraðar en maður með buxurnar á hælunum.


mbl.is Segir lögreglu hafa boðað kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vond byrjun á deginum

Miðaldra kona stendur allsber fyrir framan spegilinn í svefnherberginu og dæsir. Karl hennar uppi í rúmi að lesa blað.
 
-Almáttugur að sjá hvernig ég er orðin segir hún, brjóstin komin niður á maga, rassinn ofan í gólf, allt í appelsínuhúð og keppum!
Magnús segðu eitthvað jákvætt til að hressa mig við.
 
-Ja, þú ert allavega með góða sjón, segir hann.

Snilldar viðbrögð...

crime-scene-tape-230...svona á að bregðast við þegar hringt er í mann í óæskilegum söluhugleiðingum:

http://howtoprankatelemarketer.ytmnd.com/

(fengið að láni frá Sporðdrekastelpunni).


Útskýring á hvernig markaðarnir virka

Þetta hefur auðvitað birst áður en sjaldan er góður vísareikningur of oft borgaður 

Once upon a time in a village, a man appeared and announced to the villagers that he would buy monkeys for $10 each. The villagers seeing that there were many monkeys around, went out to the forest, and started catching them.


The man bought thousands at $10 and as supply started to diminish, the villagers stopped their effort. He further announced that he would now buy at $20. This renewed the efforts of the villagers and they started catching Monkeys again.

Soon the supply diminished even further and people started going back to their farms. The offer increased to $30 each and the supply of monkeys became so little that it was an effort to even see a monkey, let alone catch it!

The man now announced that he would buy monkeys at $50 ! However, since he had to go to the city on some business, his assistant would now buy on behalf of him.

In the absence of the man, the assistant told the villagers. 'Look at all these monkeys in the big cage that the man has bought and collected. I will sell them to you at $35 and when the man returns from the city, you can sell them to him for $50 each.'

The villagers rounded up with all their savings and bought all the monkeys.
Then they never saw the man nor his assistant, only monkeys everywhere!

Now you have a better understanding of how the stock market works


mbl.is Íslensku bankarnir að koma inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að tryggja hamingju barnanna sinna

Kona ein átti þrjár dætur. Í hvert skipti sem einhver af dætrum hennar gifti sig bað mamman hana að vera fljóta að skrifa heim og segja gömlu konunni hvernig kynlífið væri hjá hinni nýgiftu.....
 
Jæja sú elsta gifti sig fyrst og aðeins tveimur dögum seinna barst gömlu konunni bréfið frá dóttur sinni.
Á því stóð aðeins "Myllukökur Myllubrauð".
Gamla konan átti bágt með að skilja þetta en fyrir einhverja rælni tók hún eftir auglýsingu frá Myllunni þegar hún vað að blaða í Dagblaðinu síðar um kvöldið.
En þar stóð "Myllukökur Myllubrauð.. ávallt seðjandi".
Gamla konan sá nú að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa að elstu dóttur sinni, henni væri vel sinnt.

En þar kom að miðdóttirin gifti sig og leið vika frá brúðkaupinu þar til gömlu konunni barst bréfið frá dóttur sinni.
Þar stóð aðeins "Ingvar og Gylfi". Kella var nú fljót að leita að Dagblöðunum og fann að lokum
auglýsingu frá Ingvar og Gylfa þar sem stóð "Nýi rúmgaflinn frá okkur..King size og extra langur".
Vissi nú kella að hún þyrfti heldur engar áhyggjur af hafa af þessari dóttur sinni.

Jæja bréfið frá yngstu dótturinni var lengi á leiðinni en barst loks kellu fjórum vikum eftir brúðkaupið.
Í bréfinu stóð aðeins eitt orð "Flugleiðir".
Kella leitaði nú ákaft að auglýsingu frá Flugleiðum í Dagblaðinu og á endanum fann hún eina.
En eftir að hafa lesið auglýsinguna leið yfir kerlinguna því þar stóð: "Þrisvar á dag, sjö daga vikunnar, á alla áfangastaði!!!!!!!!


Erfiður dagur

Það er búið að fara verulega illa með mig í dag. Ég hóf daginn á því að reyna að hala niður ókeypis kvikmyndum af mbl.is en það gekk ekkert og nú veit ég ástæðuna fyrir því. Þegar ég gafst upp á að láta þetta virka ákvað ég að skunda í miðbæinn og sjá hvernig gengi að sturta mölinni fyrir framan Alþingishúsið. Þegar ég sá enga malarflutningabíla ákvað ég að leita frekar að Bob Dylan. Ég rakst á einn náunga sem mér fannst líkjast honum og stillti mér upp fyrir framan hann þar sem hann sat á bekk fyrir framan kaffi París. Þegar hann virtist ekkert ætla að fara að spila og syngja, mælti ég til hans á  móðurmáli hans og spurði hvenær hann ætlaði að hefja upp raust sína, svaraði hann "Markús minn láttu ekki svona, manstu ekki eftir mér? Við vorum saman í bekk í Austurbæjarskólanum? Áttu erfitt þessa dagana, vinur, tylltu þér og leyfðu mér að fræða þig um kosmíska blöndun við geimverurnar sem búa í Snæfellsjökli.... " Ég forðaði mér og ákvað að hætta að leita að Dylan. Enda hef ég aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi kallsins, þannig séð. Það var líka orðið kalt í miðbænum svo að ég brunaði sem leið lá upp í Kringlu því þar átti Björn Ingi einmitt að vera að árita nýja bók, ég neita því ekki að ég hlakkaði mjög til að lesa uppljóstranir hans um REI málið og fleira, það er virkilega gott efni í útvarp líka. Ég hugsaði mér nú aldeilis gott til glóðarinnar yfir því að geta kannski platað hann í viðtal hjá mér. Þegar ekkert bólaði á Birni  mundi ég allt í einu að hann átti líka að taka við ritstjórastólnum hjá Sólarhringnum og þó Bingi sé fjölhæfur getur hann varla verið á tveimur stöðum í einu. Ég varð að sætta mig við það. Endalaus vonbrigði hjá mér þennan daginn.

Ég heyrði eitthvað fólk pískra um að Nick Cave væri nú ekkert þarna. Eins og hann sé daglegur gestur í Kringlunni? Meira hvað fólk getur verið miklir kjánar.

Þarna urðu þó aðrir fagnaðarfundir. Ég hitti gamlan skólabróður, mann sem í gamla daga deildi með mér gríðarlegum áhuga á fornminjum og spennandi leiðöngrum til Suður-Ameríku og Egyptalands. Vegna þess að við fórum aldrei á þær töfraslóðir, nema í huganum gladdist ég rosalega yfir þeim tíðindum sem hann færði mér. Hann sagði mér að það hefði fundist gömul sprengjugeymsla í Öskjuhlíðinni og við vorum sammála um að hana yrðum við að berja augum undir frábærri leiðsögn viskubrunnsins Þórs Whitehead. Á leiðinni í Öskjuhlíð urðum við auðvitað að renna við á bensínstöðinni sem bauð upp á dropann á spottprís, en af einhverri ástæðu hafði gleymst að lækka verðið sem olli því að ég neyddist til að borga himinháan reikning. Undarlegt. Ég eyddi of löngum tíma í að skamma afgreiðslumanninn og það tafði för okkar greinilega um of því Þór Whitehead var hvergi sjáanlegur í Öskjuhlíð en við hittum þar miðaldra mann,kominn í sömu erindagjörðum og við. Hann var greinilega leiður yfir að hafa ekki hitt á Þór við upphaf ferðarinnar að sprengjugeymslunni fornu, en hann hafði aðrar gleðifréttir handa okkur því hann hafði frétt af því að forn grafreitur hefði fundist í Vatnsmýrinni og áttu nemendur í fornleifafræði við HÍ að sýna vegfarendum hann í dag. Við buðum manninum far og hófum leitina að fornminjunum í mýrinni. Þær fundum við ekki frekar en annað þennan skrýtna dag.

Það eina sem við rákumst á var tannlæknastúdent sem vafraði um, einn þarna í mýrinni. Þegar við tókum hann tali hafði hann á orði að Vatnsmýrin væri nú það stór að við finndum sennilega aldrei staðsetningu þessa forna grafreits. Síðan blikkaði hann okkur skelmislega og sagði að við ættum nú kannski frekar að kíkja í Vesturbæjarlaugina því þar ætluðu femínistakonur að vera berbrjósta í mótmælahug. Við félagarnir fjórir ákváðum að kíkja á þessa skemmtilegu uppákomu en vorum jafnóheppnir og fyrr. Sennilega voru femínistakonurnar nýfarnar því þeir einu sem voru í lauginni var stór hópur af miðaldra karlmönnum og unglingsstrákum sem hver og einn leit ráðvilltur í allar áttir eins og þeir hefðu týnt einhverju.

Þegar við komum hálffúlir út í bíl aftur rifjaðist allt í einu upp fyrir mér að einhver forláta snekkja hefði átt að vera til sýnis við hlið Viðeyjarferjunnar, og ekki nóg með það heldur átti Al Gore að vera um borð og jafnvel hópur hernaðarandstæðinga á bryggjunni að mótmæla. Ég hef alltaf haft áhuga á snekkjum og þessa langaði mig að sjá. Ferðafélagarnir voru orðnir frekar pirraðir og báðu um að fá að yfirgefa bílinn í Skútuvoginum því þar væri Vodafone að bjóða I-phone á fínu verði. Ég á ljómandi fínan síma þannig að ég dreif mig bara niður að snekkjunni og kvaddi þá með virktum. En Al Gore hafði greinilega siglt í burtu og það eina sem ég sá var Viðeyjarferjan. Hún er reyndar voða fín en þær myndir sem ég hafði séð af snekkjunni bentu til þess að hún væri jafnvel fínni en Viðeyjarferja. Þetta voru voðaleg vonbrigði ofan á allt annað sem ég hafði misst af í dag.  Ég varð að finna upp á einhverju skemmtilegu til dagurinn yrði nú ekki alveg ónýtur.

Ég var að koma heim eftir fýluferð að Garðskaga - þar var ekkert draugaskip. Hvers konar dagur er þetta eiginlega? Ég vona að 2. apríl verði skárri.


mbl.is Varstu gabbaður í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin

...hefur sennilega líka verið stungin í rassinn með sporjárni og er enn hissa.
mbl.is Fangi stunginn með sporjárni í rasskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband