Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Slys á föstudaginn langa
21.3.2008 | 19:44
Svona gera slysin ekki boð á undan sér og það óvænta gerist þegar maður á sízt von á því. Eins og gamla konan í sveitinni sagði alltaf .
Ég ætlaði bara að setjast við tölvuna og tékka á tölvupósti þegar það gerðist. Nýbúinn að gæða mér á eðal danskri skinku ásamt brúnuðum kartöflum, sveppasósu og öllu þessu venjulega íslenzka meðlæti, og viðbrögðin kannski hægari af þeim sökum. Það var smá lögg eftir af "Jólaölinu" sem ætti kannski að heita páskaöl á þessum árstíma. Löggina í glasinu tók ég með mér að skrifborðinu. Um leið og ég lagði glasið á borðið var sem dularfull, fremur illkvittin hönd ýtti við því og meirihlutinn af lögginni helltist yfir skrifborðið - og lyklaborðið. Ótrúlegt hvað svona lítill vökvi getur orðið víðfemur þegar hann hellist niður. Ótrúlegt. Með snarræði náði ég að þurrka þetta allt upp, en ef ég blogga ekkert fyrr en einhvern tíma í næstu viku vitið þið ástæðuna. Lyklaborðið er klístrað fast og ekkert hægt að skrifa, nema kannski einstaka staf.
Ef svo fer nota ég tækifærið og segi núna Gleðilega Páska öll og munið: Lyklaborð og laggir eiga ekki samleið.
Góðar stundir.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skoðanakönnun
20.3.2008 | 09:28
Vildi bara minna á skoðanakönnun á heimasíðu útvarps Sögu http://www.utvarpsaga.is/ . Nú er spurt:
Cheney kominn til Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Húmorsleysi
19.3.2008 | 23:38
Bin Laden hótar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Dymbilvika og Páskar
18.3.2008 | 12:22
Hvernig þú getur hæglega komið þér í klandur í Afghanistan
7.3.2008 | 14:49
BMW
6.3.2008 | 17:37
Eina ferðina enn. Annað hvort er svona erfitt að aka þessarri bíltegund, eða að fréttariturum mbl.is finnst það sérstök tíðindi ef ökumenn BMW lenda í óhöppum.
Veit það ekki.
Bíll í Reykjavíkurtjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10
27.2.2008 | 14:02
Til að fara um svona svöl gatnamót þarftu að eiga svalan bíl. Hér er listi sem ég fann einhvers staðar yfir 10 svölustu bíla sögunnar:
10. Jaguar E
9. Aston Martin DB5
8. Lancia Stratos
7. Mercedes-Benz 300SL Gullwing
6. Duesenberg J/SJ/SSJ
5. Citroen DS
4. Jaguar XK120
3. Shelby Cobra
2. Porsche 911
1. 1963-1967 Chevrolet Corvette Sting Ray
Svo er bara að velja sér einn svalan.
Vilja umferðarmengunina í göng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eurovision lokafærsla - í bili
24.2.2008 | 15:44
Eigum við að gamni að fara yfir þau lög og flytjendur sem við Íslendingar höfum sent í Eurovision keppnina og hvernig okkur hefur gengið hingað til? Skoðum þetta aftur á bak:
2008 - This is my life - Eurobandið - keppir í síðari undanúrslitaþætti 22.maí næstkomandi.
2007 - Valentine Lost - Eiríkur Hauksson - 13.sæti undanúrslita með 77 stig.
2006 - Congratulations - Silvia Night - 13. sæti undanúrslita með 62 stig.
2005 - If I had your love - Selma Björns - 16.sæti undanúrslita með 52 stig.
2004 - Heaven - Jónsi - 19. sæti með 16 stig.
2003 - Open your heart - Birgitta Haukdal - 8. sæti með 81 stig.
2002 - Vorum við ekki með.
2001 - Angel - Two Tricky - 22. sæti með 3 stig.
2000 - Tell me - Einar Ágúst & Telma - 12. sæti með 45 stig.
1999 - All out of luck - Selma Björns - 2. sæti með 146 stig.
1998 - Vorum við ekki með.
1997 - Minn hinsti dans - Páll Óskar - 20. sæti með 18 stig (öll fengin frá þjóðum sem kusu með símakosningu).
1996 - Sjúbídú - Anna Mjöll Ólafsdóttir - 13. sæti með 51 stig.
1995 - Núna - Björgvin Halldórsson - 15. sæti með 31 stig.
1994 - Nætur - Sigga Beinteins - 12. sæti með 49 stig.
1993 - Þá veistu svarið - Ingibjörg Stefánsdóttir - 13. sæti með 42 stig.
1992 - Nei eða Já - Sigga Beinteins & Sigrún Eva - 7. sæti með 80 stig.
1991 - Draumur um Nínu - Stebbi & Eyvi - 15. sæti með 26 stig.
1990 - Eitt Lag enn - Stjórnin - 4. sæti með 124 stig.
1989 - Það sem enginn sér - Daníel Ágúst - 22. sæti með ekkert stig.
1988 - Þú og Þeir (Sókrates) - Sverrir Stormsker & Stefán Hilmarsson - 16. sæti með 20 stig.
1987 - Hægt og Hljótt - Halla Margrét - 16. sæti með 28 stig.
1986 - Gleðibankinn - ICY - 16. sæti með 19 stig.
Og eigum við ekki að láta vangaveltum um Eurovision lokið fram í maí?