Slys á föstudaginn langa

0sullSvona gera slysin ekki boð á undan sér og það óvænta gerist þegar maður á sízt von á því. Eins og gamla konan í sveitinni sagði alltaf .

Ég ætlaði bara að setjast við tölvuna og tékka á tölvupósti þegar það gerðist. Nýbúinn að gæða mér á eðal danskri skinku ásamt brúnuðum kartöflum, sveppasósu og öllu þessu venjulega íslenzka meðlæti, og viðbrögðin kannski hægari af þeim sökum. Það var smá lögg eftir af "Jólaölinu" sem ætti kannski að heita páskaöl á þessum árstíma. Löggina í glasinu tók ég með mér að skrifborðinu. Um leið og ég lagði glasið á borðið var sem dularfull, fremur illkvittin hönd ýtti við því og meirihlutinn af lögginni helltist yfir skrifborðið - og lyklaborðið. Ótrúlegt hvað svona lítill vökvi getur orðið víðfemur þegar hann hellist niður. Ótrúlegt. Með snarræði náði ég að þurrka þetta allt upp, en ef ég blogga ekkert fyrr en einhvern tíma í næstu viku vitið þið ástæðuna. Lyklaborðið er klístrað fast og ekkert hægt að skrifa, nema kannski einstaka staf.

Ef svo fer nota ég tækifærið og segi núna Gleðilega Páska öll og munið: Lyklaborð og laggir eiga ekki samleið.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Í fyrsta tímanum, þegar ég hef leiðbeint við tölvunotkun kem ég strax fram einu fyrsta boðorðinu mínu: "Ekki vera með neinn vökva/drykki nálægt tölvunni" (Höfum haft málamiðlun og ég leyft að hafa molasopann á gólfinu! Það skemmir ekkert að sparka úr bolla yfir gólfið, þótt parkett væri). 

Kex, brauð, nammi o.þ.h. er heldur ekki sniðugt að maula samhliða tölvunotkun, EN það er þó yfirleitt hægt að ryksuga það uppúr lyklaborðinu (passa samt að lyklatapparnir fari ekki með mylsnunni í ryksugupokann) Af maultegundum er þó ein gerð bönnuð; ristað (heitt) brauð o.þ.l. með SMJÖRI. Sérðu það ekki í anda oní tæknibrellunum, þá er páskaölið e.t.v. skárra.

Beturvitringur, 21.3.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ölið hefur drepið a lyklaborðsins - þau a sem hér eru notuð eru copy/paste  Ég er ekkert viss um að ölið sé eitthvað skarra en ristað brauð í þessu sambandi.

Markús frá Djúpalæk, 21.3.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stingdu því bara undir bununa - skaðinn er skeður hvort eð er......:)

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hmmm hvaða bunu?

Markús frá Djúpalæk, 21.3.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Stinga því bara í uppþvottavélina

Markús frá Djúpalæk, 21.3.2008 kl. 20:54

6 Smámynd: Beturvitringur

Já, þú átt greinilega góða að, - ráðgjafa.

Beturvitringur, 23.3.2008 kl. 03:37

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Beturvitringur - ég er greinilega umvafinn góðu fólki

Markús frá Djúpalæk, 23.3.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband