Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Virðing

Þeir Salman Tamimi formaður félags múslíma á Íslandi og Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur voru í viðtali hjá mér í síðdegisútvarpinu á Sögu í dag. Þeir ræddu fram og til baka um þessar myndbirtingar og voru báðir þeirrar skoðunar að grín sem ekki væri fyndið og eingöngu til þess gert að særa verðmætustu tilfinningar þeirra sem grínið beindist að væri í raun og veru ekkert grín.

Það var einnig greinilegt á máli þeirra að þeir voru mjög á móti ofbeldishótunum þeirra sem ekki finnst þetta fyndið. Enda er það nú þannig að flestir vilja bara fá að lifa í friði og spekt án mikilla átaka, þannig er mannfólkið bara hvort sem það býr á Íslandi eða í Afganistan.

Þeir sögðu frá samstarfshópi allra trúfélaga á Íslandi sem stefnir að því að auka víðsýni milli þeirra, með ýmsum hætti þar á meðal með því að láta forystumenn félagana kynnast innbyrðis og með því draga úr hugsanlegum erjum þeirra á milli. Einnig reifuðu þeir nokkrar hugmyndir sem uppi eru til að koma skilaboðum út í samfélagið um að trúfélög geti unnið saman og lifað saman en þurfi ekki að standa í erjum sín á milli.

Þeir veltu fyrir sér fjölmenningarsamfélaginu og framtíð þess ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Þessi þáttur verður endurtekinn á Útvarpi Sögu eftir miðnætti og svo aftur um helgina. Þá sem hafa áhuga á þessum málum hvet ég til að reyna að ná endurtekningunni.


mbl.is Endurbirtingu skopmynda mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallanginn...

0cuffs..ég kunni nú ekki við annað en bjóða manngarminum inn og hella upp á kaffi fyrir hann og bjóða upp á kleinur. Hann bankaði upp á kaldur og hrakinn með snærisspotta um ökklann og sagðist hafa dottið óvart út um glugga og villst í framhaldi af því alla leið upp í Mosfellssveit, greinilega ringlaður eftir höfuðhöggið sem hann fékk við fallið úr glugganum. Hann röflaði eitthvað um afmælið sitt meðan hann maulaði kleinurnar og spurði svo hvort hann mætti ekki bóna bílinn minn. Skrýtið hvað höfuðhögg geta ruglað menn í ríminu.

Ég verð nú samt að viðurkenna að ég mér brá svolítið þegar ég heyrði í þyrlu í bakgarðinum og sírenuvæl framan til, rétt í þann mund að húsið fylltist af reyk og augu mín og gestsins af tárum.

Hvað með það þó maður bjóði upp á kleinur og kaffisopa?


mbl.is Annþór kominn í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fordómar og örfáar stafsetningarvillur ...

0polverjar

Erum við ekki aðeins að missa okkur?

0metropolisSíðast þegar ég vissi vorum við um 300.000 talsins, íslendingar. Það er ekkert að því að vera með háleitar hugmyndir, en þær þurfa kannski að vera raunhæfar. Það er verið að byggja risavaxin skrifstofuskrýmsli um allt höfuðborgarsvæðið og mér er satt að segja til efs að það takist að finna fólk og fyrirtæki til að fylla alla þá fermetra sem í boði eru og verða.

Kannski er það hægt, en ojojoj mér finnst þetta tú möts.


mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nöldur

ÓK ÚT í ELLIÐAÁ 

Ungur ökumaður á leið austur Bústaðaveg í Reykjavík ók fólksbíl þvert yfir Reykjanesbrautina, ók út af veginum og fór beint af augum niður í Elliðarárdalinn og endaði bílferðin ofan í Elliðaá.

Auðvitað er hræðilegt að úti í umferðinni sé fólk sem er svo ölvað að það sér ekki mun á vegi og á. En það er líka pínu hræðilegt að á ritstjórn Morgunblaðsins skuli starfa fólk sem heldur að Elliðaár heiti Elliðaá.

Smá nöldur.


mbl.is Ók út í Elliðaá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík kúgun!

0muslimagrinAð fá ekki að hóta því í friði að myrða mann og annan fyrir að vera flinkir að teikna. Svona lagað má auðvitað ekki líðast. Inn í landið með túnisana aftur, þeir verða fá að stunda sín áhugamál í friði, þó svo þau innihaldi sveðjur og morðhótanir.
mbl.is Mótmæla brottvísun Túnismanna frá Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rödd Alþýðunnar

0radio3Ertu bloggari? Viltu taka þátt í umræðunni? Hjálpaðu okkur við að taka púlsinn á því sem er að gerast í heiminum, hvort sem er heima eða erlendis. Ef þú vilt koma þínu á framfæri við Rödd Alþýðunnar - bloggþáttinn á Útvarpi Sögu, sendu okkur póst á saga@utvarpsaga.is eða markusth@internet.is

Rödd Alþýðunnar má aldrei þagna - Bloggþátturinn á Útvarpi Sögu


Reykingar eru auðvitað viðbjóður...

...en þetta hljómar samt eins og ráðherra vilji slá sig til riddara. Skv. lögunum eru reykherbergi, vel loftræst og einangruð, leyfð á vinnustöðum. Alþingi er vinnustaður hvað sem fólki kann að finnast um vinnubrögðin þar. Aftur á móti er skýrt tekið fram í lögunum (eða reglugerðinni) að reykingar séu bannaðar á almenningsstöðum eins og skemmtistöðum, skólum, sjúkrahúsum og í fólksflutningatækjum. Einfalt og skýrt. Hitt er svo allt annað mál að auðvitað væri skynsamlegt að hafa samskonar reykherbergi á skemmtistöðum og ölstofum svo fólk þurfi ekki að híma úti í norðangarranum við þennan óholla óskunda.

Það herbergi þarf samt að vera þannig útbúið að þeir sem vilja ekki láta reykja sig eins og hangilæri komist hjá því.

Lokun reykherbergis á Alþingi er bara fyrirsláttur og sýndarmennska; það þarf að finna lausn fyrir skemmtistaðina sem allir geta sæst á.


mbl.is Vill láta loka reykherbergi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöföldun Suðurlandsvegar - Rödd alþýðunnar á Útvarpi Sögu

0suðurlandsvegurÍ þættinum var rætt um hvernig nýjum Suðurlandsvegi skyldi háttað.

Mörgum hefur verið þyrnir í augum bágt ástand Suðurlandsvegar og sú mikla slysahætta sem er þar. Ástandið batnaði nokkuð við gerð mislægu gatnamótanna að Þrengslavegi en sú staðreynd er enn uppi að vegurinn er að mestu leyti enn mjór sveitavegur, þrátt fyrir að þar oftast ekið mun hraðar en leyfilegt er annars staðar í veröldinni á slíkum vegum. Umferðarþungi er einnig mikill þar, einkum yfir sumartímann þegar stanslaus straumur er úr höfuðborginni í sveitasæluna fyrir austan fjall. 

Til að ræða þetta mál mætti G. Pétur Matthíasson upplýsingarfulltrúi vegagerðarinnar ásamt Vigni Arnarsyni bloggara úr Þorlákshöfn. Eftir því sem Pétur upplýsti hefur pólítísk ákvörðun þegar verið tekin og vinna komin af stað við hönnun og undirbúning 2+2 vegar.

Að sögn Péturs stendur ekki til að lýsa upp leiðina, því lýsing getur verið tvíbent sverð. Staurar, meira að segja þeir sem eiga að vera eftirgefanlegir eru ekki  hollir bifreiðum, auk þess sem við sumar aðstæður gæti lýsing truflað meira en hjálpað. Hið sama sagði hann um miklar skiltamerkingar við veginn. Aftur á móti er vegrið nauðsynlegt, og jafnvel skylda samkvæmt einhverjum alþjóðlegum stöðlum.

Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár kom aðeins inn í umræðuna og fagnaði því að undirbúningsvinna væri hafin við þessa miklu samgöngubót.

Tvisvar tvöfaldur Suðurlandsvegur  er greinilega mikil framkvæmd, sem kallar meðal annars á vel á annan tug mislægra gatnamóta á leiðinni frá Reykjavík til Selfoss.

Á næstunni mun verða tekið á fleiri málum sem vekja athygli og áhuga bloggara, því eins og gefur að skilja eru þeir þverskurður þjóðarinnar sem hlustar og talar á Útvarpi Sögu.


Rödd alþýðunnar - Bloggþátturinn á Útvarpi Sögu

0bloggBloggþáttur Útvarps Sögu verður á dagskrá í fyrramálið, fimmtudag kl. 7-9. Þarna verður tekið á mjög mikilvægu máli sem snertir okkur öll.  Við fáum góða gesti, bæði bloggara og aðra sem þessu máli tengjast.

Hlustið og takið þátt, þetta verður miklu skemmtilegra með ykkur!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband