Þvílík kúgun!

0muslimagrinAð fá ekki að hóta því í friði að myrða mann og annan fyrir að vera flinkir að teikna. Svona lagað má auðvitað ekki líðast. Inn í landið með túnisana aftur, þeir verða fá að stunda sín áhugamál í friði, þó svo þau innihaldi sveðjur og morðhótanir.
mbl.is Mótmæla brottvísun Túnismanna frá Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru menn ekki saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð? Værir þú sáttur við að vera dæmdur án dóms og laga? Til hvers eru þá dómstólar?

GPS (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Linda

sammála höfundi ekki þeim nafnlausa.  Vonandi styðja þjóðir heims við bakið á dönum í framhaldi af þessu og næstu mótmælum sem hafa þegar verið hótað. 

Linda, 13.2.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nafnlausi GPS, í fréttinni stendur að eftir að upp hafi komist um áform þeirra um að ráða teiknarann Kurt Westergaards af dögum. Þeir voru ekki dæmdir til neins, heldur bara vísað til síns heima.

Markús frá Djúpalæk, 13.2.2008 kl. 17:13

4 identicon

Hvar eru sannanirnar um þetta plan á terrormorði ?  Ég bara viðurkenni að ég er dáldið sleginn yfir að nákvæmlega ekkert er fært fram til að bakka upp þessa sögu PET.

Eitthvað gruggugt þarna á ferðini.  Danir alveg að missa sig sínist mér.

Bjarki (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að þeim sem teiknuðu þessar myndir hefur verið hótað lífláti oftar en einu sinni og af fleiri en einum. Ég held að við getum ekki setið í sófanum okkar og dæmt vinnubrögð danskra yfirvalda. Þessi ógn er áþreifanlegri þar en hér og ég held t.d. að það sé ekkert gaman að vera þessir teiknarar sem að öllum líkindum lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Vilduð þið Bjarki og GPS láta hóta ykkur lífláti fyrir eitthvað sem á vesturlöndum er bara talið sárasaklaust grín? Ég hef ekkert á móti fólki af öðrum uppruna, og hef í gegnum tíðina frekar stutt fjölmenningarþjóðfélagsgerðina, en hún verður þá að vera með þeim hætti að fólk geti lifað saman í sátt og samlyndi.

Markús frá Djúpalæk, 13.2.2008 kl. 18:39

6 identicon

Bla bla bla.  Hvaða sannanir eru um að viðkomandi aðilar hafi verið að plotta ógurlegt terrormorð.  Þetta eru bara fullyrðingar PET.  Það er eitthvað gruggugt í gangi.

 Hér er td. talað við konu eins hinna handteknu: (hún er af dönsku bergi brotinn, snerist til islam)

Er min mand pa vej til Guantanamo ?

Omkring klokken fire blev familiens dør slået ind, og en gruppe politimænd løb ind i lejligheden, hvor kvinden sov sammen med sine to børn og sin mand.
http://jp.dk/indland/krimi/article1263987.ece

Bjarki (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:50

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, hræðilegt.

Markús frá Djúpalæk, 13.2.2008 kl. 18:55

8 identicon

Sammála Bjarka.

Ekki í fyrsta skiptið sem PET kæmi með rangar ásakanir. 

Bergur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:28

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Bara svo fólk viti hvað þeir sérfræðingar Bergur og Bjarki eru að tala um er hér linkur inn á síðu PET: http://www.pet.dk/English.aspx

Markús frá Djúpalæk, 13.2.2008 kl. 21:03

10 identicon

Til Bjarka

"Hér er td. talað við konu eins hinna handteknu: (hún er af dönsku bergi brotinn, snerist til islam)"

Ég hef einmitt lesið hitt að hún sé fædd í Danmörku jú en af ERLENDU bergi brotinn. Hún er 22 ára og þau eiga alla vega einn son saman.

Hitt veit ég ekki hvað af þessum upplýsingum í fjölmiðlunum maður er að fá er rétt.

Íris (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:08

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það að eiginkona mannsins er að erlendu bergi brotin breytir því ekki að hún er fædd í Danmörku og er danskur ríkisborgari og því jafn dönsk og allir aðrir innfæddir Danir.

Sigurður M Grétarsson, 14.2.2008 kl. 03:14

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Persónulega finnst mér að við eigum að standa við rétt okkar, tjáningarfrelsi. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera múslimi sem að flytur til lands þar sem að lög og reglur eru allt aðrar en þær sem að hann er vanur.

Menningaheimar okkar og múslima er svo langt frá hvor öðrum. Ég myndi aldrei flytja í land þar sem að mér yrði þröngvað til að breyta minni trú. Ég myndi bara halda mig í mínu landi ef að ég gæti ekki hugsað mér að aðlagast þeirri menningu sem er í öðrum löndum.

Það kemur enginn heim til mín og segir mér að ég verði að ganga með bleikt belti um mig miðja ef að ég vill það ekki. Eins myndi ég aldrei flytja í land þar sem að ég yrði að bera þetta sama bleika belti.

Ég myndi aldrei samþykja að bræður mínir dræpu systir mína af því að hún er ekki gift en samt lifir hún samlífi við mann. Ég myndi heldur aldrei samþykja að ókunnugur maður myndi drepa systur sína vegna þess sama.

Við erum ólík, við trúum á ólíka hluti. Ef að við getum ekki lifað friðsamlega samann þá ættum við ekki að lifa samann.

Ég veit langt frá upphaflega innleggi, eða hvað......

Sporðdrekinn, 14.2.2008 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband