Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvernig þú getur hæglega komið þér í klandur í Afghanistan

Afghanistan

Frétt af ruv.is

Eigum við að vera róleg?

 

Lögregla í Svíþjóð og Noregi hefur handtekið 6 menn grunaða um að safna fé til hryðjuverkastarfsemi. 3 mannanna voru teknir í Ósló og 3 í Stokkhólmi í samræmdum aðgerðum lögreglu. Lögreglan á báðum stöðum segir málið mjög alvarlegt en vill ekki upplýsa um hvar átti að vinna ódæðisverk. Hjá einum mannanna fundust upplýsingar um verustað manns sem teiknað hefur myndir af Múhameð í þarlend blöð.

Lögreglan í Ósló segir að málið sé sérlega alvarlegt vegna þess að á síðustu vikum hafa komið fram upplýsingar um að hryðjuverkamenn láti unglinga af afrískum uppruna safna fé í landinu til að fjármagna ódæðisverk í Austur-Afríku.

Í morgun var látið til skarar skríða og lykilmenn í þessari starfsemi, að því er lögregla telur, handteknir.

Lögreglan vill ekki upplýsa um hvar nota átti féð en segist þess fullviss að hryðjuverk hafi verið á döfinni - þó ekki endilega á Norðurlöndum. Þó vekur það óhug að hjá einum mannanna fannst teikning sem sýnir hvar Svínn Lars Vilks býr. Hann hefur teiknað myndir af spámanninum Múhameð í sænsk blöð og verið hótað lífláti og fer nú huldu höfði.

Allir hinna handteknu eru frá Sómalíu og tengja peningasendikerfi sem kallast Hawala og byggir á að koma söfnunarfé úr ýmsum löndum heim til Sómalíu. Lögreglu hefur lengi grunað að þetta kerfi væri notað til að standa straum að illvirkjum einkum meðal múslíma í Austur-Afríku.

Yfirmaður norsku leynilögreglunnar, Jörn Holm, sagði í morgun að full ástæða væri til að ætla að hættulegir hryðjuverkahópar störfuðu í landinu. Þó væri um fáa menn að ræða en þeir reyndu að fá saklausa unglinga í lið með sér við að safna fé með betli og smáránum.

 


Undarlegur fréttaflutningur

Á visi.is er frétt um þvagleggsmálið svokallaða sem átti sér stað á Selfossi. Það mál átti sér stað í mars á síðasta ári, þegar tekið var þvagsýni úr konunni með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar.

Þetta mál er bloggurum og öðrum auðvitað, án efa í fersku minni. Enda viðbrögðin við hamagangingum í sýslumanni og fulltrúum hans við að ná þvagsýni úr konunni mjög sterk.

Nú hefur visir.is bætt um betur.  Fréttin þar fjallar um að dómur hafi fallið í málinu gær og konan svift ökuleyfi í eitt ár og til eins árs skilorðsbundins fangelsis auk þess sem hún er dæmd til að greiða sakarkostnað. Kannski þungur dómur veit það ekki, en þyngsta dóminn yfir konunni kveður ritstjórn visis.is því þeir birta mynd af henni ásamt fullu nafni. Það vantar ekkert nema heimilisfang og skóstærð.

Svo veigra menn sér við að birta myndir af nauðgurum og barnaníðingum, á grundvelli einhverrar persónuverndar...

Sem dæmi um það er ný frétt á þessum sama vefmiðli:

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórtán ára stúlku sem gætti tveggja sona hans.

Síðan eru málsatvik rakin en ekkert meir... engin mynd, ekkert nafn.

 


Dauðans vitleysa er þetta!

03pigs0grisliÞað er engum greiði gerður með svona ákvörðunum. Sparigrísir hafa verið til næstum eins lengi og fólk hefur sparað peninga, og ef það á að fara að breyta grísunum þremur í gömlu evrópsku ævintýri í kettlinga og Grislingi hinum síhrædda í veit ekki hvað held ég að sé kominn tími til að við hugsum okkar gang!

Það að við megum ekki halda í einhverjar hefðir okkar til þess að móðga ekki einhverja með aðra siði er meiri rasismi en sá sem verið er að reyna að eyða með þessum kjánalegu ákvörðunum.

Hættiði þessu!

Viðbót kl. 12:54 27.febrúar 2008. Nú er því haldið fram að hér sé flökkusaga á ferð og stólpagrín gert að moggabloggurum fyrir að missa sig yfir þessu. En hvort sem þetta er grín, flökkusaga eða eitthvað annað, breytir það ekki þeirri staðreynd að við Vesturlandabúar erum búnir að gefa eftir á mörgum sviðum af ótta við að móðga fólk af öðrum uppruna, af annarri trú. Nægir þar að nefna x-mas og holiday þvæluna hjá enskumælandi og fjarlægingu svínakjöts af matseðli grunnskólanemenda víða um lönd. Margvísleg önnur dæmi má örugglega nefna, og þessi frétt var ekkert ólíklegri en annað varðandi þjónkun okkar við aðflutta. Þessum orðum mínum má ekki taka taka þannig að ég hafi eitthvað á móti innflytjendum eða öðrum trúarbrögðum en kristni, en það er alger óþarfi að steingelda allt til þess eins að komast hjá því að móðga nokkurn mann. Það gengur ekki upp, sá sem ætlar að þóknast öllum, þóknast engum.


mbl.is Sótt að gríslingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fer fólk svona illa með börn?

Hvernig stendur á því að fólk sem er ráðið til að annast minnstu og hjálparlausustu þegna þessa og annarra landa getur fengið af sér að koma svona hræðilega fram við þá?

Hérna er ein skelfileg frétt af ruv.is 

Grunur leikur á að 7 börn hafi verið myrt á bresku upptökuheimili fyrir nokkrum áratugum síðan. Líkamsleifar eins þeirra fundust um helgina en rannsókn á illri meðferð barna sem þar voru vistuð hefur staðið yfir í hálft annað ár.

Í nóvember síðastliðnum höfðu 140 gefið sig fram og lýst hvernig þau voru misnotuð á kerfisbundinn hátt af starfsmönnum. Fyrir um mánuði var svo karlmaður ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur barnungum stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu á árunum 1969-1979.

Eyjan Jersey á Ermarsundi er vettvangur þessara óhugnanlegu atburða en á þessu upptökuheimili voru börn með félagslega erfiðleika vistuð allt til ársins 1986.

Síðan þá hefur farfuglaheimili verið starfrækt á staðnum. Haustið 2006 vaknaði grunur um að ekki hefði verið allt með felldu á heimilinu og hófst þá rannsókn á hvort börnin hefðu sætt illri meðferð. Í nóvember síðastliðnum höfðu 140 gefið sig fram og lýst hvernig þau voru misnotuð á kerfisbundinn hátt af starfsmönnum.

Fyrir um mánuði var svo karlmaður ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur barnungum stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu á árunum 1969-1979. Um helgina komst hins vegar rannsóknin á nýtt stig þegar sporhundur fann hauskúpu af barni undir steinsteyptu gólfi í aðalbyggingu heimilisins. Aldur og nafn barnsins er ennþá óþekkt en talið er að það hafi látist snemma á níunda áratugnum.

Þá hefur sporhundurinn sýnt 6 öðrum stöðum á lóð heimilisins mikinn áhuga og óttast lögregla að þar séu líkamsleifar fleiri barna að finna. Yfirmaður rannsóknarinnar sagði í samtali við fjölmiðla í gær að á næstu dögum verði grafið á þessum stöðum og allt svæðið fínkembt að öðru leyti í leit að vísbendingum. Erfitt gæti hins vegar reynst að bera kennsl á beinin þar sem upplýsingar um börnin sem hafi verið vistuð á heimilinu séu oft ófullkomnar. Á annan tug manna er grunaður um aðild að málinu og verða þeir yfirheyrðir eins fljótt og kostur er.


Hvernig er með birgðir??

0bensinlausYfirleitt hefur reyndin verið sú að þegar olía lækkar á mörkuðum eru allt í einu til svo ógurlega miklar birgðir eldsneytis í landinu að ekkert svigrúm er til lækkana. Nú hækkar eldsneyti á mörkuðum og íslensku olíufélögin dansa með, á hverjum degi í takt við hækkunina. Eru þá engar birgðir í landinu og nýjar sendingar að koma á hverjum degi, eða eru olíufélögin að borga af síðustu sendingum á hverjum degi á nývirði hvers dags? Ég bara spyr, því ég get engan veginn skilið þessar endalausu hækkanir hérna heima.

Og hvenær ætlar ríkisstjórnin að lækka álögur sínar á þessa nauðsynlegu dropa? Eða er kominn tími til að við tökum höndum saman og hættum að nota ökutækin okkar? Mér var að detta eitt í hug sem gæti reyndar valdið þeim sem það framkvæma ákveðnum vandræðum og útgjöldum. Það væri að keyra þangað til bíllinn verður eldsneytislaus og skilja hann bara eftir þar sem hann stendur. Þetta gæti hundvirkað ef nógu margir þora að taka þátt í þessu. En eins og ég sagði - þá getur þetta kostað vesen.

En kannski viljum við bara vera laus við vesen og láta allt yfir okkur ganga...


mbl.is Bensínverð aldrei verið jafnhátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beltin geta bjargað

0BMWÉg hef ekki haft mikla lyst á að blogga um umferðina, en stundum brestur mann þolinmæðina. Það sem hér um ræðir er hræðilegt slys sem við öll ættum að láta kenna okkur ákveðna lexíu. 

Þannig var að bíl var ekið á miklum hraða á hús við Vesturgötu á Akranesi rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Tveir ungir menn, á átjánda aldursári voru í bílnum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en að sögn lögreglu voru þeir báðir meðvitundarlausir þegar að var komið og meiðsl þeirra talin alvarleg.

Annar mannanna var fluttur til Reykjavíkur og liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hinn var fluttur á sjúkrahús á Akranes, er með meðvitund og líðan hans er ágæt eftir atvikum. Í Skessuhorni kemur fram að bílnum hafi verið ekið á miklum hraða upp Vesturgötu en þar hafi ökumaður misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á húsvegg. Höggið var svo þungt að hluti veggjar og gluggi á jarðhæð hússins þeyttust inn. Enginn var í þessum hluta hússins þegar ákeyrslan var, en þar er svefnherbergi. Bíllinn er gjörónýtur. Vitni sem Skessuhorn ræddi við og statt var í nærliggjandi götu sagði að höggið hafi verið svo mikið að hann hélt að sprenging hafi orðið í húsinu.

Samkvæmt því sem sagt var í fréttum Bylgjunnar í morgun voru ungu mennirnir ekki í öryggisbeltum. Á mynd af bílnum sem fylgdi fréttinni víða sést greinilega að loftpúðar sprungu út, sem þýðir að hefðu piltarnir verið í öryggisbeltum hefðu þeir ekki slasast eins alvarlega og raun ber vitni. Loftpúðarnir einir og sér bjarga engu, þeir eru hugsaðir til að vinna með öryggisbeltum bifreiða til þess að minnka líkamstjón.

Ungu fólki nú, eins og oft áður virðist finnast það töff að vera ekki í öryggisbeltum. Nú er lag að reyna að koma því inn að það sé töff að nota þau! Allavega miklu meira töff en að vera örkumla eða andaður!


Hefur farið fé betra?

0castroogcoFidel Alejandro Castro Ruz  forseti Kúbu og einræðisherra fæddist 13. ágúst 1926 og er því á 82. aldursári. Hann gerði byltingu á eynni Kúbu í Karíbahafi, ásamt Che Guevara og fleirum, sem lauk í janúar árið 1959. Hann var gerður að forsætisráðherra Kúbu 18. febrúar sama ár. Eftir að stjórn Kúbu tók ýmis fyrirtæki eignarnámi varð strax kalt milli Kúbu og Bandaríkjunum.  Kúba hallaði sér  þá að Sovétríkjunum og undirritaði olíukaupasamning við þau 1960. Smám saman varð til mikið flokksræði á Kúbu þar sem komið var á samyrkjubúum í landbúnaði, land tekið eignarnámi og iðnaður var þjóðnýttur.

Viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu hefur gilt frá 1962 í kjölfar þess að Castró lýsti eyna sósíalískt ríki, afnam kosningar og fleiri lýðréttindi. Það ákvað hann í kjölfar tilraunar Bandaríkjamanna til innrásar á Svínaflóa, sem mistókst gjörsamlega. Viðskiptabannið hefur verið fordæmt á alþjóðavettvangi, en er samt enn við lýði.

Strax eftir að Castro tók við völdum  lét hann taka helstu stuðningsmenn forvera síns, einræðisherrans Batista,af lífi. Talið er að um sé að ræða allt að  600 manns. Á sjöunda áratugnum þúsundir manna teknir af lífi af stjórnmálaástæðum á Kúbu og um 30 þúsund fangelsaðir fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Fljótlega eftir valdatöku Castros voru settar upp vinnubúðir, þar sem þrjú þúsund stjórnmálafangar voru vistaðir. Talið er, að samtals hafi í stjórnartíð Castros um 100 þúsund Kúbverjar setið í fangelsi eða vinnubúðum og milli 15 og 17 þúsund manns verið teknir af lífi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Fyrsta stjórnarár Castros flýðu um 50 þúsund manns land, aðallega menntamenn, læknar, lögfræðingar og kennarar. Samtals er talið, að um tvær milljónir Kúbverja (af ellefu) séu landflótta erlendis, aðallega í Bandaríkjunum. Á Kúbu varð til stjórnmálalögregla til að hafa gætur á hugsanlegum andstæðingum sósíalistastjórnarinnar, sem stundum var kölluð „Rauða Gestapó“. Útsendarar Castro myrtu ýmsa andstæðinga hans erlendis sem höfðu þó barist með Castro gegn Batista á sínum tíma.

Castro þrengdi frá upphafi mjög að kaþólsku kirkjunni. Í maí 1959 lokaði hann öllum háskólum hennar, og í september sama ár rak hann á annað hundrað presta úr landi. Enn er mjög lítið trúfrelsi á Kúbu. Einnig hafa stjórnvöld verið mjög fjandsamleg samkynhneigðu fólki. Ritskoðun stjórnvalda bitnaði einnig á rithöfundum og skáldum.

Í júlí árið 2006 veiktist Castro alvarlega og lá veikur til 2. desember. Bróðir hans hélt um stjórnartaumana á meðan en í desember tilkynnti Castro að hann væri á ný tekinn við sem forseti. Lítið hefur sést til hans eftir að hann veiktist og oft hafa vaknað spurningar hvort hann væri lífs eða liðinn.

Í dag, 19.febrúar 2008 ákvað hann að segja af sér, eftir að hafa setið í tæp 50 ár á valdastóli. Nú velta menn fyrir sér hvort það verði Raul bróðir hans eða Carlos Large varaforseti sem taki við embættinu af Fidel Castro. Nú er líka spurning hvernig lífsgæði þegnanna verða í kjölfar breytinganna.

Meðfylgjandi mynd sýnir Fidel og Raul Castro ásamt Che Guevara

(byggt m.a. á Wikipediu)


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Islam

Eins og menn muna voru þeir Salman Tamimi formaður félags múslíma á Íslandi og Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur í viðtali hjá mér í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu á föstudaginn var.

Við ákváðum að bæta um betur og fengum Gústaf A. Níelsson sagnfræðing í heimsókn í dag. Hann er sérfróður um menningarheim múslíma og hvaða áhrif fjölgun þeirra á vesturlöndum hefur haft. Hann lá ekkert á skoðunum sínum og rökstuddi þær mjög vel. Hlustendur hringdu inn og urðu snörp og skemmtilegt skoðanaskipti. Mjög magnað og merkilegt viðtal sem verður endurflutt ásamt viðtalinu við þá Salman og Bjarna eftir miðnætti í nótt.

Ég vil eindregið hvetja þá sem hafa áhuga á þessu málefni að vaka og hlusta!


Misjafnt hafast mennirnir að

0manuelaraminManuela Ramin-Osmundsen, ráð­herra barna- og jafnréttismála í Noregi, sagði af sér á fimmtudag, aðeins fjórum mánuðum eftir að hún tók við embættinu. Hún hafði gert þau mistök að skipa vinkonu sína, Idu Hjort Kraby, í embætti umboðsmanns barna. Engu breytti þótt Kraby hafi að flestra mati tvímælalaust verið hæfust allra umsækjenda í embættið.
Það sem úrslitum réði var að Ramin-Osmundsen hafði ekki skýrt frá fyrri kynnum þeirra opinberlega. Hún hafði heldur ekki upplýst Jens Stoltenberg forsætisráðherra um vinskap þeirra, sem staðið hefur í sextán ár.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband