Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ríkisstjórnin

...hefur sennilega líka verið stungin í rassinn með sporjárni og er enn hissa.
mbl.is Fangi stunginn með sporjárni í rasskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er reynsla fánýti?

Byr hefur gert starfslokasamning við fjórtán konur á miðjum aldri frá áramótum. Níu þessara kvenna eru á sextugsaldri og hafa lengi starfað hjá fyrirtækinu.
„Það er talað um að þessar konur hafi fengið starfsloka­saming en ég spyr nú bara hvað er það annað en uppsögn," segir Valgerður Marinósdóttir, sem í fjörutíu ár starfaði hjá sparisjóðunum sem nú eru sameinaðir undir heitinu Byr. „Þessar uppsagnir voru í raun eins og aftaka fyrir margar af þessum konum. Þetta kom líka mjög í bakið á þeim því þegar titringur var að myndast í bankageiranum sannfærðu yfirmennirnir fólk um að það þyrfti engar áhyggjur að hafa og réðu inn ungt fólk í fyrirtækið þannig að allt virtist í lagi. Svo gerist þetta og mér þykir það sýna að þessir ungu menn virðast ekki vilja hafa svona kerlingar við störf sama hvað við gerum," segir Valgerður.

Já, reynslan er einskis virði.


Bylgja Hafþórsdóttir og myglusveppurinn

Í Rödd Alþýðunnar í morgun heyrðum við í henni Bylgju Hafþórsdóttur sem sagði sögu sína af vágestinum sem eyddi húsinu hennar, myglusveppinum. Hún var ótrúlega æðrulaus þrátt fyrir að enginn virtist geta eða vilja hlaupa undir bagga, hvort sem um var að ræða tryggingafélag þeirra, viðlagasjóð, bjargráðasjóð, fyrri eigandi. Allstaðar hafa mætt þeim lokaðar dyr. Nú er komið að okkur, íslendingar hafa hlaupið undir bagga með fólki sem hefur misst allt sitt áður, og því miður er það þannig, eins og hún Sylgja Dögg frá Hús og heilsu sagði, þetta getur gerst hvar sem er. Myglusveppurinn laumast inn til okkar án þess að við verðum vör við það meira að segja, unir sér best í raka og er ekki svo auðveldur viðureignar þegar hann hefur skotið rótum.

Ég birti hér aftur reikningsnúmerið vegna söfnunarinnar fyrir þau:

Reikningsnúmer 1102-15-9217, kt. 241064-5149.


Myglusveppur í Rödd Alþýðunnar

Vágestur sem heitir myglusveppur hefur herjað á allnokkrar fjölskyldur og hús þeirra hér á Íslandi á undanförnum árum. Moggabloggari einn Bylgja Hafþórsdóttir http://bylgjahaf.blog.is/blog/bylgjahaf/ varð svo illa fyrir barðinu á myglusveppinum að hún og fjölskylda hennar missti hús sitt og megnið af innbúinu, eins og ég sagði frá hér fyrr í vikunni. Það hlýtur að hafa verið hrikaleg lífsreynsla. Nú er fjölskyldan gera eins og hún getur til að rétta hlut sinn og koma lífi sínu í samt form. Einnig er í gangi söfnun þar sem þjóðin hleypur undir bagga með þessarri fjölskyldu á Hvalfjarðarströndinni.

Á mánudagsmorguninn ætlar Bylgja að segja okkur á Útvarpi Sögu í Rödd Alþýðunnar sögu sína. Við ætlum líka að heyra í Sylgju líffræðingi hjá Hús og heilsu sem ætlar að segja okkur hvað myglusveppur er, hvernig fólk getur áttað sig á að hann sé að hreiðra um sig í hýbýlum þess og hvað er til ráða ef hann gerir vart við sig.

Ég hvet alla til að hlusta á mánudagsmorguninn milli kl. 7 og 9.


Nú spyr ég...

...þarf ekki að vera til leið til að menn sem eru teknir grunaðir um eitthvað fái úrlausn sinna mála STRAX en geti ekki samdægurs farið út og valdið sömu hættunni? Auðvitað þarf að muna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð, en fjandakornið það sést á mönnum hvort þeir eru drukknir og áfengismælar taka af allan vafa. Á ekki að stinga mönnum afsíðis meðan sem þannig er ástatt um en ekki gefa þeim tækifæri á að setjast upp í næsta bíl til að valda hugsanlega stórslysi? Ég held að þeim löggæslumönnum sem þurftu að sleppa manni sem slíkt fremur líði nú ekki vel á eftir. En það er ekki viö lögregluna að sakast, hún vinnur sín verk að lögum. Það þarf bara skýrari og ákveðnari lagasetningu.

Og ég spyr, á maður sem hefur FIMM SINNUM á stuttum tíma verið tekinn við að aka undir áhrifum lyfja ekki að vera einhvers staðar annars staðar en úti að aka?


mbl.is Tekinn tvisvar sama kvöldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting!

Eins og fólk hefur hugsanlega orðið vart við hefur gengi krónunnar hríðfallið á undanförnum vikum. Í kjölfarið hafa ýmsar nauðsynjar og ónauðsynjar hækkað mikið í verði og eiga að sögn eftir að hækka meira. Það sem hefur líka gerst og er kannski skelfilegasti fylgifiskur þessarra gengisbreytinga fyrir heimilin í landinu er hækkunin á gengistryggðu lánunum sem ótalmargir hafa verið að taka undanfarin ár, hvort sem það er til íbúða- eða bifreiðakaupa. Sumir tóku meira að segja svona lán til að kaupa sér hlutabréf, sem flest hafa hríðfallið í verði á sama tíma og gengið féll. Í sumum tilfellum virðist vera sem höfuðstóll slíkra lána hafi hækkað upp undir 50% á þessu tímabili, og greiðslubyrðin um það sama þar með. Mörg heimili í landinu eru á barmi taugaáfalls og jafnvel gjaldþrots ef svona heldur áfram og gengi krónunnar styrkist ekki. Vaxtahækkun Seðlabankans hafði einhver áhrif fyrsta daginn til styrkingar krónunnar en hún hefur veikst allmikið í dag, þannig að ástandið lítur ekki vel út fyrir almenning.

Einhverjir græða þó á þessu; bankarnir sjálfir sem seðlabankastjóri einn ónefndur hefur ýjað að að standi að einhverju leyti að baki þessu hruni krónunnar með miklum viðskiptum með krónur. Peningaeigendurnir eru að sjálfsögðu að reyna að tryggja peningana sína með öllum mögulegum ráðum. Skítt með pakkið. Þjóðina. Jafnvel hagnast kaupmenn og viðskiptajöfrar sem hækka gamla lagera í kjölfar gengissveiflunnar. Svo má ekki gleyma því að ríkissjóður, hvers forkólfar þegja næfurþunnu hljóði yfir þessum atburðum öllum og kalla til ekki-funda í gríð og erg, hagnast líka á þessu. Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti munu aukast töluvert, t.d. reiknaði FÍB út að hagnaður ríkisins af hækkun eldsneytisverðs undanfarið ár væri 2700 milljónir króna.

Hverjir borga brúsann? Við! Neytendur - fólkið og fjölskyldurnar súpa seyðið af þessu öllu en enginn segir neitt. Ekki upphátt. Nema nokkrir trukkakallar og kellur sem kalla ekki allt ömmu sína. Í öðrum þjóðfélögum sem horfðust í augu við almennt hrun hjá ótrúlegum fjölda venjulegra fjölskyldna yrðu læti. Uppþot. Jafnvel bylting. En við steinþegjum og vonum að það verði eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu um helgina.

Verðum við ekki að standa upp og krefjast viðbragða, lausna? Verðum við ekki að heimta að heildargjaldþroti íslensku þjóðarinnar verði forðað? Eða eigum við kannski skilið að fara á hausinn öll sem eitt?

Ég held ekki!


mbl.is Óku á 3 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er hrikalegt að Fitna

Hérna er myndin, og getur þá hver dæmt fyrir sig:

http://www.liveleak.com/view?i=7d9_1206624103


mbl.is Hollensk yfirvöld harma birtingu „Fitna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myglusveppsmálið mikla - söfnun

myglaHjón í Hvalfjarðarsveit standa uppi slipp og snauð eftir að myglusveppur herjaði á hús þeirra og innbú. Tjónið nemur tæpum tuttugu milljónum króna en þau fá það ekki bætt þrátt fyrir að hafa talið sig vera tryggð.

„Ég veit varla hvernig ég á að vera, þetta er alveg ótrúlegt," segir Bylgja Hafþórsdóttir sem missti heimili sitt eftir að í því kom upp myglusveppur og rífa þurfti húsið. Eftir stendur fjölskyldan slipp og snauð en á húsinu hvíldu 10 milljóna króna húsnæðislán sem þau þurfa að borga af. Þau eru í raun á götunni en bóndinn á Fellsenda í Hvalfjarðarsveit hefur leyft þeim að búa þar síðustu daga

Hún segist vart eiga til orð til að lýsa tilfinningum sínum eftir að hún frétti af því að búið væri að hefja söfnun henni til styrktar. Söfnunin kemur í kjölfar greinar sem Bylgja skrifaði í Morgunblaðið í vikunni en hún vakti mikla athygli landans.

Í greininni lýsti Bylgja fjárhagslegum aðstæðum sínum eftir að í ljós kom að tryggingafélagið hennar neitaði að bæta henni tjónið sem varð þegar hún missti heimili sitt. Eins og áður sagði skuldar hún enn meira en 10 milljónir af húsi sem ekki lengur er til.

„Ég er afar þakklát fyrir þessu ótrúlegu viðbrögð. Þetta er búið að vera alveg frábært. Svona hlýhugur gefur mér mikinn styrk," segir Bylgja.

Eftirfarandi er af bloggi Arndísar Ásu Gestsdóttur sem átti frumkvæðið að söfnuninni: Kæru bloggarar þessa lands, notum margföldunaráhrifin. Ef ég set reikningsnúmer og kennitölu á mitt blogg þá berst það fljótt um landið. Ef ÞÚ gerir slíkt hið sama þá margfaldast hraðinn. AF STAÐ NÚ, allt er hægt ef við smáfuglarnir stöndum saman. Reikningsnúmer 1102-15-9217, kt. 241064-5149.

Íslendingar eru gott fólk og við getum hjálpað þessarri fjölskyldu að komast aftur á réttan kjöl.


mbl.is Íslandsbylgjan gæti skollið á mörgum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er öll vitleysan eins

...hvernig er hægt að telja mannlega hauskúpu vera af dýri? Nema sá sem hauskúpuna átti hafi verið einstaklega ófríður í lifanda lífi.

Svo er líka búið að skemma spennuna fyrir okkur, loksins þegar við héldum að við gætum beint sjónum okkar í örskotsstund frá frjálsu falli efnahagslífs landsins inn á meira spennandi og dularfullar brautir.

Stofustáss var það þá eftir allt.


mbl.is Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk á það til að hverfa á Íslandi.

Svona atvik valda því að umræðan um mannshvörf skýtur upp kollinum. Nokkur fjöldi mála af þeim toga eru eru óupplýst og að baki hverju máli er gríðarlegur harmleikur.Beinafundur veldur því að sami áhuginn kviknar í hjörtum íslendinga og veldur því að þeir eru yfir sig hrifnir af bókum Arnaldar Indriðasonar. Kannski er einhver af þeim mikla fjölda sem hverfur sporlaust á Íslandi fundinn.

Mér þykir merkilegt hversu lítil umfjöllun er um öll þessi mannshvörf í jafn litlu samfélagi og Ísland er. Kannski er það aldagömul mýta um að það sé bara eðlilegt að í jafn hrjóstrugu landi og Ísland er, hverfi fólk. En fyrir aðstandendur hinna horfnu er það hvergi eðlilegt og vonandi að við þennan fund verði einhver fjölskylda einhverju nær um hvarf ástvinar sins.

Í maí 1999 hófst vinna við heildarskrá yfir horfna menn hjá ríkislögreglustjóra. Samkvæmt bráðabirgðasamantekt eru horfnir menn á árunum 1945-1999 taldir vera 42.Samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf, hurfu 11 einstaklingar á Íslandi frá árinu 1991 til ársloka 2002, aðrir en þeir sem fórust við störf á sjó. Allir hinna horfnu á árunum 1991 til 2002 eru karlkyns, þar af þrjú börn og tveir erlendir ferðamenn. Talið er að átta af þeim sem saknað er hafi fallið í sjó, foss eða ár og einn hafi horfið í óbyggðum.  Um tvo er ekki vitað annað en að þeir fóru frá heimilum sínum. Eitt dularfyllsta málið snertir tvo unglingspilta úr Keflavík sem hurfu sporlaust árið 1994, að ógleymdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem hvert mannsbarn þekkir.

Upphaf þess máls má rekja til dularfulls hvarfs Geirfinns Einarssonar í nóvember 1974. Ókunnur maður hafði hringt í hann úr Hafnarbúðinni í Keflavík og mælt sér mót við hann kvöldið sem hann hvarf. Seinna meir beindu rannsóknamenn sjónum sínum að hvarfi annars manns, Guðmundar Einarssonar sem horfið hafði aðfaranótt 25.janúar 1974. Talið var að þessi tvö mannshvörf tengdust. Þrátt fyrir umfangsmikla leit hafa lík hvorugs þeirra fundist, en nokkur ungmenni voru dæmd fyrir aðild að málunum árið 1980, eftir viðamikla rannsókn sem hefur þó sætt mikilli gagnrýni á síðari árum. Einn sakborninganna Sævar Ciesielski  reyndi að fá málið endurupptekið án árangurs. Davíð Oddsson hvatti til endurupptökumálsins árið 1998 með eftirfarandi orðum: ,,Það var ekki aðeins eitt dómsmorð framið á allri þessari vegferð, þau voru mörg dómsmorðin sem framin voru á þessari vegferð allri og það er mjög erfitt fyrir okkur að búa við það."

 


mbl.is Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband