Myglusveppsmálið mikla - söfnun

myglaHjón í Hvalfjarðarsveit standa uppi slipp og snauð eftir að myglusveppur herjaði á hús þeirra og innbú. Tjónið nemur tæpum tuttugu milljónum króna en þau fá það ekki bætt þrátt fyrir að hafa talið sig vera tryggð.

„Ég veit varla hvernig ég á að vera, þetta er alveg ótrúlegt," segir Bylgja Hafþórsdóttir sem missti heimili sitt eftir að í því kom upp myglusveppur og rífa þurfti húsið. Eftir stendur fjölskyldan slipp og snauð en á húsinu hvíldu 10 milljóna króna húsnæðislán sem þau þurfa að borga af. Þau eru í raun á götunni en bóndinn á Fellsenda í Hvalfjarðarsveit hefur leyft þeim að búa þar síðustu daga

Hún segist vart eiga til orð til að lýsa tilfinningum sínum eftir að hún frétti af því að búið væri að hefja söfnun henni til styrktar. Söfnunin kemur í kjölfar greinar sem Bylgja skrifaði í Morgunblaðið í vikunni en hún vakti mikla athygli landans.

Í greininni lýsti Bylgja fjárhagslegum aðstæðum sínum eftir að í ljós kom að tryggingafélagið hennar neitaði að bæta henni tjónið sem varð þegar hún missti heimili sitt. Eins og áður sagði skuldar hún enn meira en 10 milljónir af húsi sem ekki lengur er til.

„Ég er afar þakklát fyrir þessu ótrúlegu viðbrögð. Þetta er búið að vera alveg frábært. Svona hlýhugur gefur mér mikinn styrk," segir Bylgja.

Eftirfarandi er af bloggi Arndísar Ásu Gestsdóttur sem átti frumkvæðið að söfnuninni: Kæru bloggarar þessa lands, notum margföldunaráhrifin. Ef ég set reikningsnúmer og kennitölu á mitt blogg þá berst það fljótt um landið. Ef ÞÚ gerir slíkt hið sama þá margfaldast hraðinn. AF STAÐ NÚ, allt er hægt ef við smáfuglarnir stöndum saman. Reikningsnúmer 1102-15-9217, kt. 241064-5149.

Íslendingar eru gott fólk og við getum hjálpað þessarri fjölskyldu að komast aftur á réttan kjöl.


mbl.is Íslandsbylgjan gæti skollið á mörgum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, Tinni fór nú bara í sturtu á Myllusetri, og var því blessunarlega laus við alla fótsveppasýkingar.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ja, fótsveppur - aldrei að vita. Skal gá til öryggis ef það róar þig

Markús frá Djúpalæk, 27.3.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ertu nokkuð á einhverjum sveppum Markús, Þá á ég ekki við að þú gangir á þeim heldur ertu nokkuð að borða þá?

Eiríkur Harðarson, 27.3.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe - ekki nema bara svona venjulega flúðasveppi sem ég nota stundum í súpur, sósur og gómsæta rétti.

Markús frá Djúpalæk, 27.3.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband