Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Bruðlið
10.4.2008 | 09:01
- og seini fattarinn í mér
Það er auðvitað ekki í tízku að tala um fréttir gærdagsins en mér er pínulítið ofboðið. Kannski degi of seint en ég læt mig bara hafa það.
Í gær var tilkynnt hver kostnaðurinn við einkaþotu þotuliðsins Ibbu og Geira hefði verið. Upphæðin er fjórarkommatværmilljónir íslenskra króna. Við eina ferð til Rúmeníu fyrir tvo ráðherra og átta manna fylgdarlið. Nú spyr ég bara, hvaða helvítis bruðl er þetta með peningana mína? Til hvers þurftu 10 manns að fara til Búkarest? Og hvernig dettur fólki í hug að það sé ásættanlegt að nokkura daga ferð geti kostað 420 þúsund á mann? Svo leyfir forsætisráðuneytið sér að stæra sig af því að hafa sparað fimm vinnudaga metna á 200 þúsund kall og dagpeninga upp á 100 þúsund og fær út að kostnaðaraukinn við að nota einkaþotu í stað áætlunarflugs hafi aðeins verið 200 þúsund krónur. Crap!
Ég mótmæli allur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stundum þarf að hugsa rökrétt
9.4.2008 | 12:41
Einu sinni voru tvær nunnur á gangi í gegnum skóginn.
Önnur þeirra gekk undir viðurnefninu Systir Stærðfræði (SS), En hin var kunn undir viðurnefninu Systir Rökrétt (SR).
Það var farið að dimma og þær áttu ennþá langt eftir á áfangastað.
SS: Hefurðu veitt því athygli að síðustu 38 og hálfa mínútu hefur okkur verið veitt eftirför af einhverjum manni? Ég velti því fyrir mér hvað hann ætli sér.
SR: Það liggur ljóst fyrir að hann ætlar sér að gera okkur eitthvað.
SS: Almáttugur minn! á þessum tímapunkti mun hann ná okkur innan 15 mínútna hið minnsta! Hvað getum við gert?
SR: Það eina rökrétta í stöðunni er auðvitað að labba hraðar.
Stuttu síðar:
SS: Það er ekki að ganga upp.
SR: Auðvitað er það ekki að ganga upp. Maðurinn gerði það eina rökrétta í stöðunni. Hann fór líka að labba hraðar.
SS: Hvað eigum við þá að gera? Á þessari stundu mun hann ná okkur innan einnar mínútu.
SR: Það eina rökrétta í stöðunni fyrir okkur er að fara sitt í hvora áttina. Þú ferð þessa leið og ég tek hina leiðina. Þá getur hann ekki elt okkur báðar.
Því næst ákvað maðurinn að elta Systur Rökréttu. Systir Stærðfræði komst á áfangastað heilu á höldnu en hafði áhyggjur af því hvernig Systur Rökrétt hefði reitt af. Eftir nokkra mæðu kemur Systir Rökrétt loks á áfangastað.
SS: Systir Rökrétt ! Guði sé lof að þú sért komin! Hvað gerðist?
SR : Þar sem maðurinn gat eðlilega ekki elt okkur báðar, þá valdi hann þann möguleika að elta mig.
SS: Já, Já! En hvað gerðist svo?
SR: Nú ég reyndi að hlaupa eins hratt og ég gat, en þá fór hann einnig að hlaupa eins hratt og hann mögulega gat.
SS: Og?
SR: Það eina rökrétta gerðist á þessum tímapunkti. Hann náði mér.
SS: Guð minn góður! Og hvað gerðir þú?
SR: Það eina rökrétta sem ég gat gert og gerði.. Ég lyfti pilsi mínu upp.
SS: Oh, vesalings Systir! Hvað gerði maðurinn?
SR: Það eina rökrétta fyrir hann í stöðunni. Hann gyrti niður um sig.
SS: Æii, nei!! Hvað gerðist svo?
SR : Liggur það ekki í augum uppi, Systir? Nunna með pilsið upp um sig hleypur hraðar en maður með buxurnar á hælunum.
![]() |
Segir lögreglu hafa boðað kæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vesaldómur
8.4.2008 | 11:58
Ég held líka að þeir sem gera svona séu svo miklir vitleysingar að þeir gera sér ekki grein fyrir afleiðingum svona árása, fyrir fórnarlambið, og jafnvel ekki hvaða áhrif þetta hefur á líf þeirra sjálfra.
Reyndar er dómskerfið svo lint að menn komast upp með ótrúlegustu hluti án þess að fá svo mikið sem "sveiattan". Það er eitthvað sem þarf að taka á.
![]() |
Börðu pilt með kúbeini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Uppruni eldsins
8.4.2008 | 09:17
Hinir samtvinnuðu hringir og kyndillinn sem borinn er milli landa, eru einhverjar sterkustu táknmyndir Ólympíuleikanna. Uppruna ólympíueldsins má rekja aftur til hinna fornu Ólympíuleika í Aþenu þar sem heilagur eldur var kveiktur með sólarljósinu og látinn brenna við altari Seifs á meðan á leikunum stóð.
Það var svo fyrir Ólympíuleikana í Amsterdam árið 1928 sem eldurinn var kveiktur á ný, þrátt fyrir að fyrstu leikar nútímans hafi verið haldnir í Grikklandi árið 1896. Fyrir leikana í Berlín árið 1936 var svo tekin sú ákvörðun að hlaupa með eldinn um víða veröld eins og gert er í dag. Sagan segir að þessi siður að hlaupa með eldinn um borgir hinna ýmsu landa hafi verið fundinn upp af nasistum í áróðursskyni. Eldurinn er kveiktur með aðstoð spegils og sólar, við hátíðlega athöfn í Olympíu og þaðan er hlaupið með hann vítt og breytt um heiminn þar til hann nær landi í þeirri borg sem heldur leikana það árið. Loginn fær svo að brenna uns Olympíuleikunum lýkur.
Núna, árið 2008 gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að eldurinn var slökktur á leið sinni frá Olympíu vegna mótmæla gegn gestgjafanum þetta árið, Kína. Í kjölfarið er tekin sú ákvörðun að því er virðist, að gera þetta sameiningartákn leikanna ósýnilegt almenningi.
![]() |
Ólympíueldurinn í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þeir láta ekki að sér hæða - embættismennirnir
7.4.2008 | 11:12
![]() |
Slökkt á ólympíueldi í París |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn enn töffarinn fallinn
6.4.2008 | 09:04
John Charles Carter sem síðar tók sér nafnið Charlton Heston fæddist 4.október 1924. Hann hafði mikinn áhuga leiklist frá unga aldri og setti á fót, ásamt eiginkonu sinni, Lydiu, nokkurs konar einkarekið leiklistarhús í bænum Asheville í Norður Karólínu.
Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í myndinni Dark City frá 1950 og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann lék í mörgum af mestu stórmyndum þess tíma þar á meðal Ben Húr og Boðorðunum 10 þar sem hann lék sjálfan Móse. Síðar lék Charlton Heston í frægum kvikmyndum eins og Apaplánetunni, Soylent Green og stórslysamyndinni Earthquake frá 1974. Kvikmyndahlutverkin minnkuðu upp úr miðjum áttunda áratugnum, sennilega að eigin ósk leikarans sem lagði æ ríkari áherslu á hugðarefni sín í pólítík.
Hann var stuðningsmaður Johns F. Kennedy í kosningabaráttu hans árið 1960 og hafði stutt Adlai Stevenson fjórum árum áður.
Hann barðist hart fyrir mannréttindum, jafnrétti og bræðralagi, hann var mjög á móti McCarthy nefndinni á sínum tíma, barðist fyrir réttindum blökkumanna, barðist gegn Víetnam stríðinu, hann var mikill andstæðingur fóstureyðinga en varð þó illu heilli mest áberandi sem formaður NRA, National Rifle Assocation sem leggur áherslu á rétt manna til vopnaeignar og -burðar. Þó var hann aðeins í forsvari þar í fimm ár af þeim 83 sem hann lifði. Hann sagði eitt sinn á fundi samtakanna að ef andstæðingar byssueignar vildu taka af honum byssuna yrðu þeir að losa hana úr köldum, dauðum krumlum sínum. En reyndar var hann mjög áberandi og umdeildur talsmaður NRA, og hafði um árabil áður en hann varð formaður stutt byssueign með kjafti og klóm.
Charlton Heston hafði gerst æ íhaldssamari með aldrinum og snerist á sveif með Rebúblikönum og frá Demókrataflokknum í kringum 1980.
Það eru um það bil 10 ár frá því að heilsu Hestons fór að hraka, hann greindist með krabbamein árið 1998 og fjórum árum síðar tilkynnti hann að hann væri farinn að sýna merki Alzheimer sjúkdómsins. Heilsu Charltons Hestons hrakaði mjög síðastliðin tvö ár og hann lést í gær á heimili sínu með Lydiu eiginkonu sína til 64 ára sér við hlið.
![]() |
Charlton Heston látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skítadreifararnir mættir
4.4.2008 | 18:29
![]() |
Bílstjórar mótmæltu á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Munið þið eftir Lech Walesa?
3.4.2008 | 13:09
Nú hefur sá orðrómur komist á kreik að verið sé að hóta atvinnubílstjórunum eða forvígismönnum aðgerða þeirra með fangelsisvist, allt að sex árum fyrir hin alvarlegu brot þeirra gegn almannahagsmunum og allmennri reglu í landinu. Slíkt hefur gerst áður út um allan heim og ekki alltaf dugað til.
Eitt gott dæmi um mótmælaaðgerðir sem breyttu heilu landi eru aðgerðir Lech Walesa og hans manna í Póllandi.
Lech Walesa starfaði í skipasmíðastöð í Gdansk í Póllandi og var leiðtogi Solidarnosk, eða Samstöðu, ólöglegu verkalýðsfélagi. Lech var dæmdur fyrir andfélagslega hegðun, vegna verkfalls sem hann efndi til árið 1970 og sat í eitt ár í fangelsi. Lech var handsamaður nokkrum sinnum 1979 fyrir að skipuleggja samtök fjandsamleg ríkinu. Í águst 1980 gerðist Lech leiðtoga verkfallsmanna í Gdansk og fylgdu verkamenn víðar um Pólland í kjölfar verkfallsmanna í Gdansk með ólöglegum verkföllum. Í september heimilaði stjórn komúnista lögleg félagssamtök. Verkfallsmenn gerðu Samstöðu að löglegum samtökum og var Lech kjörinn formaður Samstöðu. Þann 11.desember 1981 var Lech auk ríflega 1.000 félagsmanna í Samstöðu handsamaður. Þremur dögum síðar lýsti Jarúselskí forseti því yfir að herlög giltu í landinu. Lech losnaði ekki úr haldi fyrr en í nóvember 1982. Þó hann væri formlega titlaður verkamaður í skipasmíðastöðinni var hann í raun í stofufangelsi til 1987. Danuta kona Lechs tók við Friðarverðlaunum Nóbels að honum fjarstöddum, andvirði verðlaunanna ánafnaði hann Samstöðu.Árið 1988 efndi Lech enn á ný til verkfalls, að þessu sinni með það fyrir augum að Samstaða yrði viðurkennd á ný og fengi á ný sinn áður unna lögmæta sess sem verkalýðsfélag. Að átta dögum liðnum féllust stjórnvöld á að ræða við Samstöðu, viðræðurnar leiddu til þess að Samstaða varð viðurkennd sem verkalýðsfélag og efnt yrði til hálffrjálsra þingkosninga. Samstaða var sigurvegari þingkosninganna 1989. Fyrir árslok 1989 hafði Lech náð að mynda fyrstu ríkisstjórn í Varsjárbandalagslandi án þátttöku kommúnista. Í desember 1990 sigraði Lech í pólsku forsetakosningunum. Hann var gagnrýndur í forsetatíð sinni og tapaði forsetakosningunum árið 1995. Þrátt fyrir að hafa breytt Póllandi úr kommúnísku ríki með þvingandi stjórn og veikan efnahag í sjálfstætt lýðræðisríki með hagvexti. Í forsetakosningunum árið 2000 hlaut Lech um 1% atkvæða. Alþjóðlegi flugvöllurinn í Gdańsk er nefndur eftir Lech Walesa; Gdańsk Lech Wałęsa flugvöllur.
Svona getur sá sem ógnar valdstjórn og góðu meðalhófi náð að breyta miklu, ef málstaðurinn er nógu góður.
![]() |
Mikill hiti í bílstjórum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Pirr yfir heiðursmannasamkomulagi
2.4.2008 | 19:29
Forsætisráðuneytið ætlar ekki að gefa upp kostnað vegna leigu á einkaþotu undir Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fylgdarlið þeirra til Búkarest. Þetta staðfesti Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í dag.
Kann þetta fólk ekkert annað en eyða peningunum okkar? Mér skilst að nú sé svo komið að það sé of mikil tímasóun fyrir þau að bíða á flugvöllum þannig að einkaþota á leigu leysti það vandamálið.
Það mun víst vera heiðursmannasamkomulag sem veldur því að ekki má upplýsa þjóðina um hvað er verið að eyða peningunum okkar í. Að sögn á þessi gjörningur ekki að hafa kostað meira en almennt farþegaflug en einhverjir hafa reiknað út að kostnaðurinn hafi verið 6 milljónum króna hærri.
Ég fyrir mitt leyti gæti gert margt gott fyrir sex milljónir króna, og efast ekki um að flestir séu sammála mér um það! En það er víst betra að nota féð til að koma ráðherrum milli staða. Enda kannski eins gott að hafa þá nógu langt í burtu. Er Björn Bjarnason annars kominn frá Chile, og til hvers í ósköpunum fór hann þangað, hvað kostaði ferðin? Og þarf hann nokkuð að koma til baka?
Pirr.is
![]() |
Evrópu ekki skipt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kartöflur
1.4.2008 | 13:48
Það eru margir á Íslandi sem hafa það verulega slæmt, það fólk þarf að velta hverri krónu fyrir sér enda eru þær ekki margar í upphafi mánaðar og þeim fækkar mjög hratt. Það má ekki gleyma því að allir eiga sér drauma, vonir og þrár og vilja bara lifa hamingjusömu lífi með sínum nánustu. Það er skömm að því að sum okkar geti ekki átt til hnífs og skeiðar en sem betur fer er til fólk sem reynir að létta öðrum lífið. Þar á meðal er Fjölskylduhjálp Íslands.
Ég ætla að vekja athygli á því að Fjölskylduhjálp Íslands þarf nauðsynlega að kaupa kartöflur, er einhver sem vill selja þeim kartöflur á fínu verði? Ef svo er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hringja í síma 892-9603.
![]() |
Búist við mörgum á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)