Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Að leysa deilumál

 

Líkamsræktarfrömuður nokkur hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll í tengslum við nágrannaerjur sem hann átti í.  Honum er gefið að sök að hafa brotið rúðu í bíl hjá nágranna sínum þannig að glerbrot féllu inn í bílinn og yfir föt sem þar voru.

Fjölmiðlar greindu frá deilum mannanna í mars síðastliðnum en þar kom fram að nágranninn hefði kært vöðvabúntið til lögreglu fyrir að skemma bílinn sinn. Málið hófst þannig að nýi nágranninn flutti í íbúð sem hann hafði tekið á leigu. Hann var ekki kunnugur húsinu og lagði í það stæði sem hann hélt að fylgdi sinni íbúð. Það reyndist hins vegar stæði þess kraftalega sem greip til þess ráðs að brjóta rúðu í bílnum til þess að komast inn í hann. Eftirá sagðist hann hafa reynt að hafa upp á eiganda bílsins sem á móti sakaði hinn um yfirgang. Sá kraftalegi sakaði nágrannann um hótanir „Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," sagði hann og hnyklaði vöðvana.

Þessi stutta myndbandsupptaka sem hér fylgir, náðist á nútímalegan farsíma sem af öllum hlutum hefur að geyma myndbandstökuvél. Tæknin maður!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Innbyggður strikamerkjalesari

strikamerkjalesariÉg fór í Krónuna í Seljahverfi í gærkvöldi sem ekki er í frásögur færandi, nema að mér finnst alveg einmuna illa verðmerkt í þeirr verslun. Eiginlega næstum ekki neitt. En ég held að það sé til lausn á því skemmtilega vandamáli. Við fáum Kára Stefáns til að hanna sérstakan innbyggðan strikamerkjalesara sem græddur verður í hvern Íslending. Til að byrja með þá sem komnir eru til vits og ára, en smám saman verði þetta gert strax eftir fæðingu.

Þetta er auðvitað líka snilld vegna þess að helsta áhugamál íslenzku þjóðarinnar er að skoða í búðum. Bæði á Íslandi og annars staðar í veröldinni. Kári, byrja!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Verðmerkingum ábótavant í matvörubúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borvélin mín

Þarna liggur ástæða þess að verklegar framkvæmdir heima hjá mér hafa legið niðri um nokkra hríð. Belvaður bófinn stal af mér borvélinni....

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lagt hald á mikið magn þýfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð dagsins

regn

Ljóð dagsins á ljóð.is er eftir karl föður minn, Þórhall Eiríksson. Mér datt í hug að smella því hér inn svo þið gætuð notið þess með mér.

Regnið bunar fossar fellur
fyrn af vætu komin er.
Upp um ræsin vatnið vellur
voði á ferðum sýnist mér

http://www.ljod.is/firstpage.php

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins


Yndislegt laugardagskvöld

keilir 

Á laugardagskvöldið gistum við hjá þeim öndvegishjónum Bryndísi og Ragnari sem reka Hótel Keili í Reykjanesbæ. Þetta er rosalega huggulegt hótel í hjarta bæjarins sem þau byggðu upp í sveita síns andlits. Herbergið var mjög notalegt með fallegu sjávarútsýni, það er yndislegt að láta sjávarniðinn svæfa sig. Þau hjón tóku afskaplega vel á móti okkur, sýndu okkur hótelið og sögðu okkur sögur af því þegar þau voru að koma húsinu í stand. Ragnar er hárskeri og hann hljóp til strax eftir að hann hafði klippt keflvíska kolla og mokaði innan úr húsinu í 3-4 tíma áður en hann fór heim og í sturtu, lagði sig í nokkra klukkutíma og svo áfram sama rútínan.

massaman

Við snæddum kvöldverð á stað við hlið hótelsins sem heitir Thai Keflavík og að öðrum slíkum stöðum ólöstuðum var þetta með betri thailenskum stöðum sem ég hef prófað. Magnús, sonur eigandans snerist í kringum okkur og við leyfðum honum að koma okkur á óvart með aðalréttina. Sem hann gerði á mjög jákvæðan hátt. Þessi staður, Thai Keflavík er notalega innréttaður og blessunarlega laus við niðursoðna Asíutónlist sem oft einkennir svoleiðis staði, maturinn góður og þjónustan til fyrirmyndar. Mæli með honum fyrir þá sem eiga leið til Keflavíkur.

 keilir_fjallid

Morgunverðurinn var gómsætur og notalegt að fylgjast með hótelstjóranum útbúa hann ofan í okkur. Ég held ég hafi fengi besta kaffi sem ég hef smakkað þarna á Hótel Keili og ég þarf einhvers staðar að ná í brauðið sem Ragnar bauð upp á.

sandgerdi 

Eftir að við kvöddum hjónin með virktum fórum við hringinn í Sandgerði og Garð. Í Sandgerði voru einhvers konar hátíðahöld í gangi; allar götur skreyttar í bak og fyrir á mjög frumlegan hátt. Mismunandi litir réðu ríkjum eftir götum, ein var gul, önnur rauð og svo framvegis.  Reykjanesið var mjög fallegt í gærmorgun, skartaði sínu fegursta í haustsólinni. Ég held að fólk ætti að fara þangað oftar og í öðrum tilgangi en að skjótast bara út á flugvöll, þarna er margt að sjá, fagurt fuglalíf og náttúra sem á engan sinn líka.

Svo er fólkið þarna svo dæmalaust næs.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband