Yndislegt laugardagskvöld

keilir 

Á laugardagskvöldið gistum við hjá þeim öndvegishjónum Bryndísi og Ragnari sem reka Hótel Keili í Reykjanesbæ. Þetta er rosalega huggulegt hótel í hjarta bæjarins sem þau byggðu upp í sveita síns andlits. Herbergið var mjög notalegt með fallegu sjávarútsýni, það er yndislegt að láta sjávarniðinn svæfa sig. Þau hjón tóku afskaplega vel á móti okkur, sýndu okkur hótelið og sögðu okkur sögur af því þegar þau voru að koma húsinu í stand. Ragnar er hárskeri og hann hljóp til strax eftir að hann hafði klippt keflvíska kolla og mokaði innan úr húsinu í 3-4 tíma áður en hann fór heim og í sturtu, lagði sig í nokkra klukkutíma og svo áfram sama rútínan.

massaman

Við snæddum kvöldverð á stað við hlið hótelsins sem heitir Thai Keflavík og að öðrum slíkum stöðum ólöstuðum var þetta með betri thailenskum stöðum sem ég hef prófað. Magnús, sonur eigandans snerist í kringum okkur og við leyfðum honum að koma okkur á óvart með aðalréttina. Sem hann gerði á mjög jákvæðan hátt. Þessi staður, Thai Keflavík er notalega innréttaður og blessunarlega laus við niðursoðna Asíutónlist sem oft einkennir svoleiðis staði, maturinn góður og þjónustan til fyrirmyndar. Mæli með honum fyrir þá sem eiga leið til Keflavíkur.

 keilir_fjallid

Morgunverðurinn var gómsætur og notalegt að fylgjast með hótelstjóranum útbúa hann ofan í okkur. Ég held ég hafi fengi besta kaffi sem ég hef smakkað þarna á Hótel Keili og ég þarf einhvers staðar að ná í brauðið sem Ragnar bauð upp á.

sandgerdi 

Eftir að við kvöddum hjónin með virktum fórum við hringinn í Sandgerði og Garð. Í Sandgerði voru einhvers konar hátíðahöld í gangi; allar götur skreyttar í bak og fyrir á mjög frumlegan hátt. Mismunandi litir réðu ríkjum eftir götum, ein var gul, önnur rauð og svo framvegis.  Reykjanesið var mjög fallegt í gærmorgun, skartaði sínu fegursta í haustsólinni. Ég held að fólk ætti að fara þangað oftar og í öðrum tilgangi en að skjótast bara út á flugvöll, þarna er margt að sjá, fagurt fuglalíf og náttúra sem á engan sinn líka.

Svo er fólkið þarna svo dæmalaust næs.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Rómó.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.9.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Linda litla

Vá hvað ferðin hefur verið vel heppnuð, allt svona frábært og gott. Núna verð ég að drífa mig í að finna mann og fara með hann til Keflavíkur

Linda litla, 1.9.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Sporðdrekinn

 Æ en sætt

Sporðdrekinn, 2.9.2008 kl. 02:41

4 identicon

Mein Gott, Reykjanesbær of all places!!!!  :)   Nei, seriously speaking, thetta hefur verid gaman hjå ykkur, eg tharf ad gera eitthvad svona skemmtilegt fyrir mina fru.....

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:38

5 identicon

By the way, å thad ekki ad vera " i svita sins andlits", eg er alls ekki viss sjålfur.  Kannski thad eigi ad vera " i svitafylu sins andlits ".....

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nohhh..þetta hefur verið velheppnuð ferð. Það þarf nefninlega ekki að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að komast á góðan stað!!! Til hamingju með konuna og afmælið hennar! Flott hjá þér að taka hana.....svona út úr bænum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Takk öll. Þetta var voða fínt.

Markús frá Djúpalæk, 2.9.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband