Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Fimmtán aldir
9.9.2008 | 10:34
Held ég að væri nær lagi. Hvers konar óargadýr er það sem getur gert nokkurri manneskju svona, að ég tali nú ekki um sínu eigin barni? Mér til skelfingar rann upp fyrir mér við lestur þessarar fréttar að Fritzl-kjallararnir geta leynst víða!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Lokaði dóttur sína inni í sex ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Klukkaður - þvílík örlög
7.9.2008 | 14:47
Doddi litli, vinur minn klukkaði mig, ég var svolitla stund að átta mig hvað hann átti við en kóperaði svo og peistaði þetta klukk-fyrirbæri af blogginu hans. Ég bið forláts á forljótu útliti þessarar færslu - á köflum amk. Hér er það tækið sem ræður meiru en notandi þess.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
- Bensíntittur og kassastrákur á benzínstöðvum
- Sölumaður á bílasölu
- Sölumaður á fasteignasölu
- Dagskárgerð í útvarpi
A fish called Wanda
Johnny English
- Life of Brian
- Young Frankenstein
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Bakkafjörður
Akureyri
Reykjavík
Hef nú ekki búið víðar, en þó á nokkrum stöðum í Reykjavík.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
Me & my girl (frábærir breskir gamanþættir frá 9.áratug síðustu aldar)
My family (breskir gamanþættir um fúllyndan tannlækni og fjölskyldu hans)
Fawlty Towers (John Cleese leiðir frábæran hóp í besta gríni sögunnar)
- Yes minister (..þarf ég að segja meira?)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- mbl.is
- utvarpsaga.is
- visir.is
- youtube.com
Fernt sem ég held uppá matarkyns
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
Fjórir bloggarar sem ég klukka
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Frú Brynja Hjaltadóttir
- Gestur Valur Svansson
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mogginn...
7.9.2008 | 10:59
..orðar þetta skár en vísir punktur is.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Innbrot í skóla og fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoffín eða skuggabaldur?
7.9.2008 | 10:40
Íslenzkan í öndvegi
Eftirfarandi frétt las ég á vísi.is og orðfærið þar er ekkert einsdæmi fyrir vefmiðla nútímans. Það er gaman að þessu. Og sómi.
Bíræfur þjófur stal í morgunsárið sjúkratösku miðborgarvarðar sem var að hlúa að slösuðum manni í leigubílaröðinni. Talið er að þjófurinn hafi náð að koma sér burt í leigubíl með sjúkratöskuna sem er grár og svartur bakpoki.
Þrjú innbrot voru í Hafnarfirði og Álftanesi í nótt. Brotist var inn í Flensborgarskóla, Álftanesskóla og fyrirtæki í Hafnarfirði. Alls voru teknir fjórir tölvuskjáir. Þjófarnir eru ófundnir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér er meðal annars sungið um Diggeridoo
6.9.2008 | 19:42
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Didgeridoo er ekki fyrir stelpur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grenja úr hlátri þá?
6.9.2008 | 09:58
Eins og þeir sem fylgdust með íslenska landsliðinu í þessum leik... snilldin ein!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Eiga eftir að grenja svolítið undan okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kvenfélag...?
5.9.2008 | 14:09
Ég sá fyrir mér hóp af miðaldra konum sem selja hnallþórur og pönnsur milli þess sem þær halda bingó og spilakvöld til styrktar íþróttaliðinu sínu. En nei, ekki aldeilis. Fótboltastelpur voru það, ekkert minna.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Kvenfélag í gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Excuses, excuses
5.9.2008 | 12:49

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Krónan heldur aftur af bensínlækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lengi lifir í gömlum glæðum
5.9.2008 | 12:02
Roskin hjón voru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið sitt á lítilli sveitakrá. Eiginmaðurinn hallaði sér upp að frúnni og sagði: Manstu eftir því þegar við elskuðumst í fyrsta skipti fyrir rúmlega 50 árum ?
Þú studdir þig upp við girðinguna ......
Já ég man þetta vel segir konan með dreymnum svip og brosir við bónda sínum.
Hvernig væri að endurtaka þetta ? Bara svona til að rifja upp gamla tíma. Girðingin er ennþá hérna og ekki langt undan!
Ooooooohhhhh , Stebbi
. segir frúin feimnislega, þú litli
. Mér finnst þetta frábær hugmynd.
Ungur maður við næsta borð heyrði á tal hjónanna og trúði varla sínum eigin eyrum . Hann ætlaði hreint ekki að missa af þessu og elti gömlu hjónin út.
Gömlu hjónin lölluðu af stað með stafina sína og hölluðu sér hvort að öðru til að fá betri stuðning.
Þegar þau komu að girðingunni, lyfti sú gamla pilsinu og smeygði sér úr naríunum og sá gamli lét sínar buxur sömuleiðis falla. Um leið og frúin hallaði sér upp að girðingunni , laumaði karlinn sér inn að aftanverðu.
Skyndilega upphófust einhverjar fjörlegustu og kraftmestu samfarir sem maðurinn hafði nokkru sinni orðið vitni að. Gömlu hjónin hristust og skulfu og létu eins og brjálæðingar upp við girðinguna og héldu þannig áfram í rúmlega 40 mínútur. Konan ákallaði guð og sá gamli hékk aftan á henni eins og það væri hans síðasta. Skyndilega var eins og allur vindur væri úr þeim og þau féllu niður í grasið.
Maðurinn sem varð vitni að þessu starði næstum úr sér augun. Hann hafði aldrei séð annað eins.
Hann átti bágt með að trúa því sem hann hafði séð.
Þegar gamla parið hafði legið í langan tíma í grasinu til að jafna sig , risu þau á lappir og komu flíkunum í réttar skorður.
Ég verð að spyrja þann gamla hvernig hann fór að þessu , hugsaði sá ungi með sjálfum sér. Þau voru eins og hraðlest! Gjörsamlega óstöðvandi.
Þegar gömlu hjónin gengu fram hjá manninum sagði hann: Þetta var ekkert smáræði. Þið hljótið að hafa verið að í 40 mínútur. Hvernig fóruð þið að þessu ??? Er það kannski leyndarmál ?
Nei sko það er ekki leyndarmál sagði gamli maðurinn og ranghvolfdi augunum
. nema hvað að fyrir 50 árum var þetta ekki rafmagnsgirðing!!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Alveg þessu ótengt...
5.9.2008 | 11:41
...en þó ekki. Hefur fólk ekki séð skrímslið sem búið er að reisa að baki Naustins? Hreinasti viðbjóður!Ég skil ekki af mínu litla viti, hvernig svona stórslys geta átt sér stað æ ofan í æ í höfuðborginni okkar. Meðferðin á Nausthúsinu og reyndar fleiri húsum er líka sorglegt dæmi.
Og ..meðferðin á starfsfólkinu er auðvitað líka afskaplega dapurleg. Það var eitthvað verið að fjalla um þennan stað fyrir einhverjum mánuðum eða kannski ári, þegar starfsmaður eða -menn komu fram og kvörtuðu undan illri fjárhagslegri meðferð á sér. Hefði það ekki átt að klingja einhverjum bjöllum, og kalla á ríkara eftirlit með þessum stað? Nei, það virðist ekki vera, öll launatengd gjöld skiluðu sér og því sváfu yfirvöld á verðinum.
Er ekki kominn tími til að við verndum raunveruleg verðmæti, og hættum að eltast við vindinn?
Hér er slóð á grein um Naustið, eftir Ingimund Kjarval: http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t26487.html
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Kínverjarnir farnir úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)