Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Þegar Michael hafði húðlit
13.9.2008 | 11:10
Þetta lag gáfu þeir félagarnir Paul McCartney og Michael Jackson út síðla árs 1983 og það sat á toppi Billboard listans fram yfir áramótin. Þetta var í annað skipti sem Paul og Michael sungu saman lag, fyrsta lagið var The girl is mine sem allir ættu að muna eftir. Eiginkona Pauls, Linda og systir Michaels La Toya leika með þeim í þessu myndbandi sem sýnir ferð svikahrappa um uppsveitir Villta Vestursins.
Til gamans má geta að næsta lag sem Michael Jackson gaf út var Þrillerinn klassíski. Þetta var í síðasta skipti, hingað til, sem Paul náði lagi á topp Billboard listans, en hann er ekkert dauður úr öllum æðum enn, kallinn. Owner of a lonely heart með hljómsveitinni Yes tók svo við af Say say say á toppi listans.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skipulagt innsæi
12.9.2008 | 12:22
Sporðdreki: Innsæi þitt getur af sér kærkomna skipulagningu í vinnu. Kannski skráirðu þig á námskeið eða færð harðskeyttan kennara í lið með þér.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Og ég sem keypti fyrir milljarð í gær eftir að gengið lagaðist aðeins
12.9.2008 | 11:27
Smá klúður. Gengur betur næst. Eða þá að ég finn einhvern til að kaupa af mér á ímynduðu yfirverði. Segi bara að það muni ganga rosalega vel á fyrsta ársfjórðungi 2009 og von sé um gríðarlega aukningu eigin fjár á öðrum. Svo gæti ég bætt við: Reksturinn einkennist af áframhaldandi vexti í tekjum svo og yfirtöku á erlendum félögum og samþættingu á rekstri þeirra. Það kallar aftur á móti á töluverðan kostnað m.a. vegna uppsagna starfsmanna erlendis og fleiri þátta sem munu samt sem áður til lengri tíma skila félaginu betri afkomu.
Hlýtur að virka!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Eimskip lækkar um 6,8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að slá ryki í augu almennings
11.9.2008 | 13:24
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Olíuverð lækkar þrátt fyrir Ike |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skemmtilegir Skotar
10.9.2008 | 21:22
Ég ætla nú ekkert að tala um leikinn sem var í sjálfu sér hin bezta skemmtun. Heldur ætla ég að tala um þessa sérstöku pilsklæddu menn, sem voru eins og maurar á þúfu um allt, eftir leikinn. Þrátt fyrir sigur voru þeir frekar alvarlegir á svip, flestir, nema hugsanlega þeir sem höfðu fengið sér hvað mest af Loch Lomond fyrir leik. Þeir létu glaðhlakkalega og létu sig falla í þúfurnar umhverfis Þjóðarleikvanginn, dönsuðu og sungu. Ég verð að viðurkenna að mér finnst búningarnir þeirra flottir. Margir þeirra voru í stórglæsilegum jökkum og með fagurskreytt höfuðföt við Kiltin sín og sumir burðuðust meira að segja með sekkjapípur og reyndu margir að kreista úr þeim tónlist.
Það sem vakti samt mesta athygli mína var hegðun Skotanna, atferli og framkoma. Þeir brostu og veifuðu og heilsuðu Íslendingum með handabandi og þökkuðu þeim fyrir leikinn. Það var ekki til í þeim einhver hroki yfir sigrinum, þeir bara höfðu voða gaman af því að vera þarna og voru greinilega á leið í miðbæinn til að gleðjast enn meira.
Hversu kátir og glaðir þeir verða eftir fagnaðarlætin í fyrramálið er svo verra að spá um en - mér finnst Skotar skemmtilegir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Skotar unnu nauman sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Vonandi skellur ekki á skyndifrost
10.9.2008 | 11:43
Þá gæti hæglega farið svona. Það væri ekki gott að þurfa að spila fótbolta á skautum.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Dekrað við Laugardalsvöllinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég þarf að tala við nýtt og öðruvísi fólk
10.9.2008 | 11:34
Sporðdreki: Komdu þér út úr vanalega hópnum þínum til að spjalla við einhvern með allt öðruvísi viðhorf til lífins. Þú munt ekki vera sammála honum - í fyrstu. Leggðu þig allan fram.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mig langar meira til London
9.9.2008 | 14:07
Ég hef nefnilega alltaf klikkað á að skoða Covent Garden. Kannski maður ætti samt að kíkja til Kúbu, áður en allt breytist þar endanlega. Þó svo að það sé auðvitað þjóðþrifaverk að færa mannréttindi þar til sæmilega eðlilegs horfs.
En það væri gaman, einhvern tíma áður en ég verð of gamall að komast í siglingu um Karíbahaf, það held ég að hljóti að vera ævintýri sem seint gleymist.
Nú eða bara fara í fjallakofa, fjarri heimsins glaumi.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Veðrið ekki sem verst í Havana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Enda stórlega ofmetið
9.9.2008 | 12:18
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Ekkert kynlíf fyrir hjónaband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Valsmenn vængjum þöndum!
9.9.2008 | 11:25
Algeng sjón hjá Valsstúlkum. Þær eru hér að fagna marki. Einu af mörgum á sínum ferli. Þetta er stórkostlegur árangur, nú ætti fólk að flykkjast á leiki í kvennafótboltanum. Það er reyndar aðeins ein umferð eftir, en um að gera að skoða þetta. Stelpurnar spila yfirleitt mjög góðan og skemmtilegan fótbolta sem gaman er að fylgjast með. Skellið ykkur og njótið!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Lauflétt hjá Val sem fer í milliriðil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)