Fréttir af John Cleese

cleese&atkinson

Margir muna eftir gamanleikaranum John Cleese sem frægastur er fyrir að leika á móti Randver Þorlákssyni í Kaupþings auglýsingum. Einhverjir glöggir áhorfendur muna líka eftir honum sem hluta af Monty Python hópnum, sem fúllynda hótelstjóranum Basil Fawlty og lögfræðingnum Archie Leach úr A fish called Wanda.

Hann er fæddur John Marwood Cleese í október 1939, sem þýðir að hann er alveg að verða sjötugur. Upprunalegt ættarnafnið var Cheese en Reginald pabbi Johns breytti því árið 1915.

John Cleese hefur haft áhrif á það sem okkur finnst fyndið í uppundir 40 ár, en það er ekki til umfjöllunar hér. Heldur það að hann er að fara að skilja við konuna sína, hana  Alice Faye Eichelberger sem hann kvæntist árið 1992. Parið tilkynnti um skilnaðinn í janúar, og nú er komið að því að ákveða hvernig fjármálunum verður háttað. Skilnaðurinn virðist ekki jafn vinalegur og John hélt fram í fyrstu því það stefnir í blóðuga baráttu.

Eiginkonan bjó með þremur börnum sínum í blokkaríbúð þegar hún giftist Cleese árið 1992. Hún ætlar sér greinilega ekki í þann lífsstíl aftur. Eichelberger segist ekki geta dregið fram lífið á minna en 71 þúsund pundum, eða tíu milljónum króna, á mánuði, og þær á Cleese að skaffa. Inni í þeirri tölu eru tvö þúsund pund á mánuði í föt, fimm þúsund í gjafir, veislur og ferðalög, og þúsund í veitingastaði. Einnig vill hún fá helming allra tekna hans frá því þau giftust og helming húseigna hans. Nú er bara beðið eftir hvað John Cleese er tilbúinn að gera, en það er auðvitað eðlilegt að geta ekki dregið fram lífið af minna en 10 milljónum á mánuði, það sér hver maður.

En það eru ekki tóm leiðindi í lífi Johns því yfirvöld í bænum Pcim í Póllandi hafa boðið honum að dæma í keppni í bjánalegu göngulagi sem verður haldin honum til heiðurs.

Cleese hefur öðlast töluverða frægð í Póllandi vegna bankaauglýsinga sem hann leikur í þar. Í auglýsingunni reynir hann að sannfæra bankastarfsmann um að opna fyrir sig reikning, með þeim orðum að þó hann sé ekki pólskur eigi hann frænku frá Pcim.

Bæjarstjórinn í Pcim sárnaði í fyrstu að maður sem hefði ekki mælt eitt alvarlegt orð um ævina skyldi nota nafn bæjarins í gríni. Hann fyrirgaf Cleese þó eftir að auglýsingastofa benti honum á að þetta væri fyrirtaks tækifæri til að auglýsa bæinn. (visir.is)

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

eeeeelska svona færslur.

Uppfullar af useless informations! Takk fyrir þetta Markús. Þarna tókst þér snilldarvel upp.

Mér finnast nú 10 milljónir algjört lágmark í mánaðarframfærslu fyrir svona þungt heimili

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Enjoy dear, reyndar allt meira og minna stolið en ekkert verra fyrir það.

Markús frá Djúpalæk, 27.4.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Skemmtilegasti leikari í heimi!

Þórður Helgi Þórðarson, 27.4.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Doddi... nokkuð sammála

Markús frá Djúpalæk, 27.4.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband