Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Leiðtogar með húmor
25.3.2008 | 11:06
Ætli það sé ekki þannig að þeir leiðtogar sem kippa sér ekki upp við smá kerskni njóti meiri virðingar og vinsemdar þegna sinna en þeir sem láta banna grínið? Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni.
Þeir eru óteljandi brandararnir um Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Árna Johnsen og alla hina stjórnmálamennina. Ég held nú að grínið sem gert hefur verið að þessum mönnum hafi ekki minnkað virðingu þeirra. Hafi hún minnkað gæti nú ástæðan verið önnur en spaug og spé landsmanna, leikra eða lærða.
Eða hvað?
Alls ekki neitt fyndið! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mannaveiðar
24.3.2008 | 19:59
Á fáeinum dögum eru þrír gæsaveiðimenn myrtir og lögreglan stendur frammi fyrir því að raðmorðingi gengur laus. Sú skoðun staðfestist þegar lögreglunni berst orðsending frá morðingjanum sem segir: "Ég veiði menn og sleppi aldrei ...
Fyrsti þáttur íslensku glæpaþáttaraðarinnar Mannaveiðar hefst í ríkissjónvarpinu í kvöld. Ég er mikill aðdáandi glæpasagna og -þátta, einkum af breska skólanum. Það sem ég hef séð úr þessum þætti lofar góðu þó ekki sé efnið mjög breskt að sjá, fínir leikarar og greinilega allmikil spenna á ferðum. Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson leika aðalhlutverkin, lögreglumennina Hinrik og Gunnar sem annast rannsókn málsins.
Björn Brynjúlfur Björnsson leikstýrir Mannaveiðum en hann gerði spennumyndina Köld slóð árið 2006 og sjónvarpsmynd byggða á Njálssögu árið 2003.
En þá er komið að smá játningu. Ég verð þrátt fyrir áhuga minn á glæpasögum nefnilega að viðurkenna að ég hef ekki lesið Aftureldingu, bók Viktors Arnars Ingólfssonar frá 2005, sem Mannaveiðar eru byggðar á. Ástæðan er sú að ég reyndi að lesa Flateyjargátu eftir sama höfund og mér leiddist. Hrikalega. Samt hafði sagan sú fengið mjög fína dóma þannig að kannski gef ég henni bara annan séns. Og höfundinum. Kannski verður líka ágætt að kynnast sagnaheimi hans á sjónvarpsskjánum.
Viktor Arnar sem er menntaður byggingatæknifræðingur hefur gefið út nokkrar glæpasögur, þá fyrstu árið 1978 og aðra árið 1982. Síðan liðu 16 ár þar til hann kvaddi sér hljóðs á ný, þá með sögunni Engin spor sem hlaut mjög góðar viðtökur lesenda. Flateyjargáta kom út 2003 og Afturelding 2005. Hann hefur tvívegis verið tilnefndur til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Bækur hans hafa verið gefnar út víða í Evrópu, meðal annars í Þýskalandi, Austurríki, Hollandi og Sviss.
Heimasíða eða vefdagbók Viktors Arnars er hér: http://www.mmedia.is/vai/vaidagbok.htm
Til gamans eru hér útdrættir úr ritdómum um Aftureldingu:
*Bókin byrjar firnavel á spennandi lýsingu á skotbardaga morðingjans og fyrsta fórnarlambsins. Viktor grípur lesandann traustataki, tekur á rás og gerir sig ekki líklegan til að sleppa . . . Viktor Arnar slær sjaldan slöku við og heldur lesandanum á tánum allt til loka. Viktor Arnar hefur enn sem komið er vaxið með hverju verki sínu og Afturelding gefur enga ástæðu til annars en að hlakka til næstu bókar. Bergsteinn Sigurðsson Fréttablaðið 23. nóvember 2005.
*Afturelding er vel skrifuð skáldsaga . . . með því að gera dýraveiðar að umgjörð frásagnarinnar tekst Viktori á snjallan hátt að réttlæta notkun skotvopna og sviðsetningu skotbardaga. Björn Þór Vilhjálmsson Mbl. 15. nóvember 2005.
*Fléttan er ekki eins stórkostleg og í Engin spor, persónur ekki eins lifandi og skemmtilegar og í Flateyjargátu, en samt er hér um fyrirtaks skemmtun að ræða. Alls konar smærri atriði hjálpa frásögninni áleiðis en verða aldrei fyrirferðarmikil. Höfundur lætur ekkert trufla sig í þeirri viðleitni að skrifa góða glæpasögu. Niðurstaðan er enda sú að Afturelding er góð glæpasaga. Aðdáendur Viktors munu þó hugsanlega sakna skrýtilegheitanna úr hinum sögunum, þessara atriða sem lyftu þeim upp en færðu þær kannski um leið í átt frá hefðbundnum glæpasögum. En þessi lesandi hérna var eldfljótur að gleypa í sig Aftureldingu og naut lestursins í hvívetna.
Ingvi Þór Kormáksson, nóvember 2005.
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ekki er öll vitleysan eins
24.3.2008 | 15:16
...hvernig er hægt að telja mannlega hauskúpu vera af dýri? Nema sá sem hauskúpuna átti hafi verið einstaklega ófríður í lifanda lífi.
Svo er líka búið að skemma spennuna fyrir okkur, loksins þegar við héldum að við gætum beint sjónum okkar í örskotsstund frá frjálsu falli efnahagslífs landsins inn á meira spennandi og dularfullar brautir.
Stofustáss var það þá eftir allt.
Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð dagsins
24.3.2008 | 14:16
Angie, angie, when will those clouds all disappear?
Angie, angie, where will it lead us from here?
With no loving in our souls and no money in our coats
You cant say were satisfied
But angie, angie, you cant say we never tried
Angie, youre beautiful, but aint it time we said good-bye?
Angie, I still love you, remember all those nights we cried?
All the dreams we held so close seemed to all go up in smoke
Let me whisper in your ear:
Angie, angie, where will it lead us from here?
Oh, angie, dont you weep, all your kisses still taste sweet
I hate that sadness in your eyes
But angie, angie, aint it time we said good-bye?
With no loving in our souls and no money in our coats
You cant say were satisfied
But angie, I still love you, baby
Evrywhere I look I see your eyes
There aint a woman that comes close to you
Come on baby, dry your eyes
But angie, angie, aint it good to be alive?
Angie, angie, they cant say we never tried
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk á það til að hverfa á Íslandi.
24.3.2008 | 13:17
Svona atvik valda því að umræðan um mannshvörf skýtur upp kollinum. Nokkur fjöldi mála af þeim toga eru eru óupplýst og að baki hverju máli er gríðarlegur harmleikur.Beinafundur veldur því að sami áhuginn kviknar í hjörtum íslendinga og veldur því að þeir eru yfir sig hrifnir af bókum Arnaldar Indriðasonar. Kannski er einhver af þeim mikla fjölda sem hverfur sporlaust á Íslandi fundinn.
Mér þykir merkilegt hversu lítil umfjöllun er um öll þessi mannshvörf í jafn litlu samfélagi og Ísland er. Kannski er það aldagömul mýta um að það sé bara eðlilegt að í jafn hrjóstrugu landi og Ísland er, hverfi fólk. En fyrir aðstandendur hinna horfnu er það hvergi eðlilegt og vonandi að við þennan fund verði einhver fjölskylda einhverju nær um hvarf ástvinar sins.
Í maí 1999 hófst vinna við heildarskrá yfir horfna menn hjá ríkislögreglustjóra. Samkvæmt bráðabirgðasamantekt eru horfnir menn á árunum 1945-1999 taldir vera 42.Samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf, hurfu 11 einstaklingar á Íslandi frá árinu 1991 til ársloka 2002, aðrir en þeir sem fórust við störf á sjó. Allir hinna horfnu á árunum 1991 til 2002 eru karlkyns, þar af þrjú börn og tveir erlendir ferðamenn. Talið er að átta af þeim sem saknað er hafi fallið í sjó, foss eða ár og einn hafi horfið í óbyggðum. Um tvo er ekki vitað annað en að þeir fóru frá heimilum sínum. Eitt dularfyllsta málið snertir tvo unglingspilta úr Keflavík sem hurfu sporlaust árið 1994, að ógleymdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem hvert mannsbarn þekkir.
Upphaf þess máls má rekja til dularfulls hvarfs Geirfinns Einarssonar í nóvember 1974. Ókunnur maður hafði hringt í hann úr Hafnarbúðinni í Keflavík og mælt sér mót við hann kvöldið sem hann hvarf. Seinna meir beindu rannsóknamenn sjónum sínum að hvarfi annars manns, Guðmundar Einarssonar sem horfið hafði aðfaranótt 25.janúar 1974. Talið var að þessi tvö mannshvörf tengdust. Þrátt fyrir umfangsmikla leit hafa lík hvorugs þeirra fundist, en nokkur ungmenni voru dæmd fyrir aðild að málunum árið 1980, eftir viðamikla rannsókn sem hefur þó sætt mikilli gagnrýni á síðari árum. Einn sakborninganna Sævar Ciesielski reyndi að fá málið endurupptekið án árangurs. Davíð Oddsson hvatti til endurupptökumálsins árið 1998 með eftirfarandi orðum: ,,Það var ekki aðeins eitt dómsmorð framið á allri þessari vegferð, þau voru mörg dómsmorðin sem framin voru á þessari vegferð allri og það er mjög erfitt fyrir okkur að búa við það."
Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ljóð dagsins
23.3.2008 | 20:06
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilega Páska
23.3.2008 | 19:52
Snillingar eru þeir
21.3.2008 | 20:31
Bara fyrir konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sálin hans Jóns míns
21.3.2008 | 20:16
Einu sinni bjuggu saman karl og kerling; var karlinn heldur ódæll og illa þokkaður og þar að auki latur og ónýtur á heimili sínu; líkaði kerlingu hans það mjög illa, og ámælti hún honum oftlega og kvað hann eigi duga til annars en sóa því út, er hún drægi að, því sjálf var hún síúðrandi og hafði alla króka í frammi til þess að afla þess, er þurfti, og kunni jafnan að koma ár sinni fyrir borð við hvern, sem um var að eiga. En þótt þeim kæmi eigi vel saman í sumu, unni þó kerling karli sínum mikið og lét hann ekkert skorta. Fór nú svo fram lengi.En eitt sinn tók karl sótt og var þungt haldinn. Kerling vakti yfir honum; og er draga tók af karli, kemur henni til hugar, að eigi muni hann svo vel búinn undir dauða sinn, að eigi sé vafamál, hvort hann nái inngöngu í himnaríki. Hún hugsar því með sér, að það sé ráðlegast hún reyni sjálf að koma sál bónda síns á framfæri. Hún tók þá skjóðu og hélt henni fyrir vitin á karli, og er hann gefur upp öndina, fer hún í skjóðuna, en kerling bindur þegar fyrir. Síðan fer hún til himna og hefur skjóðuna í svuntu sinni, kemur að hliðum himnaríkis og drepur á dyr. Þá kom Sankti Pétur út og spyr, hvað erindi hennar sé. "Sælir nú," segir kerling, "ég kom hingað með sálina hans Jóns míns; þér hafið líklega heyrt hans getið, ætla ég nú að biðja yður að koma honum hérna inn." "Jájá," segir Pétur; "en því er verr, að það get ég ekki; reyndar hef ég heyrt getið um hann Jón þinn, en aldrei að góðu." Þá mælti kerling: "Það hélt ég ekki, Sankti Pétur, að þú værir svona harðbrjóstaður, og búinn ertu nú að gleyma, hvernig fór fyrir þér forðum, þegar þú afneitaðir meistara þínum." Pétur fór við það inn og læsti; en kerling stóð stynjandi úti fyrir.
En er lítil stund er liðin, drepur hún aftur á dyrnar, og þá kemur Sankti Páll út. Hún heilsar honum og spyr hann að heiti; en hann segir til sín. Hún biður hann þá fyrir sálina hans Jóns síns; en hann kvaðst eigi vilja vita af henni að segja og kvað Jón hennar engrar náðar verðan. Þá reiddist kerling og mælti: "Þér má það, Páll; ég vænti þú hafir verið verðari fyrir náðina, þegar þú forðum varst að ofsækja guð og góða menn. Ég held það sé best, að ég hætti að biðja þig." Páll læsir nú sem skjótast.
En er kerling ber í þriðja sinn að dyrum, kemur María mey út. "Sælar verið þér, heillin góð," segir kerling, "ég vona þér lofið honum Jóni mínum inn, þótt hann Pétur og hann Páll vilji eigi lofa það." "Því er miður, góðin mín," segir María, "ég þori það ekki, af því hann var þvílíkt ótæti, hann Jón þinn." "Og ég skal ekki lá þér það," segir kerling, "ég hélt samt þú vissir það, að aðrir gæti verið breyskir, eins og þú; eða manstu það nú ekki, að þú áttir eitt barnið og gast ekki feðrað það?" María vildi ekki heyra meira, heldur læsti sem skjótast.
Í fjórða sinn knýr kerling á dyrnar. Þá kom út Kristur sjálfur og spyr, hvað hún sé að fara. Hún mælti þá auðmjúk: "Ég ætlaði að biðja þig, lausnari minn góður, að lofa vesalings sálinni þeirri arna inn fyrir dyrnar." Kristur svaraði: "Það er hann Jón, - nei, kona; hann trúði ekki á mig." Í sama bili er hann að láta hurðina aftur, en kerla var þá eigi sein á sér, heldur snaraði hún skjóðunni með sálinni í inn hjá honum, svo hún fauk langt inn í himnaríkishöll, en hurðin skall í lás. Létti þá steini af hjarta kerlingar, er Jón var eigi að síður kominn í himnaríki, og fór hún við það glöð heim aftur, og kunnum vér eigi meira frá henni að segja né heldur, hvernig sál Jóns reiddi af eftir það.
En við vitum allt um það:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Slys á föstudaginn langa
21.3.2008 | 19:44
Svona gera slysin ekki boð á undan sér og það óvænta gerist þegar maður á sízt von á því. Eins og gamla konan í sveitinni sagði alltaf .
Ég ætlaði bara að setjast við tölvuna og tékka á tölvupósti þegar það gerðist. Nýbúinn að gæða mér á eðal danskri skinku ásamt brúnuðum kartöflum, sveppasósu og öllu þessu venjulega íslenzka meðlæti, og viðbrögðin kannski hægari af þeim sökum. Það var smá lögg eftir af "Jólaölinu" sem ætti kannski að heita páskaöl á þessum árstíma. Löggina í glasinu tók ég með mér að skrifborðinu. Um leið og ég lagði glasið á borðið var sem dularfull, fremur illkvittin hönd ýtti við því og meirihlutinn af lögginni helltist yfir skrifborðið - og lyklaborðið. Ótrúlegt hvað svona lítill vökvi getur orðið víðfemur þegar hann hellist niður. Ótrúlegt. Með snarræði náði ég að þurrka þetta allt upp, en ef ég blogga ekkert fyrr en einhvern tíma í næstu viku vitið þið ástæðuna. Lyklaborðið er klístrað fast og ekkert hægt að skrifa, nema kannski einstaka staf.
Ef svo fer nota ég tækifærið og segi núna Gleðilega Páska öll og munið: Lyklaborð og laggir eiga ekki samleið.
Góðar stundir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)