Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Um myglusvepp - af vef hús og heilsu

Myglusveppir gegna mikilvægu hlutverki í náttúrunni. Utandyra er eðlilegt að myglusveppir vaxi, enda eru þeir þar í sínu náttúrulega umhverfi þar sem ríkir samkeppni um næringu og aðstöðu til vaxtar . Þar eru þeir nauðsynlegir til þess að náttúrulegt niðurbrot á lífrænum efnum geti átt  sér stað.  
Gró myglusveppa er að sjálfsögðu oft að finna utandyra og stundum berast þau inn í híbýli okkar með lofti, lifandi verum og vindum og er því eðlilegt er að finna gró myglusveppa innandyra.  (30% m.v. loft utandyra)
.

Myglusveppir eiga hins vegar ekki að þrífast  innandyra í híbýlum manna. Myglusveppir ná aðeins að vaxa og gró þeirra að dafna innandyra þar sem umhverfið er þeim hagstætt. Þessar lífverur ná aðeins að vaxa við kjöraðstæður í hýbýlum manna. Þessar kjöraðstæður eru raki, æti og lítil samkeppni annarra lífvera eða gróðurs.  Það er við þessar aðstæður, sem myglusveppir og gró þeirra geta verið skaðlegir heilsu þeirra sem búa í nágrenni þeirra. Það er oft erfitt að greina sveppamyndun með berum augum  og því erfitt að varast þá og eituráhrif þeirra.

Við höfum fyrir löngu áttað okkur á þeirri hættu sem
líkama okkar getur stafað af því að leggja okkur til munns þá villtu sveppi sem vaxa úti í náttúrunni.  Við vitum að þeir eru flestir eitraðir.  Myglusveppir  eða fúkkasveppir eru hins vegar oftast smáir og sakleysislegir og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að vísindamenn og læknar hafa rannsakað þessa gerð sveppa og þau eiturefni sem þeir mynda og áhrif þessara eiturefna á heilsu manna.

Við inntöku í gegnum meltingarveg, til dæmis þegar við borðum eitraða sveppi, eru viðbrögð líkamans við eitrinu skörp og frekar augljós. Hins vegar er erfiðara að greina eituráhrif þeirra myglusveppa sem
eru í umhverfi okkar og  berast inn í líkamann í gegn um húð og öndunarfæri. Þar sem mygla er í gangi eru gró sveppa á ferð og flugi. Við gleypum og öndum að okkur sveppagróunum. Í gróunum er eitur sem berst inn í líkamann við öndun, snertingu eða í gegnum húð, oft á löngum tíma. Þessi eiturvirkni gerist hægt og einkennin geta komið fram smátt og smátt og er því erfiðara að greina og finna orsök eitrunarinnar en þegar eitraður sveppur er etinn. .

Vísindamenn, líffræðingar og læknar hafa verið að rannsaka og finna þessi áhrif á síðustu árum og því er ennþá margt sem á eftir að skýrast. Flestar eru þessar rannsóknir á frumstigi og er spennandi að fylgjast með því sem á eftir að koma í ljós í náinni framtíð. Margar rannsóknir hafa þegar verið gerðar á áhrifum þessa eiturs á líkamann eftir snertingu eða innöndun.

Það er ljóst, og nú viðurkennd staðreynd meðal vísindamanna, að myglusveppir mynda eiturefni (mycotoxin) sem eru skaðleg heils
u  manna.
Gró og aðrir svepphlutar innihalda eiturefni (mycotoxin)  og mótefnavaka. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna mynda myglusveppir mVOC (microbial volitale organic compound) og eiturefni sem verða til vegna annars stigs efnaskipta
.

Komið hefur í ljós að eituráhrif þessara sveppa eru all víðtæk og geta til dæmis valdið einkennum í taugakerfi, í meltingarvegi og í stoðkerfi líkamans. Einnig getur eitrunin breytt og ruglað hormónastarfsemi, sem og efnaskiptum í líkamanum. Vegna þess hversu hægvirk, víðtæk og flókin einkennin geta verið, náum við oftast ekki að tengja sjúkdómseinkenni okkar við þessar eitranir, nema eftir nákvæma sjúkrasögu og athugun og rannsókn á umhverfi á heimili eða á vinnustað.

Margir sjúkdómar eru sannanlega umhverfistengdir og því benda sumir vísindamenn á að tengsl geti verið á milli þeirra og eiturefna sveppagróa. Þessir sjúkdómar eru einkum svokallaðir sjálfsofnæmissjúkdómar og  sjúkdómar þar sem efnaskipti eða hormónabúskapur er ekki eðlilegur.

Í mörgum tilfellum eitrunar verður bæling á ónæmiskerfinu, auk þess sem slímhúð í öndunar– og meltingarvegi verður viðkvæm og bólgin. Þetta getur leitt til þess að sýkingar verða algengari og alvarlegri. Þess utan  geta myglusveppir og gró þeirra vakið ofnæmisviðbrögð.


Myglusveppsmálið mikla - söfnun

myglaHjón í Hvalfjarðarsveit standa uppi slipp og snauð eftir að myglusveppur herjaði á hús þeirra og innbú. Tjónið nemur tæpum tuttugu milljónum króna en þau fá það ekki bætt þrátt fyrir að hafa talið sig vera tryggð.

„Ég veit varla hvernig ég á að vera, þetta er alveg ótrúlegt," segir Bylgja Hafþórsdóttir sem missti heimili sitt eftir að í því kom upp myglusveppur og rífa þurfti húsið. Eftir stendur fjölskyldan slipp og snauð en á húsinu hvíldu 10 milljóna króna húsnæðislán sem þau þurfa að borga af. Þau eru í raun á götunni en bóndinn á Fellsenda í Hvalfjarðarsveit hefur leyft þeim að búa þar síðustu daga

Hún segist vart eiga til orð til að lýsa tilfinningum sínum eftir að hún frétti af því að búið væri að hefja söfnun henni til styrktar. Söfnunin kemur í kjölfar greinar sem Bylgja skrifaði í Morgunblaðið í vikunni en hún vakti mikla athygli landans.

Í greininni lýsti Bylgja fjárhagslegum aðstæðum sínum eftir að í ljós kom að tryggingafélagið hennar neitaði að bæta henni tjónið sem varð þegar hún missti heimili sitt. Eins og áður sagði skuldar hún enn meira en 10 milljónir af húsi sem ekki lengur er til.

„Ég er afar þakklát fyrir þessu ótrúlegu viðbrögð. Þetta er búið að vera alveg frábært. Svona hlýhugur gefur mér mikinn styrk," segir Bylgja.

Eftirfarandi er af bloggi Arndísar Ásu Gestsdóttur sem átti frumkvæðið að söfnuninni: Kæru bloggarar þessa lands, notum margföldunaráhrifin. Ef ég set reikningsnúmer og kennitölu á mitt blogg þá berst það fljótt um landið. Ef ÞÚ gerir slíkt hið sama þá margfaldast hraðinn. AF STAÐ NÚ, allt er hægt ef við smáfuglarnir stöndum saman. Reikningsnúmer 1102-15-9217, kt. 241064-5149.

Íslendingar eru gott fólk og við getum hjálpað þessarri fjölskyldu að komast aftur á réttan kjöl.


mbl.is Íslandsbylgjan gæti skollið á mörgum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara eitt til ráða

Hætta að drekka mjólk. Hún er hvort eð er bara holl fyrir ungabörn og kálfa.
mbl.is Mjólkurlítrinn í 100 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta minningin

eirasiÉg get nú alveg skilið svona flóttatilraun, allavega í ljósi minnar einu persónulegu reynslu af dvöl á svona stað. 

Ég er nú orðinn svo gamall sem á grönum má sjá, en ein fyrsta æskuminning mín er einmitt af leikskóla, eða sennilega gæsluvelli. Ég held að þeir séu aflagðir en þeir voru þeirrar náttúru að foreldrar gátu skilið börn sín eftir þar um stundarsakir án þess að barnið væri vistað þar að jafnaði. Við bræðurnir vorum svo lánsamir að mamma var nú alltaf heima með okkur, í íbúðinni beint á móti okkur bjó móðursystir mín og amma var þar líka. Þannig að það var stundum svona baðstofufílingur á Grettisgötunni. Heimurinn var líka miklu einfaldari í denn tíð og það þótti ekkert tiltökumál að vera bara á þeytingi út um allt og upp um allt og ef hungur eða önnur óáran svarf að var bara skotist heim í móðurfaðminn og föðurhlýjuna.

En hvað um það, einhvern tíma þegar við bræður vorum báðir tiltölulega litlir ákvað mamma að fara í klippingu, lagningu og alla þessa venjulegu yfirhalningu sem konur láta gera á höfði sér reglulega. Á horni Grettisgötu og Barónsstígs var hárgreiðslustofan Hödd þar sem Eiríkur hárgreiðslumaður og erkitöffari réði ríkjum. Þangað fóru konurnar í lífi mínu alltaf á þessum tíma þegar þær þurftu að láta dytta að höfuðbúnaði sínum hinum náttúrulega. Þangað ætlaði mamma að fara þennan umrædda dag, sem var ekta grár, regnvotur, reykvískur dagur. Af einhverri ástæðu sem ég get ekki fyrir mitt litla líf munað ákvað hún að fara með okkur á gæsluvöllinn sem var neðst á Njálsgötunni.

Þar var ömurleg vist þennan stutta tíma sem mamma var á hárgreiðslustofunni. Reyndar fannst okkur bræðrum vistin óralöng, næstum óendanleg. Það helliringdi og þó við værum í pollagöllum og vel klæddir að öðru leyti vorum við rennvotir, okkur var ískalt og það rann horinn úr litlu nösunum. Það voru einhverjir starfsmenn á þessum gæsluvelli sem gengu um eins og þýskir herforingjar og skipuðu börnunum að leika sér. Það sem um var að velja var klifurgrind úr stáli, ein róla og sandkassi. Þrátt fyrir úrhellið máttu börnin ekki fara inn í gæsluvallarhúsið sem auðvitað var eingöngu ætlað starfsfólkinu sem leitaði afdreps þar og sötraði kaffi meðan regnið barði okkur krakkana sem sátum í hnipri í sandbing og reyndum að verða ekki úti í rigningunni.

Ég get alveg lofað ykkur að ef ég hefði ekki verið jafn vel uppalinn og raun ber vitni hefði ég skipulagt flótta af þessum skelfingarstað, sem við bræðurnir þurftum reyndar aldrei að gista aftur eftir þetta.


mbl.is Flótti úr leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð dagsins

The mercy seat - Nick Cave

It began when they come took me from my home
And put me in Dead Row,
Of which I am nearly wholly innocent, you know.
And I'll say it again
I..am..not..afraid..to..die.
I began to warm and chill
To objects and their fields,
A ragged cup, a twisted mop
The face of Jesus in my soup
Those sinister dinner meals
The meal trolley's wicked wheels
A hooked bone rising from my food
All things either good or ungood.
And the mercy seat is waiting
And I think my head is burning
And in a way I'm yearning
To be done with all this measuring of truth.
An eye for an eye
A tooth for a tooth
And anyway I told the truth
And I'm not afraid to die.
Interpret signs and catalogue
A blackened tooth, a scarlet fog.
The walls are bad. Black. Bottom kind.
They are sick breath at my hind
They are sick breath at my hind
They are sick breath at my hind
They are sick breath gathering at my hind
I hear stories from the chamber
How Christ was born into a manger
And like some ragged stranger
Died upon the cross
And might I say it seems so fitting in its way
He was a carpenter by trade
Or at least that's what I'm told
Like my good hand I
tatooed E.V.I.L. across it's brother's fist
That filthy five! They did nothing to challenge or resist.
In Heaven His throne is made of gold
The ark of his Testament is stowed
A throne from which I'm told
All history does unfold.
Down here it's made of wood and wire
And my body is on fire
And God is never far away.
Into the mercy seat I climb
My head is shaved, my head is wired
And like a moth that tries
To enter the bright eye
I go shuffling out of life
Just to hide in death awhile
And anyway I never lied.
My kill-hand is called E.V.I.L.
Wears a wedding band that's G.O.O.D.
`Tis a long-suffering shackle
Collaring all that rebel blood.
And the mercy seat is waiting
And I think my head is burning
And in a way I'm yearning
To be done with all this measuring of truth.
An eye for an eye
And a tooth for a tooth
And anyway I told the truth
And I'm not afraid to die.
And the mercy seat is burning
And I think my head is glowing
And in a way I'm hoping
To be done with all this weighing up of truth.
An eye for an eye
And a tooth for a tooth
And I've got nothing left to lose
And I'm not afraid to die.
And the mercy seat is glowing
And I think my head is smoking
And in a way I'm hoping
To be done with all this looks of disbelief.
An eye for an eye
And a tooth for a tooth
And anyway there was no proof
Nor a motive why.
And the mercy seat is smoking
And I think my head is melting
And in a way I'm helping
To be done with all this twisted of the truth.
A lie for a lie
And a truth for a truth
And I've got nothing left to lose
And I'm not afraid to die.
And the mercy seat is melting
And I think my blood is boiling
And in a way I'm spoiling
All the fun with all this truth and consequence.
An eye for an eye
And a truth for a truth
And anyway I told the truth
And I'm not afraid to die.
And the mercy seat is waiting
And I think my head is burning
And in a way I'm yearning
To be done with all this measuring of proof.
A life for a life
And a truth for a truth
And anyway there was no proof
But I'm not afraid to tell a lie.
And the mercy seat is waiting
And I think my head is burning
And in a way I'm yearning
To be done with all this measuring of truth.
An eye for an eye
And a truth for a truth
And anyway I told the truth
But I'm afraid I told a lie.


Eitt af þessum andlitum

widmarkRichard Widmark var einn af þessum leikurum sem setti sterkt mark þær myndir sem maður sá hann í. Ég held hann hafi aldrei verið kvikmyndastjarna í þess orðs fyllstu merkingu en hann var nokkuð góður leikari. Kannski bara mjög góður leikari.

Richard Widmark fæddist á jólum árið 1914, árið sem fyrri heimstyrjöldin hófst. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og veröldin breyst mikið. Hann hóf feril sinn í útvarpi árið 1938, árið áður en seinni heimstyrjöldin hófst, þar sem hann þurfti ekki að gegna herþjónustu af heilsufarsástæðum.  Fyrsta kvikmyndahlutverk Widmarks var í Kiss of Death frá 1947 þar sem hann lék illyrmislegan glæpamann og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir vikið og verðlaun sem besti nýliðinn á Golden Globe verðlaununum.

Richard Widmark kvæntist fyrri konu sinni árið 1942 og þau voru afar óvenjuleg leikarahjón því þau áttu saman tæp 55 ár, þar til hún lést árið 1997. Síðari eiginkona Widmarks lifir mann sinn, en þau gengu í hjónaband árið 1999.

Síðasta kvikmynd Richard Widmarks var True Colours frá 1991 þar sem hann lék á móti John Cusack og James Spader. Meðal þekktustu mynda sem hann lék í á síðari hluta ferilsins voru Against all odds frá 1984, gamanmyndin Hanky Panky frá 1982 og Coma frá 1978.

Það má búast við að 93 ára hafi Richard Widmark kvatt þennan heim saddur lífdaga, og við sem höfum notið hans á hvíta tjaldinu og á sjónvarpsskjánum þökkum honum samfylgdina.

 


mbl.is Richard Widmark látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlítil speki á engilsaxnesku

Take too many pictures, laugh too much, and love like you've never been hurt because every sixty seconds you spend upset is a minute of happiness you'll never get back. Don't be afraid that your life will end, be afraid that it will never begin.

Misjafnt er manna lánið

HobosÞað slær mann svolítið að vita af manneskjum búandi í gámi, gangandi örna sinna í koppa sem þær hella svo úr í göturæsið. Erum við ekki örugglega stödd á Íslandi á 21. öld?
mbl.is Búa í gámi í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni nýliðinna páska

0gamliKarlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerusalem.  


           Þar andaðist eiginkonan. Útfararstjórinn bauð karlinum tvo kosti:  
           Það kostar 350.000 kr að senda hana heim og þá er athöfnin eftir,
           en við getum grafið hana hér í Landinu helga fyrir 10.000 kr.
           Karlinn velti þessu svolítið fyrir sér og sagðist svo vilja senda hana heim.
 
           Af hverju ættir þú að sóa 350 þúsundum til þess að senda konuna heim.
           Það væri bara indælt að henni væri búinn legstaður hér, auk þess sem
           það kostar ekki nema 10 þúsund krónur.
 
           Sá gamli svaraði:  
           "Fyrir löngu síðan lést hér maður, hann var grafinn hér,
           en á þriðja degi þá reis hann upp frá dauðum.  
           Ég get bara ekki tekið þá áhættu."


Hillbilly?

Faðir Dunlaps segist hafa séð niðurstöður heilasneiðmynda sem teknar voru af Dunlap, og þar hefði ekki sést nein virkni og ekkert blóðstreymi. Þarf að segja meir?


mbl.is Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband