Veðmálið

0socrates0Palli2Hann var nú alveg ágæt skemmtun, þessi löngu tímabæri lokaþáttur Laugardagslaganna. Gísli var ekkert alltof pínlegur og Ragnhildur Steinunn var í eftirtektarverðum kjól. Selma lék Silvíu Nótt ágætlega og Eyvi var ágætur Grétar Örvars. Annað kom nú ekki neitt verulega á óvart. Nema kannski Stefán Hilmarsson...

Eða hvað? 

Málið er nefnilega það, að nú skuldum við Sverrir Stormsker Páli Óskari sinn hvorn konfektkassann nr. 5 frá Nóa Síríus. Hann var sá eini okkar sem hafði rétt fyrir sér um hver hefði sigur í þessarri umdeildu keppni eftir viðtalið í Síðdegisútvarpi Útvarps Sögu síðastliðinn föstudag. Það kom svosem ekki á óvart að þau þrjú lög sem tróndu á toppnum skyldu gera nákvæmlega það. Röðin á þeim kom afturámóti (hugsanlega) mörgum í opna skjöldu, ég held að flestir hefðu veðjað á sigur Merzedes Club og Hey-lagsins Hó, það gerði Sverrir allavega. Ég veðjaði á sigur Doktoranna tveggja, kannski meira af vilja en mætti.  En Palli stóð með sínu fólki og uppskar eftir því. Nú á hann von á tveimur risastórum og rándýrum konfektkössum að launum fyrir það. Það verður að hrósa íslenzku þjóðinni fyrir að stuðla að því að Palli fengi konfektið sitt með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni.  Palli fær allavega slikkeríið í næstu viku. Kannski í beinni.

Nú verður bara að vona að Eurobandið standi sig í Serbíu og hverfi ekki innan um svipaða flytjendur með keimlík lög. Krossleggjum fingur og vonum það besta!

Ef illa gengur gætum við leitað til Stefáns Hilmarssonar í Vogunum að ári, hann virtist luma á ágætis lagi. Það þarf bara aðeins að vinna í textanum.


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ég veðjaði á rétt lag og vann einhvern helling af bjór.

Þegar ég heyrði Mercedes Club flytja lagið lifandi, þá vissi ég strax að þau ættu ekki séns.  Engin dynamik, engin geislun hvorki út né inn.

Hins vegar er lagið frábært, eftir að Pro Tools hefur lagað það til.

Hjalti Garðarsson, 24.2.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband