Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Gæsahúð

Það er fátt skemmtilegra en að vera á vellinum þegar svona stórkostlegur árangur næst. Það var meiriháttar stemmning á Laugardalsvelli, stuðararnir í miklu stuði og sekkjapípuleikararnir alveg að gera sig. Þyrftum að þjálfa upp íslenzka sekkjapípustuðara fyrir næsta tímabil.

Eftir 20 ára bið hljóta Valsarar að gleðjast í hjarta og strákarnir algerlega, fullkomlega að titlinum komnir. Sannir íþróttamenn sem eiga ekkert nema hrós skilið.

Ég hefði nú samt viljað sjá annað röndótt lið en Víkinga falla. En maður fær ekki allt sem maður vill.

Til hamingju Valur!


mbl.is Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu orðið tímabært

Að koma sér í sjónvarpið. Og skipta um kyn og lit. Samt frábært hvað Oprah er að gera það gott - og lætur gott af sér leiða.
mbl.is Oprah lang launahæsta sjónvarpsstjarnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er meira að segja rauður og hvítur

Nú kemur upp hjátrúarfulli púkinn í mér.

Það er auðvitað gott og Guðs mildi að allt fór vel og þeir níu menn sem um borð í Val ÍS18 komust heim heilu og höldnu. En Valur er rauður og hvítur. Á laugardaginn næsta mætir hvít- og rauðklætt Knattspyrnulið Vals hörkuliði úr Kópavogi sem heitir HK.

Kannski var þessi gírbilun í bátnum fyrirboði þess hvernig sá leikur fer. Kannski bilar gírinn og ekkert gengur að ná að landi, en ef til vill fer eins og fyrir bátnum Val. Þó illa líti út um stund næst land að lokum og allir koma veðurbarðir en sigurreifir heim.

Sértu velkominn heim....


mbl.is Valur ÍS-18 kominn til hafnar á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt

Það er svo undarlegt með unga menn að listsköpun sína ná þeir vart að hemja.
mbl.is Veggjakrotari staðinn að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innri friður

InnrifriðurÞetta virkaði svo asskoti vel fyrir mig..    og af því að í amstri hversdagsins þurfum við eitthvað til að viðhalda þessum innri frið. Með því að fylgja einföldu ráði sem ég las í Cosmo, hef ég loksins fundið innri frið.
Þetta stóð í greininni:
 
"Leiðin til að öðlast innri frið er að klára allt sem þú hefur byrjað á"
 
Ég horfði yfir íbúðina og sá allt það sem ég hafði byrjað á og ekki klárað....
Og áður en ég fór út í morgun kláraði ég flösku af rauðvíni, flösku af hvítvíni, eina hálffulla Bailey's, Kahlua og kalkúnasamloku, hálft bréf af Prozac, slatta af valium, hálfa ostaköku og box af súkkulaði. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér líður hreint andskoti vel, þessi innri friður er alveg að virka.... 
 


Útsöluverð á eldsneyti á niðurleið líka?

Varla, það eru svo miklar birgðir til í landinu.
mbl.is Heimsmarkaðsverð á olíu á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er illt í efni....

Ætli ástæðan fyrir því að margir veigra sér við að fara til tannlæknis sé ekki einmitt þessi. Menn vita ekkert hvað þjónustan kostar fyrirfram. Og þegar fólk á ekki endalaust af peningum lætur það hjá líða að fara til tannsa. Það er auðvitað til háborinnar skammar að menn sjái ekki sóma sinn í að hafa verðskrár sínar opinberar. Satt að segja er það barasta argasti dónaskapur.
mbl.is Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný skoðanakönnun

ValurFH-HafnarfjardarVegna þess hve margir virðast hafa áhuga og skoðanir á fótbolta ákvað ég að setja inn nýja könnun, þar sem spurt er hvort toppliðanna Valur eða FH verði Íslandsmeistarar í þessarri íþrótt. Lokaumferð Íslandsmótsins fer fram um næstu helgi og er um hreina úrslitaleiki á báðum endum stigatöflunnar. Valsmenn mæta HK sem eru um miðja deild og FH mætir botnliði Víkings.

Endilega takið þátt.


Undarlegt að vera bæði blindur og með ofskynjanir...

..hugsaði ég þegar ég horfði spenntur á leik FH og Vals í gær. Mér fannst nú blessaður dómarinn sem haltraði svo útaf áður en seinni hálfleik lauk endanlega, dyggilega studdur af aðstoðarmönnum sínum, hundtryggum, full vænn í dómgæslu sinni. Heimaliðinu í vil. En það gerði ekkert til, Vals-strákarnir á vellinum börðust eins og ljón og lönduðu sætum sigri. Þeim tókst að stöðva áralanga sigurgöngu fimleikapiltanna. Nú er bara að mæta eins stemmdir gegn HK næstkomandi laugardag og koma Íslands-dollunni á Hlíðarenda, rétt eins og stelpunum tókst um daginn. Þá verður kátt í höllinni. Nýju höllinni.

Áfram Valur!


mbl.is Valsmenn í vænlegri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsagnir

Stundum dettur mér í hug að fyrirsagnir hér á mbl.is séu sérhannaðar til að espa upp dómstól götunnar. Þær eru hafðar nógu tvíræðar, þannig að fólk geti nú aldeilis hellt úr skálum réttlátrar reiði sinnar. En oftar en ekki eru sögurnar að baki fréttunum allt aðrar en þær örsögur í dómarastíl sem hér birtast.
mbl.is Lögreglumenn horfðu á dreng drukkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband