Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Skemmtilegt orð
22.9.2007 | 12:50
Ölvaður og viðskotaillur ökumaður fluttur í járnum í fangaklefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eiginmaðurinn, eiginkonan og faðirinn...
20.9.2007 | 15:42
Fæðingin gekk mjög vel og móðirin fann ekkert fyrir öllu saman.
Eiginmaðurinn var stálsleginn.
Þegar þau komu heim lá bréfberinn dauður á tröppunum fyrir framan húsið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óneitanlega vel gert
20.9.2007 | 12:17
Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stephen King
18.9.2007 | 12:48
Vaknaði á krufningarborðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Til hamingju stelpur - og strákar...
17.9.2007 | 23:00
Valur Íslandsmeistari kvenna 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kemur ekki á óvart
17.9.2007 | 12:52
Örninn flýgur um allan heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætti maður ekki bara að hætta...
16.9.2007 | 18:26
..að hætta sér út í umferðina. Það eru allir meira og minna fullir eða dópaðir ef marka má fréttir fjölmiðlanna, meira að segja roskna fólkið. Þessi kona má barasta prísa sig sæla að hafa hvorki drepið sjálfa sig né aðra með því að leggja af stað sauðdrukkin og snar.
Hvernig væri að fara að láta þá sem svona hegða sér borga himinháa sekt og þá meina ég kannski nokkur hundruð þúsund, gera bílinn upptækan og láta þá vinna við samfélagsþjónustu í nokkurn tíma? Þá kannski skilur fólk alvarleika málsins og hugsar sig um nokkrum sinnum áður en ekið er af stað eftir nokkra öl eða brennivín. Þrátt fyrir slævða meðvitund man fólk kannski eftir svona viðurlögum.
Vonandi.
Ökumaður ók tvisvar útaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við hjálpum þér að láta drauminn rætast
16.9.2007 | 16:08
Deilt um hernaðarlegt gildi þess að hafa stór brjóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spaugstofu hörmung...
16.9.2007 | 10:00
..eða er það bara ég? Þrátt fyrir stórorðar yfirlýsingar um að horfa ekki á Spaugstofuna eftir brottrekstur Randvers stóðst ég ekki mátið og kíkti. Og sé eftir því. Ég sannfærðist um að þeir hefðu allir átt að rísa upp sem einn maður og ganga út eftir að dagskrárstjóri ohfsins ákvað að láta einn þeirra fara. Það sem borið var á borð fyrir landsmenn í gærkvöldi í gervi Spaugstofunnar var röð af fimmaurabröndurum, hver öðrum fyrirsjáanlegri og ófyndnari. Að mínu mati, auðvitað hafa ekki allir sama húmorsmekk og það kann að vera að einhverjum hafi fundist þetta grenjandi snilld og ný upphafning á húmor, eða í besta lagi fyndið. Mér stökk aldrei bros, punchið var komið í kollinn á mér löngu áður en það birtist á skjánum - ef það gerði það á annað borð. Mér fannst þá félaga sem eftir standa vanta þennan neista sem oft hefur einkennt þá, það var eins og þeim þætti þetta brambolt ekkert sérstaklega skemmtilegt. Meira að segja mistakahrinan í lokin var litlaus og dull, eins og hún hefði bara verið búin til, til þess eins að hafa eitthvað til að brosa að. Virkaði ekki.
Hvað fannst ykkur?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
En hvers vegna, hvers vegna?
15.9.2007 | 13:08
Það virðist hafa verið býsna erfitt í gegnum tíðina að breyta dómvenju á Íslandi. Svo virðist vera sem dómendur vilji gera það hægt og hægt en ekki með einhverjum látum. Það hefur samt slæm áhrif á réttarvitund allra sem til sjá hve glæpir sem snerta peninga virðast oft vera litnir alvarlegri augum af dómstólunum en glæpir gegn fólki, eins og ofbeldisglæpir þeir sem hér hafa verið til umfjöllunar. Það vekur líka furðu fólks þegar refsing er lækkuð milli dómstiga í jafn alvarlegum glæp eins og í þeim sem hér um ræðir. Mig grunar, þó ég vilji ekki vera að gera dómurunum upp einhverjar hugsanir, að þeir hafi litið á samþykki konunnar til kynlífsathafna sem einhvers konar ástæðu til að minnka refsingu afbrotamannsins.
Eins og fram kemur í dóminum fór konan með manninum í herbergi þar sem þau afklæddust og það er í sjálfu sér ekkert að því hana hafi langað að eiga notalega stund með þessum manni. Það sem svo á eftir fylgir er greinilega svo heiftarleg og hryllileg árás á konuna sem í sakleysi sínu er að sænga með þessum manni að nægt hefði hverjum manni til að dæma hann til að minnsta kosti tvöfaldrar þeirrar refsingar sem hann að lokum hlaut. Þær bætur sem honum er gert að greiða konunni eru líka smánarlegar og Hæstarétti til minnkunnar að hafa lækkað þær!
Innan mjög skamms tíma verður þessi maður kominn út aftur og farinn að tæla konur heim með sér, með fagurgala til þess eins að misþyrma þeim að því er virðist. Svona menn verður að stöðva og það verður ekki gert með því einu að dæma þá til korters fangelsisvistar, dómstólar landsins verða að bæta um betur þegar sekt í svona alvarlegu líkamsárásarmáli liggur ljós fyrir.
Það er krafa allra góðra manna.
Bloggheimar loga vegna dóms yfir nauðgara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)