Nú er illt í efni....

Ætli ástæðan fyrir því að margir veigra sér við að fara til tannlæknis sé ekki einmitt þessi. Menn vita ekkert hvað þjónustan kostar fyrirfram. Og þegar fólk á ekki endalaust af peningum lætur það hjá líða að fara til tannsa. Það er auðvitað til háborinnar skammar að menn sjái ekki sóma sinn í að hafa verðskrár sínar opinberar. Satt að segja er það barasta argasti dónaskapur.
mbl.is Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ber tannlæknum ekki að hafa verðskrá uppi á áberandi stað? Slíkt hef ég aldrei séð. Í annan stað: Væri ekki rétt að koma á framfæri nöfnum þeirra tannlækna sem eru sanngjarnari í gjaldtöku en aðrir? Þeir fyrirfinnast nefnilega og ég væri til í að nefna í það minnsta einn. Og nú má bæta við hjartalæknum; þeir hafa ekki samning við TR og taka það gjald sem þeir vilja. Til að mynda kostar hjartaómskoðun kr. 20 þús. en endurgreiðsla TR er um 6.500. Verst er að fyrirfram er sjúklingum ekki bent á þetta.

Þorgrímur Gestsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband