Of miklar viðgerðir geta verið stórhættulegar

45 ára gömul kona fékk hjartaáfall og var flutt á sjúkrahús.

Þegar hún var á skurðarborðinu sá hún “ljósið”

Þegar hún hitti Guð, spurði hún: ” Er minn tími kominn?”

Guð svaraði: “Nei, elskan mín góða, þú átt ennþá eftir 43 ár, 2 mánuði og 8 daga ólifaða”

Á vöknun eftir aðgerðina ákvað konan að vera lengur á sjúkrahúsinu og láta gera á sér andlitslyftingu, fitusog, brjóstastækkun og svuntuaðgerð.

Hún meira að segja lét kalla eftir fólki til að lita á sér hárið og hvítta tennurnar.
Fyrst hún átti svona langt eftir ólifað var alveg eins gott að gera sem mest úr því.

Eftir síðustu aðgerðina var hún útskrifuð og mátti fara heim.

Þegar hún var að fara yfir götuna á leið heim, varð vesalings konan fyrir rútu og steindó.

Þegar hún hitti Guð aftur varð hún fojj og hnussaði: “Ég hélt þú hefðir sagt að ég ætti rúmlega 43 ár eftir ólifuð…..af hverju vísaðiru mér ekki veginn frá sjúkrabílnum?!”

Guð svaraði: “Já en ég þekkti þig bara ekki aftur………"

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Örnólfsdalsbrú gerð upp
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Þessi var góður hahaha

Skattborgari, 7.7.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

*Huhh.. ómerkileg afsökun.. my god! try a better one, mate!"

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.7.2008 kl. 01:46

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Markús!

Komdu oftar með eitthvað svona!

Kveðja úr Garðabænum

           Halldóra.
 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.7.2008 kl. 10:38

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Heyrðu félagi.... ertu kominn fastur á alla morgna?

Heyrði í þér í gær og í morgun... var mig kannski bara að dreyma?

Ástarkveðjur......

til konunnar!

Þórður Helgi Þórðarson, 8.7.2008 kl. 12:51

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kæru gestir, Það er nauðsyn að koma fólki til að brosa endrum og sinnum. Þórður, þetta var ekki draumur, hé heldur martröð; ég er á Sögu mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagsmorgna, þriðjudagssíðdegi, föstudagssíðdegi og á laugardögum 13-16. Smá svona .. já. Skila kveðjunni.

Markús frá Djúpalæk, 8.7.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Kallinn er að yfirtaka Söguna, ekki slæmt það.

Kannski að ég skili kveðjunni bara sjálfur

Þórður Helgi Þórðarson, 8.7.2008 kl. 13:49

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, Þórður, það er auðvitað mikið betra að þú skilir þessu sjálfur. Minni hætta á að svona hlutir gleymist með þeim hætti  En bæ þe vei, hvernig fannst þér Paul...Simon ekki Ramses?

Markús frá Djúpalæk, 8.7.2008 kl. 13:58

8 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Fannst hann flottur, en allt of lágt í græjunum og allt of mikið af óþekktu og rólegu efni um miðbikið, sem fékk mig til að stinga af enda lapprinar búnar að fá nóg, þær nenna ekki að bera 238kg í meira en klukkutíma í einu.

Ég gruna að þú hafir verið sáttur, sá að þú varst mættur með hattinn!

Þá e rekki að spyrja aððí

Þórður Helgi Þórðarson, 8.7.2008 kl. 14:31

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég var vel sáttur, mættum snemma og fengum sæti. Það bjargaði miklu enda þarf ég að burðast með tæp 300 kíló og fæturnir hefðu ekki borið það allan tímann. Ég hafði reyndar heyrt mikið af þessu óþekkta efni áður, þannig að mér var vel skemmt. Og rúmlega það!

Markús frá Djúpalæk, 8.7.2008 kl. 19:33

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Greinilega ekki allir jafn sáttir!

Nú um daginn skrifaði ég færslu sem komin eru yfir 60 komment á.

Hún varð líka "non grata" hjá mbl.is og er, að því best verður séð, haldið nokkuð markvisst frá forsíðum og athygli.  - Athyglisvert!

Spurning um að fara að spyrja einhvern.. - Leita svara...   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.7.2008 kl. 20:03

11 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég spyr enn og aftur. Hve margir þurfa að kvarta til að tengingin verði rofin? Helga Guðrún, ég skil nú ekkert í þessu með færsluna þína.

Markús frá Djúpalæk, 8.7.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband